Mánudagur, 14. maí 2007
OG Í SKAMMARKRÓKINN FER...
... Öryggismiðstöðin og fær að dúsa þar lengi. Þetta fyrirtæki er svo smekklegt að það birtir sjónvarps- og blaðaauglýsingar sem skarta mynd af Lalla Djóns þar sem stendur "Hver vaktar þitt heimili?". Ég held að allir íslendingar þekki til ömurlegra aðstæðna Lalla og finni til með honum. Líf hans hefur verið erfitt frá því að hann vistaðist á stofnunum fyrir börn og síðan unglinga. Flestir þekkja þá hörmungarsögu margra fórnarlamba eftir ítarlega umfjöllun fjölmiðla og þá helst Kastljóss. Að slá sér upp á neyð annarra, misnota sér aðstæður fólks, er klárt siðleysi og mér þætti gaman að vita hvað þeir hafa borgað Lalla fyrir viðvikið. Ég vona að þessar auglýsingar segi meira um fyrirtækið en Lalla. Ég leyfi mér að trúa því að fólk vilji ekki skipta við svona menn.
Svo var nú það.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2986832
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þvílíkur siðferðisbrestur! Og það hjá fyrirtæki sem gengur út á að fá kúnnann til að treysta því fyrir eigum sínum. Mér finnst það nú bara vera að vinna gegn eigin hagsmunum með svona auglýsingu fyrir utan það hvað þetta er ljótt
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 01:25
Ég er að vona mín kæru að búmmerangeffektinn fari í gang og þeir fái þetta í hausinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 01:46
Ég hef sjaldan eða aldrei séð eins viðbjóðlega lágkúru. Ekki syrgði ég þó þetta fyrirtæki steyptist strax á hausinn.
Sigurður Sveinsson, 14.5.2007 kl. 03:55
Þarna fór öryggismiðstöðin algjörlega með það! Missa stóran kúnnahóp og það er gott á þá!!
Ester Júlía, 14.5.2007 kl. 08:18
ég get eiginlega séð báðar hliðar á þessu. Er ekki svo viss um að þetta sé svona svakalega hræðilegt.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.5.2007 kl. 10:10
var alls ekki búin að tjá mig svo hér kemur framhaldið.... Lalli er orðinn þjóðþekktur maður. Við vitum hver hann er. Vinalegt andlit. Kannski er hugsunin á bak við þessa auglýsingu að benda á að þó að við séum ekki í US með brjálaða glæpamenn á hverju strái þá séu þeir þó nokkrir svona út í þjóðfélaginu.. eins og Lalli (vonandi var). Lítilmagnar sem hafa orðið fíkninni að bráð sem brjótist inn hjá fólki til að fjármagna neyslu og til að draga fram lífið á götunni. Kannski var Lalli meira en happy að sitja fyrir og þyggja peninga fyrir. En ég er nú bara svona að velta þessu fyrir mér. Hef auðvitað ekki hugmynd um hvað er á bak við þetta.
Jóna Á. Gísladóttir, 14.5.2007 kl. 10:19
Trúðu mér Jóna það er ekki svona djúpar pælingar að baki þessari auglýsingu. Þarna fá þeir mann sem allir þekkja, við vitum að hann hefur sífellt brotið af sér. Þetta er bara ljótt. Sé enga hina hlið nema þá að þeim hjá Öryggismiðstöðinni finnst þetta sniðugt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 10:23
Kommon! Hvað er svona svakalegt við þetta??? Var einmitt að skrifa færslu þar sem ég dissa Ómar fyrir svona skrif. Skil barasta ekki hvað ykkur finnst svona svakalegt við þetta. Ekki oft sem Lalli fær séns á að vinna sér inn heiðarlegar krónur
Heiða B. Heiðars, 14.5.2007 kl. 12:10
Hvað er eiginlega að gerast....fyrst var komið alveg svakalega illa fram við Lalla í Kastljósinu v. Breiðavíkurmálsins, þar sem að viðtalið var gert að einhverju video-arti! (Var ekki hjá hinum viðmælendum) og svo núna í þessari auglýsingu. Er búið að gefa skotleyfi á manninn? Má gera hvað sem er og segja hvað sem er, bara af því að þetta er Lalli Jóns? Mikið rosalega er til mikið af illa innrættu fólki á Íslandi
Ósk Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 12:31
Það er alltaf ljótt að nýta sér eymd annarra. Í hverju svo sem sú eymd er fólgin!!!!!
og hana nú
Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 12:38
Heldur þú að það sé spurning um það Heiða? Að vinna sér inn nokkrar krónur. Ég myndi ráðleggja þér að hugsa aðeins lengra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 12:46
Nei... þetta snýst um ýmislegt fleira og misjafnt eftir því hvort við erum að tala um Öryggismiðstöðina eða Lalla.
Hvað Öryggismiðstöðina snertir þurfum við ekkert að velta því fyrir okkur um hvað málið snýst... þeir eru í business og eru að höfða til hugsanlegra viðskiptavina.
Veit ekki út frá hverju þú hugsar þetta..en ég þori nánast að hengja mig upp á að Lalli og fjölskylda hans eru ekkert ósátt. Lalli fær að vinna sér inn nokkrar krónur á heiðarlegan máta..sem er fínt. Og ekki leiðist honum athyglin því get ég lofað þér.
Annars skrifaði ég um blogg Ómars og þar kemur mitt sjónarmið nokkuð skýrt fram
Heiða B. Heiðars, 14.5.2007 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.