Leita í fréttum mbl.is

HVAÐ ER ÞETTA "ÞAÐ"??

Einu sinni enn hef ég fallið í stafi yfir dásamlegri hnyttni, gífurlegri máltilfinningu og þýðingarhæfileikum sumarstarfsmannsins sem vinnur við stjörnuspána á Mogganum.  Þessi sumarafleysingamaður er svo skemmtilegur að ég er farin að lesa spána reglulega, hvað ég aldrei gerði áður.  Í dag (þ.e. mánudag) hljóðaði spáin fyrir steingeitina svona:

"Þú ert til staðar fyrir aðra. Þeir segjast ekki geta framkvæmt "það" án þín, en þér er kannski meira sama um "það" en þeim. Vertu því til staðar fyrir sjálfan þig."

Nú þegar ég stefni í að fara að halla mér bráðum þ.e. ef mér tekst að halda gleði minni yfir þessum djúpu spádómsorðum í skefjum og til að geta sofnað langar mig svo að vita hvað "ÞAÐ" er. 

Einhver???

P.s. Ég set ykkur inn í veisluhöld og gestagang dagsins fljótlega en nú ætla ég blogghringinn og fara svo að halla mér.  Er búin á því eftir skemmtilegan dag.

Gúddnætgæs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞAРer líklega ÞAÐ sem þú vilt að ÞAÐ sé, það er allavega ekki mjög leiðinlegt að fá bara að ráða  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 01:35

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei, nei, nei Guð forði mér frá að taka ábyrgð á eigin lífi.  Sumarstarfsmaðurinn á að gefa mér þetta inn með skeið

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 02:10

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Beinar þýðingar eru yndislegar!
 Ég sé þetta fyrir mér! - You are there for others. They say they can't make it without you but you care less for that than they do. Be there for yourself.

Hvað á þetta annars að þýða? Áttu bara að hugsa um sjálfa þig og hunsa aðra? Fallegur boðskapur þar á ferð! Ekki örvænta Jenný mín, bara anda sig í gegnum vikuna. Svo kemur önnur spá... sem er kannski áhyggjuefni útaffyrir sig!

Laufey Ólafsdóttir, 29.5.2007 kl. 06:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Laufey þarna hittir þú naglan á höfuðið.  Sem betur fer tek ég ekki mark á stjörnuspám blaðanna en mér finnst þetta hreint ótrúlega fyndið.  Ég hyperventilera út vikuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.