Leita í fréttum mbl.is

GÆTI KJÖRDAGUR KOMIÐ EKKI SEINNA EN STRAX!

22

Ég og húsbandið vorum að ræða komandi kosningar áðan, í fullu bróðerni auðvitað því við erum sammála um flest mál og kjósum sama flokk.  Annars yrði tæpast líft á heimilinu.  Ég er svo mikill tilfiningavöndull þegar eitthvað stendur mér nærri hjarta og ég næ rosalega öflugum toppum í dramatíkinni þegar mér er mikið niðri fyrir.  Jabb ég þarf sem betur fer ekki að hafa áhyggjur af því að ég tryllist við húsbandið.  Sjúkkitt.  Ég á það hins vegar til að rífast við sjónvarpið, úa og vía allt eftir því hvort mér hugnast málflutningurinn eður ekki.  En við húsbandið vorum sum sé að ræða kosningarnar og vorum sammála um að þær væru frekar dauflegar að þessu sinni.  Erum við ein um að finnast að það vanti slagkraftinn sem oft geysar fyrir kosningar?  Borgara- og framboðsfundirnir  í sjónvarpinu hafa ekki náð neinum hæðum og mér finnst vanta almennilegar umræður.  Nú hvað um það ég get svo sem ekki kvartað.  Minn flokkur (VG) hefur staðið sig vel eins og alltaf og ég þarf ekki að velkjast í vafa um hvað ég ælta að kjósa.  En ég er undirlögð af kosningaskjálfta og það er heilagur sannleikur.  Hárið á mér verður farið að standa sjálft þegar laugardagurinn rennur loksins upp.  Í síðustu kosningum var ég rall full enda bullandi virkur alki á þeim tíma og öll skemmtilegheitin fóru fram hjá mér.  Nú er annað uppi á teningnum. Ég geng alsgáð til kosninga (hehe).

Ég sá kynningarþætti stjórnmálaflokkanna í sjónkanum í kvöld.  Þe VG og Sjálfstæðisflokks.  VG voru fyrstir og það var talað við Steingrím, Guðfríði Lilju, Katrínu og Benedikt Davíðsson.  Þessi þáttur var fróðlegur, hlýr og skemmtilegur.  Alveg eins og ég upplifi flokkinn.  Svo kom íhaldið.  Geir Haarde (frjálslegur til fara en hann hafði farið úr jakkanum en var með bindið upp í háls) notaði þessar 15 mín. sem hver flokkur hefur,  til að vera í drottningarviðtali hjá Kolbrúnu Bergþórsdóttur.  Ég fer ekki ofan af því að Geir er hinn ljúfasti maður en þetta form er svo hundleiðinlegt.  Maður ætlar að sofna. Þá vil ég heldur svona opinn, frjálslegan og félaglslegan þátt eins og VG voru með.  Að vísu kinkaði spyrillinn dálítið mikið kolli en ég leiddi það nú bara hjá mér.  En þarna kristallaðist munurin á þessum tveimur flokkum. Íhaldið er með bindi eins og það leggur sig og í Armanijakkafötum.  Karlalegasta ímynd sem hægt er að hugsa sér.  Hefði verið gaman að sjá og heyra Þorgerði Katrínu. Flokkurinn er svifaseinn og ekki vænlegur til breytinga.  Sú ímynd skilaði sér fullkomlega í þessum þætti.  Ég bíð brjálæðislega spennt eftir Framsókn og hvað þeir gera með sinn þátt.  Úje.

Við VG erum sigurviss.  Það sem meira er þá erum við sigurviss fyrir hönd beggja vinstri flokkana.  Nú er bara að krossa fingur og bíða þolinmóður með miklu æðruleysi fram á kjördag.

Gúdnætgæs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Jafn ljónheppin og þú, með gott fólk allt í kring um mig, allir á heimilinu mjög vinstri grænir og mikill hluti stórfjölskyldunnar líka auk mjög margra góðra vina. Og við munum vinna, spurningin er aðeins hversu stóran sigur. Langaði í kosningar fyrir átta vikum, en fegin að það er orðið stutt í þær. Missti af þáttunum en eflaust er hægt að kíkja á þá á netinu, ekkert hissa á muninum. Það er gaman og auðvelt að vera vinstri græn. Og hvað sem Geir er nú vænn maður (það er hann vissulega) þá er bara svo margt sem þarf að laga í stefnu núverandi ríkisstjórnar að ég held það sé ekki hægt að endurhæfa Sjálfstæðisflokkinn nógu hratt. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.5.2007 kl. 01:39

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna mín íhaldið er jafn stórhættulegt í mínum augum og alltaf áður, jafnvel hættulegra núna eftir 16 ár við völd.  Geir er eins og við segjum ágætis karl en hættan á að íhaldið fari áfram í stjórn er skelfileg.  Smútsj.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 08:32

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Sammála þér með  þáttinn í gær, okkar fólk kom rosalega flott út, enda frábært fólk þar á fer'

Sædís Ósk Harðardóttir, 8.5.2007 kl. 08:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sá ekki sjónvarpið í gær. Er samt viss um að þið hafið rétt fyrir ykkur.  Ég er líka komin með svona skjálfta og störu.  Mér finnst svo mikið í húfi að þessi ríkistjórn fái reisupassann sinn.  Að ég verð glöð við hvern þann sem kýs annað en B og D. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband