Leita í fréttum mbl.is

FLORENS LIFIR ENN GÓÐU LÍFI...

1

...meðal íslenskra kvenna ef marka má skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Jafnréttisráð.  Í 8 tilfellum af 10 reikna karlar með hærri launum fyrir starf en konur. 

"Áhugi ungmennanna á að gegna ákveðnu starfi er hins vegar nokkuð mismunandi en meðal karla hafa flestir áhuga á að verða smiðir (33,7%) eða lögfræðingar (31,5%) en hjá konum er hjúkrunarfræðingur í fyrsta sæti (37,9%) og læknir í öðru sæti (36,4%). Fæstir karlar hafa hins vegar áhuga á starfi launagjaldkera (2,9%) og hjúkrunarfræðings (5,3%). Konur hafa hins vegar minnstan áhuga á starfi verðbréfamiðlara (5,2%) og kerfisstjóra (6,4%)."

Mér finnst nokkuð merkilegt að enn skuli konur setja hið hefðbundna starf hjúkrunarfræðings í fyrsta sæti. Karlarnir kjósa smiðsstarfið eða lögfræðina sem kemur mér hins vegar ekki á óvart. 

Lítið virðist breytast í viðhorfum kynjanna til framtíðarstarfa.  Skoðanir og vilji ungs fólks er enn ákaflega fyrirsjáanlegur.  Ætli það fari að glitta í frjálslegra og óheðfbundnara val hjá bæði konum og körlum einhvern tímann á þessari öld?


mbl.is Karlar vilja verða smiðir og lögfræðingar en konur hjúkrunarfræðingar eða læknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2987142

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.