Leita í fréttum mbl.is

BLOGGMANÍA!

Suma daga er ég bloggóð.  Hreint manisk á blogginu af því mér liggur margt á hjarta og mér er nokk sama þó bloggvinir mínir, sem lesa telji sig þurfa að fara í gegnum alla pistla eyði heilu kvöldunum í það.  Nananabúbú barasta. Ég er bloggisti alla daga en bara mis mikill.  Stundum er ég með smá bloggleiða en einmitt þá þræla ég mér áfram því ein af ástæðunum fyrir þessu bloggi er að skrifa reglulega svo fingurnir flæði.  OMG (zordiskur frasi).  Að fingurnir flæði á endanum um lyklaborðið án fyrirstöðu eða svona allt að því.

Þegar ég er í bloggmaníu þá skutla ég alltaf út nokkrum bloggvinum.  Ég er keis ég veit það.  Það segir mér að manían er í gangi amk. einu sinni í viku.  Í dag flugu tveir.  En svo bætist alltaf í hópinn líka þannig að þetta er skemmtilegt.  Alltaf endurnýjun í gangi en mínir traustu bloggvinir sem ég er beinlínis háð fara að sjálfsögðu hvergi og þeir rétt skulu voga sér að henda mér út.  Ég elti þá uppi, ég elti þá uppi..ég el...... 

Ok. Þetta mun vera pistill nr. 33 í dag (who´s counting?).  Einhver kemur til með að segja að ég eigi mér ekki líf utan bloggheima.  Það er alveg hárréttDevil.  Kjaftæði... ég er heimavinnandi í augnablikinu, er löggiltur læknaritari og fyrrum einkaritari (það var áður en ég þroskaðist sko) þannig að þegar ég er komin með efni þá skelli ég því inn með hraða ljóssins. 

Höldum áfram að blogga í maníu öll saman.  Úje


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

snúlla! Mér dettur ekki einu sinni í hug að gá hvort ég er úti! Veit þú elskar mig

Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Unnur R. H.

úpps það er eins gott að halda fólkinu góðu hahaha .  Annas finnst mérBARA gott mál að blogga þegar andinn er yfir manni ehe(hann lætur á sér standa hjá mér) og láta andann svífa með sig yfir tölvuborðið hehe well stopp this bullshit hafðu það bara sem best og bloggaðu og bloggaðu og bloggggg  kv unns

Unnur R. H., 22.5.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Að sjálfsögðu elska ég þig Hrönnsla og þú ferð hvergi.

Takk Unnur og Hrafnkell ég er sammála ég væri að græða feita fjármuni ef þetta væri launað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 18:02

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er líka illa haldin af bloggmaníu. Tölvan og ég erum eitt.

Svava frá Strandbergi , 22.5.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband