Leita í fréttum mbl.is

OG HÚN HRASAÐI OG DATT

22

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Stöð 2.  Framsókn heldur áfram að minnka og hverfa en Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætlega sjó.  Vinstri græn fengu 11 þingmenn og Samfylkingin 19.  Mikið rosalega er þetta að verða spennandi.  Vinstri stjórn eftir kosningar er að verða vel raunhæfur möguleiki.  Ég hlusta nú ekki á svona kjaftæði eins og það sem kom fram hjá álitsgjöfurunum á Stöð 2 í kvöld um að það hafi verið eitthvað daður á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar þe Sollu og Geirs.  Það var alla vega ekki í MÍNU sjónvarpi.

Nú brettum við upp ermar á lokasprettinum.  Ég hlakka til kosningadags og til útkomunnar sem ég er viss um að verður okkur VG í hag.  Og svo hlakka ég til að lífið komist í eðlilegt horf eftir alla pólitíkina sem hefur heltekið mann meira og minna frá því í fyrra.

Gúddnætbeibís!


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Já nú fer mér að þykja þetta spennandi þar sem ég hef ákveðið mig. Alltaf skemmtilegra að halda með einhverjum . Það verður líka gaman að fylgjast með blogginu eftir að allt er um garð gengið og sjá hvað mestu pólitíkusar-bloggararnir fara að blogga um. Kannski bara áfram um pólitík. Ég nebblega byrjaði að blogga eftir að kosningafjörið byrjaði og veit því barasta ekki hvernig útlitið er hér inni nema svona rétt fyrir kosningar.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.5.2007 kl. 00:49

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Af hverju er Alþingishúsið sýnt bakdyramegin þegar þessi tíðindi eru annars vegar? Mér er spurn Læðast Geir og félagar út bakdyramegin þegar þeir hætta eða hvað? Er kannski mbl að gefa í skyn að vinstristjórn sé allt í rassgat??? Mér finnst þetta alveg svara vert!!! Laumuáróður? Hmm.

Annars er þetta skemmtilegt, mér finnst samt of hátt hlutfall sem svarar ekki. Finnum það fólk og förum með því í kjörklefann annars kýs það bara framsókn.

Laufey Ólafsdóttir, 10.5.2007 kl. 01:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við munum hafa þetta á lokasprettinum Jenný mín.  Kaffibandalagið mun vonandi verða að veruleika. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2007 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband