Leita í fréttum mbl.is

VEL SLOPPIÐ..

1

..hjá tveimur örvitum sem Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sektar um samtals 350 þúsund krónur fyrir að hafa staðið að áfengisveitingum gegn gjaldi á skemmtistað á Sauðárkróki nokkur kvöld í mánuði á árunum 2004 til 2005 án lögboðins vínveitingaleyfis.  Það er þó ekki það sem gerir þá að fíflum í mínum huga og að stórhættulegum mönnum, þar að auki,  heldur sú staðreynd að annar maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa látið birta í héraðsdagskránni Sjónhorninu auglýsingu um keppni í áfengisdrykkju.  Síðan veittu þeir í keppninni umtalsvert magn áfengis gegn gjaldi til þriggja einstaklinga sem ekki höfðu náð 20 ára aldri og tóku þátt í drykkjukeppninni.

"Keppnin fólst í því hver keppenda gæti innbyrt flest Ópal- eða Tópas-vodkaskot með 27% vínandastyrkleika. Afleiðingarnar urðu þær að unglingarnir þrír voru fluttir á sjúkrahús vegna ofneyslu áfengis."

Hvað er á milli eyrnanna á fólki?  Sumir gera allt til að selja jafnvel þótt það geti kostað mannslíf.  Að hvetja til drykkjukeppni er ekki aðeins stórhættulegt heldur bætist við þarna að unglingar voru að taka þátt og allir voru þeir fluttir á sjúkrahús vegna ofneyslu. Ef mitt barn ætti þarna í hlut væri ég að gera eitthvað annað en blogga get ég sagt ykkur.  Arg.. hvað ég myndi leggja á mig til þess að svona fólk fái ekki að höndla með áfengi.  Siðleysið er stundum algjört.


mbl.is Sektaður fyrir að standa fyrir drykkjukeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er sannfærð um að sumir hafa bara skít milli eyrnanna.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.5.2007 kl. 12:37

2 Smámynd: halkatla

OMG

halkatla, 29.5.2007 kl. 12:43

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gróðrarvonin á það til að svipta suma öllu siðferði.

Steingerður Steinarsdóttir, 29.5.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband