Þriðjudagur, 22. maí 2007
LEIÐIN AÐ TITLINUM..
..er löng og slítandi. Í fegurðarsamkeppnum þarf mikið að leggja á sig til að hin raunverulega fegurð konunnar komi í ljós. Þrotlausar æfingar í ræktinni þar sem hver vöðvi, sin og taug eru þanin til hins ýtrasta en þar liggur stór hluti hinnar sönnu fegurðar konunnar falin. Þetta vita allir. Ekki má gleyma hinum ströngustu megrunarkúrum þar sem hver biti er vigtaður og er skemmst að minnast kálsúpunnar hennar Katýar í World Class sem nánast gekk af Lindu Pétursdóttur dauðri um árið. Þess minna af keppandanum þess betra og sigurlíkurnar aukast með hverju grammi sem tapað er. Meiköppið er stór þáttur í fegurð manneskjunnar, aðallega kvenna. Hún dregur fram hina sönnu fegurð sálarinnar eða réttara væri að segja að meiköppið í miklu magni felur óvelkomna fæðingargalla eins og raunveruleg andlit, minnkar nef og stækkar varir. Hreint dásamlegt fyrirkomulag. Leiðin að titlinum "Fegurðardrottning Íslands 2007" er þyrnum stráð og vörðuð blóði, svita og tárum.
"Leiðin að titlinum" er sjónvarpsþáttur sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Enn ein samkeppnin í fegurð er í startholunum. Ómægod! Flottar stelpur en glatað fyrirbæri og ég vildi óska að það væri almenn skoðun fólks að þær væru tímaskekkja.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Matur og drykkur, Sjónvarp, Spil og leikir, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þær eru tímaskekkja.......sjá mitt blogg "fegurðardrottning" :)
Eva Þorsteinsdóttir, 22.5.2007 kl. 15:33
ég hef gaman af því að hlæja að þessu og hef ekki tekið fegurðardrottningu alvarlega síðan Hófí vann þegar ég var 6 ára... það sorglega er samt þegar þessar stelpur fara í silíkon aðgerð fyrir eða eftir keppnina, ég VEIT um MJÖG MÖRG dæmi um það. Samfélagið er svo steikt og sjúkt.
halkatla, 22.5.2007 kl. 15:36
Ég er alveg samála þér Jenný , og að nenna að standa í þessu það er hræðilegt að þurfa að svelta sig svona ein og þær gera þetta er sjúkt. Svo finnst mér þær alveg eins í útliti.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2007 kl. 15:52
Las þína færslu AFTUR Eva, er reglulegur lesandi bloggsins þíns. Já við erum sammála stelpur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 15:56
Hehe Sammála jenný.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2007 kl. 16:03
þær eru nú alls ekki allar að svelta sig .... mér hefur alltaf fundist þessi keppni tímaskekkja en systir mín tók svo þátt í ungfrú reykjavík í vor og kom bara svaka vel út úr því með flott sjálfstraust og heilbrigðari lífsstíl. Mæli amk með því að fólk dæmi ekki stelpurnar sem taka þátt í þessu.
Bergrún Íris Sævarsdóttir, 22.5.2007 kl. 16:29
Að sjálfsögðu hefur gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sem fyrirbæri ekki nokkurn skapaðan hlut að gera með stelpurnar sem þátt taka. Þó ekki væri.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 16:31
Nei einmitt. Það er keppninn sjálf og fyrir hvað hún stendur sem er röng. Sammála ykkur í þvi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2007 kl. 16:43
nákvæmlega!
auk þess sem mér finnst aðstandendur keppninnar níðast á stelpunum sem taka þátt með því hvað það er ógeðslega dýrt inn á keppnina - fjölskyldur og vinir koma í matinn og á keppnina og borga 7400 kr. á haus fyrir það. Þetta er rosalega dýr pakki að standa í.
Bergrún Íris Sævarsdóttir, 22.5.2007 kl. 17:13
Ég þekki eina sem var beðin um að taka þátt í fegurðardrottning Íslands fyrir ca 3-4 árum. Sú stelpa er búin að vera í fimleikum síðan hún var lítil. Hún er með fallegan líkama, vel þjálfaða vöðva og í kjörþyngd. Hún var beðin um að fara í megrun. Hún neitaði og fór í ónáð. Þetta er tímaskekkja.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.