Leita í fréttum mbl.is

KOSSASTJÓRNMÁL

111

Það er búið að vera mikið um kossa í stjórnmálunum undanfarið.  Bæði fyrir kosningar og núna eftir að stjórnarmyndunarviðræðurnar fóru af stað. 

Í kosningabaráttunni tók ég eftir miklum kærleikum milli stjórnarflokkanna.  Einkum og sérílagi myndbirtist þessi eldheita ást og gagnkvæm aðdáun í Kastjóssþáttunum þegar fulltrúar stjórnarflokkanna sátu saman með stjórnarandstöðuna gegnt sér.  Þá voru tímar hins andlega sleiks, alvöru opnur, það slitnaði ekki slefan á milli manna.

Núna eru tímar annars konar kossa.  Ég hef séð ISG og Þorgerði Katrínu kyssast, sem er ekki í frásögur færandi því ég þekki hana Sollu og hún er hlý og gefandi manneskja og ekki hittir maður hana öðruvísi en að fá knús.  Það sem hins vegar gerði mig kjaftstopp af undrun (eða því sem næst því mér verður sjaldnast orða vant) var þegar ég sá þau kyssast, þe ISG og Geir Hilmar Haarde!  Þetta er ekki eitthvað sem maður sér á hverjum degi.  Það eru KÆRLEIKAR með flokkunum.  Það er fínt.

Þessi stjórn mun ávallt heita KOSSASTJÓRNIN í mínum huga.

Smjúts á ykkur börnin góð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

var þetta ekki bara penn koss. Nokkuð óviðeigandi? Er ekki Sollu bara að takast að bræða stífelsis-strau-unina úr kallinum?

Jóna Á. Gísladóttir, 21.5.2007 kl. 16:18

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú bara svona vinarkoss en mér sýndist hann vera á munninn (OMG).  Jú hún er búin að gera bræðing úr karlinum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2007 kl. 16:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sá ekki þetta kossaflangs.  Kossastjórnin er bara gott heiti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.5.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.