Miðvikudagur, 16. maí 2007
MOSÓ-ALLT AÐ VERÐA VITLAUST
Ég hef nú ekki sett mig inn mikið inn í deilurnar um Álafosskvosina en nú finnst mér að þetta mál sé komið í þvílíkt tjón. Það virðist algjört stjórnleysi ráða gjörðum fólks þarna uppfrá. Ég sá einhvern talsmann Varmársamtakanna rífa niður grindverk af mikilli heift í sjónvarpinu í fyrradag og það gustaði aldeilis af manninum.
Nú er búið að skemma vinnuvélar. Það getur auðvitað verið hver sem er sem það hefur gert. Varmársamtökin hafa allavega fullyrt að þeir hafi ekki átt hlut að máli. Ég er sammála þeim að eina lausnin í málinu felist í íbúakosningu. Annars verður engin friður um málið.
Slakið á gott fólk.
Skemmdarverk unnin á vinnuvélum í Helgafellshverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 2987323
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Bíddu nú við Jenný. Gildir ekki það sama um þetta mál og Kárahnjúka? Hér er verið að framkvæma umhverfisslys að margra mati og fólk er að beita svipuðum aðferðum og VG þóttu þóknanlegar í baráttu gegn byggingu álvers og virkjunar fyrir austan, þeas. skemmdarverk á vinnuvélum og stöðvun á vinnu með ólöglegum aðferðum. Er þetta kannski í lagi af því að VG er í bæjarstjórn og framkvæmdirnar því á þeirra vegum?
Er annars sammála þér um íbúakosninguna. Það er eina lausnin til að koma á friði um málið.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 16.5.2007 kl. 18:14
ekki eertu alveg með, það er starfsmaður verktakans sem er að rífa grindurnar niður, ekki varmá samtökin, heiftin í verktökum og bæjarstjóranum er slík og ekki gat hún annað en beðið með framkvæmdir eftir alþingiskosningar, slík skýr hugsun xD gagnvart almenningi er tær, kemur sko ekki við þessi líður segja xD, til hamingju Moso með þennan hroka þingmann
tbee
tryggvi (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:31
Jamm ég var einmitt að hugsa um það í dag að á Alþingi setjast a.m.k. tvær frekjur sem engu eira. Það er Ragnheiður Ríkarðsdóttir og Kristján Þór Júlíusson, við skulum hafa í huga að eftir að hann varð bæjarstjóri á Akureyri var eilífur ófriður meðal starfsfólksins, og margar kærur m.a. vegna jafnréttismála. Þessi tvö eru vægast sagt mjög ákveðnar manneskjur, sem ekki hika við að valta yfir fólkið í kring um sig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2007 kl. 21:17
Guðmundur Ragnar við erum sammála um íbúakosninguna. Það hefði mátt sleppa þessum pillum varðandi VG. Hafði þá ekki einu sinni í huga þegar ég skrifaði færsluna.
Það er auðvitað ömurlegt að bíða með þetta verk þar til eftir kosningar. Oj
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 22:39
Þetta er mjög sérkennileg umræða. Ég sit í bæjarstjórn Mosfellsbæjar og vil taka fram að þetta lagnaskurðamál tengist lögnum ífrá hverfinu sem verið er að gera núna. Þessar lagnir þurfa að koma hvort sem tengibrautin verður að veruleika eða ekki og er sú framkvæmd ekki háð deiliskipulaginu.
Ég vil koma að nokkrum punktum um framkvæmdirnar við Álafosskvosina. Í skipulagmálum gilda lög sem bæjaryfirvöldum er gert að lúta og það hefur vissulega verið gert í þessu máli sem og samráð við íbúana. Ég hef staðið að baki þessa ákvarðana um uppbyggingu í Helgafellshverfinu og tengibrautarinnar, en bæði hverfið og tengibrautin hafa verið á aðalskipulagi í um aldarfjórðung. Að mínu mati þá hefur verið vandað til verka á undirbúningstímanum m.t.t. mögulegra umhverfisáhrifa, hámarkshraði lækkaður á tengibrautinni, brautin felld betur inn í landið og fjær Álfosskvosinnin en fyrra skipulag gerði ráð fyrir. Mosfellsbær kannaði einnig lögum samkvæmt hvort framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum.
• Á 770 fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 27. apríl 2006 var tekið fyrir erindi Skipulagsstofnunar sem samkvæmt lögum óskaði eftir umsögn Mosfellsbæjar varðandi tengibraut í Helgafellsland.
Umsögn Mosfellsbæjar sem send var Skipulagsstofnun:
Umrædd tengibraut í landi Mosfellsbæjar er í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar 2002-2024 og er nauðsynleg forsenda fyrir uppbyggingu á Helgafellslandi.
Að fráveitumálum verður staðið þannig að ekki komi til aukinnar mengunar í Varmá frá tengibrautinni. Áhrif brautarinnar á náttúru munu vera í lágmarki.
Uppbygging tengibrautarinnar í Mosfellsbæ mun fylgja uppbyggingu í landi Helgafells og er því gert ráð fyrir því að hún byggist upp í áföngum á næstu árum. Mosfellsbær telur því ekki að framkvæmdin muni hafa í för með sér þá umhverfisröskun að nauðsynlegt sé að fram fari mat á umhverfisáhrifum vegna hennar.
• Afgreiðsla bæjarráðs frá 770. fundi var staðfest á 442. fundi bæjarstjórnar þann 10. maí 2006, með öllum greiddum atkvæðum og þar á meðal atkvæði samfylkingarinnar
• Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum, en sú niðurstaða var kærð til umhverfisráðherra.
• Umhverfisráðherra staðfesti niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum í desember 2006.
Þessi niðurstaða var kærð til úrskurðarnefndar skipulags og byggingamála sem komst að þeirri niðurstöðu að ákæruatriði ættu ekki við, en taldi að samkvæmt nýjum lögum frá 2006 ætti að auglýsa deiliskipulagið með umhverfisskýrslu. Því var deiliskipulagið og framkvæmdaleyfið að 500 metra kafla tengibrautarinnar dregið til baka.
Það er svo annað mál hvort fók vill láta byggja í nágrenni við sig og sérstaklega þar sem þetta svæði hefur verið landbúnaðarsvæði hingað til. En nú er komið að uppbyggingu á þessum fallega stað sem er að mínu mati eðlileg þróun byggðar, en ég tek undir að yfirvöld á hverjum stað verða að leita leiða til að lágmarka rask og óþægindi þeirra sem fyrir eru, en í þessu tilfelli þá verður það vart gert með því að færa veginn inn í annað íbúahverfi fjær kvosinni þar sem kaupa þarf upp fjölmörg hús til að koma tengingunni fyrir.
Nú er verið að ljúka við umhverfisskýrsluna sem auglýst verður með deiliskipulaginu eins og nýju lögin um umhverfismat áætlana gera ráð fyrir og hafa þá íbúar á svæðinu enn á ný tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri. Hér er samantekt um málið og m.a. um kynningar og samráðsferlið.
Herdís Sigurjónsdóttir, 17.5.2007 kl. 10:09
Takk fyrir Herdís.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2007 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.