Miðvikudagur, 23. maí 2007
SUMARAFLEYSINGAFÓLK ARG...
Þau eru mætt, litlu skrímslin, sumarafleysingafólkið ógurlega sem situr fyrir manni hvert sem maður fer og hvert sem maður hringir. Þau eru ákveðin í að hindra framgang allra útréttinga. Þau fóru á námskeið hjá Mannfyrirlitningafélaginu um hvernig mætti klúðra algjörlega öllu sem þau koma nálægt. Sumarafleysingafólkið tekur hlutverk sitt alvarlega. Það er komið til að fokka þér upp.
Með hverjum deginum sem líður eykst fjöldi sumarafleysinga fólks í hverjum krók og kima. Allt gengur svo seint og illa fyrir sig. Í dag hringdi ég í banka. Þar var afleysing á síma. Hvernig veit ég það? Júbb ég beið í korter eftir Ingibjörgu Halldórsdóttur, þjónustufulltrúa og fékk að tala við Arndísi, sem kannaðist ekki við IH og gat EKKI hjálpað mér og bað mig að hringja aftur, það væri afleysing á símanum og hún héldi að IH þessi væri mögulega uppi á næstu hæð, var samt ekki viss, vars sko líka afleysing. Ég reyndi aftur og aftur og einum og hálfum tíma síðar var búið að loka bankanum og ég búin að naga neglur upp að olnboga. Arg...
Það sama er í gangi hér á Mogganum. Hér er barn sem þýðir stjörnuspár úr ensku og skrifar íslenskustíla með slælegum árangri. Arg..
Í fyrra sumar beið ég eftir samtali við lækni á Heilsugæslunni. Sú á símanum var afleysingamanneskja og hafði stillt símann á fundarherbergið!!! Hún fattaði mistökin þegar læknirinn var farinn heim. Arg...
Annars er þessi pirringur mest í nösunum á mér en ég verð að segja að það hægist all verulega á allri þjónustu þegar nýtt fólk kemur inn. Skiljanlega. Stundum er maður bara ekki í stemmara fyrir umburðarlyndi.
Gúddnætgæs!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 2987324
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hehe Keli minn við verðum að halda kúlinu!
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 01:26
mikið til í þessu.
Ester Sveinbjarnardóttir, 23.5.2007 kl. 03:17
Þau eru nú kölluð "vorboðinn ljúfi" í minni sveit - agalega illa alnir upp vorboðar í þinni sveit......
Hrönn Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 07:43
Ó hvað ég kannast við þetta! Þetta er fyndið á kaldan hátt til frásagna en glatað að lenda í þegar maður þerf einhverju reddað strax!
Laufey Ólafsdóttir, 23.5.2007 kl. 09:52
Tholinmaedin thrautir vinnur allar. Eg er gudslifandi fegin ad fa afleysingu i sumar thannig ad madur fai nu einhvern timan sumarfri. Thessi vetur er buinn ad vera langur og strangur og ekkert er betra en ad kupla sig adeins ut ur thessari hringavitleysu.
Vid getum huggad okkur vid ad thetta er bara 3 manudir a ari af 12 og madur verdur bar ad vera undirbuinn.
p.s. afsakid thessa sms skrift. eg er ad nota erlendt lyklabord
Agnes Drífa Pálsdóttir , 23.5.2007 kl. 10:58
skemmti mér yfir þessu. Þá er tilgangnum náð.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.5.2007 kl. 11:31
Hehe þetta var nú meira svona til gamans gert, but my children you got the point.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 11:39
Já, skil þig vel. En er farin að halda að þjónustulund sé eitthvað sem óvenju fáir virðast vita hvað er og hafa - Ekki bara hjá sumarafleysingarfólki. Hvað segirðu um það?
Ósk Sigurðardóttir, 23.5.2007 kl. 14:00
Auðvitað er þetta útbreiddur ósiður. Sumarafleysingafólk er eins misjafnt og það er margt en óneitanlega hægist á allri þjónustu þegar margir óvanir eru við störf. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.