Miðvikudagur, 6. júní 2007
LÉLEGUR STÍLL...
...í besta falli og illkvittnisleg aðför fjölmiðla í versta falli, að manni sem er ábyggilega núna að upplifa sínar erfiðustu stundir. Að nafngreina manninn sem tekin var með kókaín í síðustu viku er ljótt og í raun algjör óþarfi. Upplýsinga- og varnargildi þessa máls felst ekki í hver maðurinn er heldur hversu langt hægt er að komast í hræðilegum sjúkdómi og ég efast ekki um að KB hafi verið neyddur í þessa för til greiðslu á fíkniefnaskuld.
Bubbi var varkár í orðavali þegar hann kom í Kastljósið í gær. Ég er samt ekki sátt við að hann kæmi þarna og segði alþjóð frá skoðun sinni á á KB persónulega. Hvaða neyslu hann hafi verið í þegar þeir voru samskipa í "idolinu" og að hann hefði ráðlagt honum að koma með sér á AA-fundi. Það hefur mér vitanlega ekki verið gefið út veiðileyfi á þennan mann. KB hefur ekki, að því er ég best veit, fyrirgert rétti sínum til persónuverndar enda ekki búið að dæma í málinu.
Nú vona ég fyrir hönd mannsins og allra aðstandenda hans að hann sé tilbúinn til að leita sér hjálpar. Ég ætla að hugsa fallega til hans.
Segist telja að fíkniefnasmygl hafi verið vegna fíkniefnaskuldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Ferðalög, Kvikmyndir, Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2987258
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég er svoooo sammála þér (þó ég geti nú ekki gúdderað að fíkniefnasmygl sé sjúkdómur). Ég varð mjög hissa þegar Fréttablaðið birti nafnið hans strax í fyrsta fréttaflutningi. Fannst ansi mikil Séð & heyrt lykt af því. Ljótt að sjá í blaði sem vill láta taka sig alvarlega sem fréttamiðil og er mesta lesna dagblað landsins er það ekki? Ég sá ekki Kastljós.
Jóna Á. Gísladóttir, 6.6.2007 kl. 10:03
Jóna mín það er algengt að langt gengnir fíkniefnaneytendur eru neyddir í burðardýrshlutverkið vegna fíkniefnaskulda. Þeir hafa ansi lítið val þegar hér er komið sögu, finnst þeim í því geðveikisástandi sem sjúkdómurinn hefur þróast í.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 10:10
Ég er svo sammála þér ég var hissa þegar nafnið var birt .
Kristín Katla Árnadóttir, 6.6.2007 kl. 11:01
Andsk. vitleysa líka alltaf í þessum fréttamönnum, telja sig hafa æðra vald að ofan til að vera ofan í hversmanns koppi og ræða málin opinskátt undir nöfnum, nær að slaka smá á. Spurningar fréttamanna þegar eitthvað er í gangi minna stundum á hrægamma, leita eftir stórfréttur og vilja helst búa þær til. Hvernig hefði þér annars orðið við ef þú hefðir stórslasta og misst fótinn???? Hvernig líður þér eftir brunann, búinn að missa allt?? segir sig sjálft. Sólarkveðja frá Aey.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2007 kl. 12:04
Reyndar er það oftast svo að nöfnin sem landinn þekkir fá almennt slíka meðhöndlun. Stundum er það jafnvel bara betra að slíkt rati í blöðin því að þá er von til þess að sagan verði nær sannleikanum. Kjaftasögur um „fræga“ menn og konur á Íslandi sem fengið hafa að grassera í samfélaginu án þess að komast í fjölmiðla eru yfirleitt miklu verri og oftast eru þær svona eins og fjöðrin sem verður að fimm hænum, að meirihluta eða öllu leyti ósannar og oftar en ekki rætnar. Þær hitta líka ekki síður en forsíðufréttir þá sem síst skyldi, börnin og fjölskylduna! Ég veit um strák sem 12 ára gamall fékk upphringingu frá vinkonu sinni á sama aldri sem vildi votta honum samúð sína vegna dauða pabba hans. Þá var sú upplogna kjaftasaga búin að ganga lengi í samfélaginu að þessi maður sem var þekkt persóna hefði framið sjálfsmorð. Fjölskyldan hafði ekki hugmynd um söguna af því að hún komst náttúrulega aldrei þangað sem hægt hefði verið að leiðrétta hana. Yfirleitt er það einmitt þannig með slíkar sögur. Þar sem þessi persóna hafði dvalið erlendis í nokkra mánuði þegar þetta gerðist má rétt ímynda sér hvernig barninu varð við? Af tvennu illu tel ég að nafnbirtingin hafi verið skárri kostur en Fréttablaðið hefði svo sannarlega mátt taka á manneskjulegri hátt á þessu máli, það er annað mál.
