Sunnudagur, 13. maí 2007
DRYKKJUHVATNING UM HÁBJARTAN DAG!
Sjónvarpsdagskráin "Dagsbirtan" væntanlega með vísun í Birtu þeirra DV manna sem lagði upp laupana í fyrra hefur komið fram á sjónarsviðið. Dagskrá þessi er alveg ótrúleg að gerð, textinn eins og ómálga barn hafi séð um hann en þessu gerði hin stórskemmtilega www.skessa.blog.is góð skil í síðustu viku. Það var ekki annað hægt en að hlægja sig máttlausan að lélegu orðfæri þess sem blaðið skrifar. Nú í þessari viku halda bommerturnar áfram í blaðinu en nú m.t.t. efnis blaðsins (rithátturinn er enn með ólíkindum) og mér er spurn hvort það er allt í lagi með þá sem að blaðinu standa. Er þetta einn stór brandari eða er þarna fólk á ferðinni sem ætti heldur að BERA út Dagsbirtuna í staðinn fyrir að skrifa í hana?
Það sem vakti athygli mína var umfjöllun um Júróvisjón, aðallega tillögur að Júróvisjón partíleikjum. Ég hefði nú verið búin að blogga um þetta fyrr en kosningarnar hafa tekið hug manns allan. Ég hef ekki farið í launkofa með að ég er óvirkur alki, enda engin ástæða til. Það þýðir þó ekki að ég sé fanatísk gagnvart áfengi en ég veit af eigin raun og þekki til að misnotkun á áfengi krefst ótrúlegra mannfórna í samfélaginu og tekur fjölda lífa með beinum eða óbeinum hætti á hverju ári. T.d. hef ég á s.l. tveimur árum misst nákomna vini sem beinlínis hafa dáið af völdum fíknisjúkdóma. Það er sorglegra en tárum taki. Samfélagið okkar er mjög áfengistengt og mér hefur ekki fundist skorta hvatningu í þá átt að fá fólk til að fá sér í glas. Tilhneigingin ætti fremur að vera að draga úr neyslu þess einfaldlega vegna þess að ofdrykkja er mikið vandamál meðal stórs hóps fólk.
Þess vegna varð ég kjaftstopp þegar Dagsbirtan hvetur til ofneyslu áfengis á mjög opinn og frjálslegan máta. Á maður að hlægja eða gráta? Kona spyr sig.
Gjörsvovel, hér kemur hvatningin:
"Partýleikir. Leikur 1
Skrifaðu niður heiti allra landanna sem eru með í úrslitum á miða og láttu gestina draga miða þegar þeir koma inn.
Leikurinn gengur út á það að þegar þitt land fær stig þá drekkur þú jafn marga sopa og stigin sem landið fékk.
Svo er hægt að hafa allskonar leikfléttur, til dæmis að sá sem fær 12 stig tekur eitt skot () Þeir sem fá 10 stig og 12 stig geta líka gefið öðrum af sínum sopum. En hafa skal í huga að ekki er æskilegt að gefa ALLA sopana heldur kannski hafa sem reglu að þú verðir að eiga fyrstu 6 sopana."
Vá vesalings þeir sem lenda á efstu löndunum. Þeir koma til með að verða FULLIR! Maður getur reiknað út sjússa fram og til baka. Hvað um það, er þetta fólk sem skrifar í blaðið komið með aldur til að fara í ríkið? Ekki nóg með að þetta sé ósmekklegt heldur er þetta með plebbalegri uppástungum sem ég hef lesið um lengi hvernig á hafa gaman saman. Það er auðvitað "dagsljóst" að þeir sem drekka áfengi í hófi munu ekki fara í ofannefndan leik eða leiki svipaða þessum.
P.s. Greinarhöfundur ráðleggur fólki sem ætlar að hafa áfengi um hönd (ef áfengi SKYLDI haft um hönd) þá er best að vera búinn að koma börnunum fyrir. OMG ætli það kvikni alltaf í eða húsið hrynji um leið og sá sem heldur á pennanum fær sér í glas?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Matur og drykkur, Spil og leikir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 2987164
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég verð að fara að sjá þetta blað, Dagsbirtu! Hafði einhverra hluta misst af færslu Heiðu Skessu um blaðið en las það áðan mér til mikillar gleði. Fyrir utan allar skelfilegu villurnar þoli ég ekki þetta staðalímyndakjaftæði, allar konur vilja kúra, allir karlar vilja ljúka sér af ... Svipað og kók núll auglýsti svo grimmt og pirraði bæði karla og konur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2007 kl. 15:06
Þegar ég les þvælu í blöðum í svipuðum anda og þessi dettur mér alltaf fyrst í hug hvað það er sem fær þá sem ritstýra til að ímynda sér að það SKORI með svona nokkru. Pathetic!!!! Annars, Takk Jenný fyrir kommentið hjá mér áðan, sem fékk mig til að kommenta á móti ... um meðvirkni. Kannski er þetta hér fyrir ofan ekki síður birtingarmynd samfélags sem verður stundum svo bullandi meðvirkt í þessu rugli öllu um töffheitin kringum ofdrykkju, það virðist sem ofneysla hætti að heita því nafni um leið og búið er að setja hana í þennan búning.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 15:29
Verst er að ef þessi fáránlegi texti höfðar til einhvers þá er það til krakkanna. Skömm að þessu. Fær mann einmitt til að velta því fyrir sér á hvaða aldri ritstjórinn er.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2007 kl. 16:16
Ferlega asnalegt að þurfa að tengja drykkju öllum atburðum. Íþróttir ofl.ofl. allt byggist á því að detta í það þegar búið er að sigra eða tapa eða bara eitthvað bölvað böl.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 18:01
ójá margur maðurinn hefur komið óorði á vínið....
Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2007 kl. 18:23
Já þetta höfðar nefnilega til krakka. Hrönn mín ég segi alltaf að vínið hafi komið óorði á margan manninn!. Smútsj.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 18:28
Smjúts til þín Jenný mín og til hamingju með góðan sigur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2007 kl. 19:32
Þetta blað er skandall og metnaðurinn í sögulegu lágmarki - var þó ekki úr háum söðli að detta fyrir viðkomandi.
Legg til að nafni þessa aulapésa verði réttilega breytt í "Brjóstbirtan" - liggur það ekki beinast við?
Jón Agnar Ólason, 13.5.2007 kl. 20:53
Hehe Jón Agnar Brjóstbirtan væri nærri lagi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2007 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.