Leita í fréttum mbl.is

DRAUMUR UM STJÓRN OG MEÐFERÐIR

100

Mig dreymir undarlega þessa dagana.  Róleg krakkar mínir ég veit fátt leiðinlegra en frásagnir af löngum og ítarlegum lýsingum fólks á draumum, enda eru draumar fyrst og fremst tilfinning sem erfitt er að koma til skila.  Samt sem áður þá get ég ekki annað en brosað af draumavitleysunni.  Ég hef verið að blogga um stjórnarmyndunarviðræður og í fyrradag var ég að blogga um edrúafmælið mitt og sextugs afmælið hans Þórarins Tyrfingssonar.  Hehe þetta bloggsalat tók sig til og hertók mig í nótt með vægast sagt súrrealískum hætti.

Ég var í meðferð (OMG fallin í draumnum sko).  Vogur var í Ráðherrabústaðnum og yfirlæknirinn var Geir Hilmar Haarde (þetta var martraðarkennt).  Þórarinn sást hvergi.  Sennilega að halda upp á afmælið sitt og mér fannst nokkurn veginn eðlilegt að Geir hefði skipt um starfsvettvang en draumurinn gekk út á að fá viðtal við manninn.  (Þarna hef ég haft svo mikla samkennd með blaðamönnum en eins og allir vita þá fá þeir engin svör þrátt fyrir að hanga á húninum hjá Geir og ISG.)  Nú draumurinn flosnaði upp undir morgun.  Ég hafði ekki fengið viðtal við Geir en mig minnir að hann hafi gefið mér smellikoss á kinn og súkkulaðibita.

Án gamans þá er ekki til sá óvirki alki sem ég hef talað við sem ekki dreymir reglulega að hann detti í það.  Þeir draumar eru skelfilegir get ég sagt ykkur.  Líðanin er amk. jafn sterk og ég get ímyndað mér líðanina ef ég félli í raunveruleikanum.  Aldrei er ég eins fegin að vakna og eftir þær martraðir.  Mér er sagt að þetta sé óttinn við fall og afturhvarf til þess skelfilega raunveruleika sem ég í þessu tilfelli, hrærðist í áður en ég komst á snúruna.

Þrátt fyrir snjóskaflana fyrir utan gluggann (hehe) þá hljómar fuglasöngur hér um allt.  Ég á von á gestum um helgina frá útlöndum, Þórarinn Tyrfingsson er ennþá yfirlæknir SÁÁ, undirrituð er edrú sem aldrei fyrr og ég er næsta viss um að Geir Hilmar Haarde er ekki með læknispróf upp á vasann. 

Hver maður á sínum stað.  Allt er í himna lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

God is in his heaven and all is good in the world. Ég man eftir svona draumum þegar ég hætti að reykja fyrir 19 árum. Mig dreymdi reglulega að ég væri að reykja og vaknaði ævinlega kófsveitt og miður mín yfir fallinu.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.5.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nákvæmlega Steingerður.  Þetta er víst "lögboðinn" fylgifiskur.  Nú á ég eftir að drepa í.  OMG!

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987276

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.