Varðandi Kastljósið þá varð ég meira hissa á spurningum Ragnhildar heldur en Bubba í þessu efni sem þú nefnir Jenný.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 13:24
Mér dettur í hug varðandi þessa nafnbirtingu hvort að það sé ákveðin illgirni í gangi. KB var fyrsta idolstjarnan og var mikið hampað. Nú gerist hann sekur um smygl og með því að birta nafnið hans tel ég að stundum finnist einhverjum gaman að gleðjast yfir óförum annarra- því miður. Manneskjan er kannski bara ekki komin lengra á þroskabrautinni. Flestir hafa sína djöfla að draga bæði þekktar og óþekktar persónur. Enginn sleppur alveg við höggin í gegnum lífið. Við ættum almennt að óska fólki alls hins besta í lífinu. Jákvæð hugsun er gulls ígildi.
Bryndis Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 14:32
Slagsmálin um hylli lesenda eða áhorfenda geta einmitt farið út í eitthvað svona. Sumir voru hrifnir af þessarri umfjöllun í Kastljósi, aðrir ekki. Ég er svo fegin að blaðið mitt er ekki svona fréttamennsku. Við tölum ekki UM fólk, heldur VIÐ það. Dópneysla er svo algeng að allar fjölskyldur eiga einhvern eða þekkja einhvern sem stríðir við fíkn. Ég þekki vel ungan mann sem ætlaði að greiða dópskuld með því að flytja inn efni og hefja síðan nýtt og betra líf. Það fór nú svo að hann guggnaði á þessu þótt til útlanda væri kominn, enda kannski eins gott, hann var tekinn í Keflavík og innyflunum snúið við til að leita að dópi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.6.2007 kl. 15:38
Ég er sammála þér Anna að mestu leyti og auðvitað voru spurningar Ragnhildar frá, vægast sagt, vafasömum slóðum. Það breytir þó ekki því að það er hroðalegt fyrir alla sem hlut eiga að máli við KB að fá þessu miðlað til allra landsmanna. Mér fannst Bubbi standa sig vel að þessu sinni en fer ekki ofan að því að mér finnst ekki rétt að koma og tjá sig um einstaklinga sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér.
Rétt Gurrí ég er alltaf á leiðinni að verða áskrifandi að blaðinu þínu. Arg... framtakslaus ég.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2007 kl. 16:16
Eiturlyfjaneysla hefur margar ljótar hliðar. Þetta er bara ein af þeim. Mínum strák var (þessi sem dó í fyrra) var einu sinni "boðið" að fara í innflutningsferð vegna skuldar. Hann neitaði og var laminn. Við borguðum svo hann þyrfti ekki að fara ferðina. Það er engin miskunn í þessum dóp heimi. Minn skuldaði "bara" 120 þúsund. Ég sé ekki tilganginn með nafnbirtingunni nema ef væri til að auglýsa fjölmiðilinn. Þetta er mikill harmleikur sem bitnar ekki síst á nánustu aðstandendum.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.