Leita í fréttum mbl.is

"NO COMMENT"

04

Sumir bloggarar vilja ekki gagnvirk samskipti á blogginu sínu.  Þú mátt ekki skrifa komment hjá þeim.  Þetta fer rosalega í taugarnar á mér, sérstaklega þegar viðkomandi bloggarar eru að skrifa umdeilda pistla og messa yfir okkur hinum.  Hvað ætli valdi?  Gæti verið þetta tvennt t.d.:  Hroki, löngun til að messa yfir lýðnum án þess að hafa nokkurn áhuga á að fá viðbrögð.  Þeim bloggurum bendi ég á dagblöðin.  Og gæti verið hræðsla við að heyra sannleikann frá gestum síðunnar. Svo má vera að þetta séu báðir þessir þættir.  Ég fer bara einu sinni inn á þessar síður.

Björn Bjarnason og Björn Ingi Hrafnsson messa yfir okkur og hafa ekki nokkurn áhuga á að fá viðbrögð við skrifum sínum.  Þegar þessir tveir eiga í hlut er ég ekki hissa. 

Blaða- og fréttamennirnir Ingvi Hrafn Jónsson og Eiríkur Bergmann sjá ekki ástæðu til að vera að leyfa fólki að segja skoðanir sínar.  Kannski gamall vani úr bransanum.  Ég tala þú þegir.  Arg.

Svo er það nýasta hittið á blogginu, talsmaður Impregilo, Ómar R. Valdimarsson.  Hann tók sig til og lokaði á athugasemdir um sama leyti og eitrunarmálin voru í fullum gangi uppi við Kárahnjúka.  Ég er ekki hissa á því.  Mér finnst það í stíl við stefnu þess fyrirtækis sem hann er talsmaður fyrir. Ekki ónýtt fyrir subbufyrirtækið Impregilo að hafa Ómar R. Valdimarsson sem talsmann.

Ég hef ekki enn rekist á konu sem ekki leyfir athugasemdir á blogginu í dag.  Eru konur lýðræðislegri í þankagangi en karlmenn?  Neh getur það verið?  Ætla ekki að alhæfa neitt um það.

Þessi valmöguleiki, þe að hafa lokað fyrir komment er auðvitað leyfilegur og menn í fullum rétti.  Það er óumdeilanlegt.  En bloggið er skemmtilegt vegna gagnvirkni þess.  Það er hluti af gamaninu að geta sett inn athugasemd þegar maður er á daglegri yfirreið sinni um bloggheima.  Þessir menn vita ekki af hverju þeir eru að missa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Alveg sammála. Skrýtin aðferðafræði að leyfa ekki lýðnum að tala. Það er eitthvað pínulítið prinsessulegt við slíka hegðun... Enda eru þetta allt einmitt svona prinsesur Ég veit t.d. að ef Sóley og Katrín Anna lokuðu allt í einu fyrir athugasemdir hjá sér þá yrði allt brjálað! Ímyndaðu þér uppþotin í þjóðfélaginu!!!

Laufey Ólafsdóttir, 4.5.2007 kl. 10:41

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þær lokuðu á óskráða á tímabili vegna sóðaskapar í orðavali og hatursfullra kommenta.  Það VARÐ allt brjálað.  En það er sniðugt að gera bara eins og ég.  Ef einhverjir perrar eru að subbast í mínu kommentakerfi þá þurrka ég þá út og loka á þá. Heyrðu er ekki meil á leiðinni kona?

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 10:49

3 identicon

sæl Jenný, ein spurning bara, hvers vegna þarftu að "gera athugarsemd" við annað blogg á þeirri síðu þegar þú hefur miklu sterkara vopn sjálf þ.e.a.s. ÞITT EIGIÐ BLOGG, þar sem þú getur "ausið" úr öllum þínum skálum yfir þessum bloggurum. Sjálfur er ég ekki bloggari og hef ekki fyrir vana að skrifa athugasemdir, hef þó gert það 3 sinnum í ólika blogg. Lifði vel.

Guðjón Bjarnason (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 10:58

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Ég prófaði þetta líka   en ég fekk ekkert svar á  móti ég skil ekki  svona  er þetta fólk svona snoppað að það getur ekki svarað eða eins og þú sagðir með hroka , það er leiðinlegt  að fá ekki komment frá þessu fólki  kannski lítur það bara

svona stórt á sig.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.5.2007 kl. 11:00

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Einmitt, ég geri það sama, kemur örsjaldan fyrir. Leyfi því samt stundum að standa því finnst það oft lýsa sjálfum þeim betur en nokkru öðru og styrkja málstaðinn ef e-ð er! Stoppaði líka einu sinni af hanaslag sem var málinu óviðkomandi... dísös!

hmmm... ég sendi þér meil í gær! Fékkstu það ekki? Gáðu!

Laufey Ólafsdóttir, 4.5.2007 kl. 11:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta eru skrýtnar skrúfur.  Annað hvort er sjálfsálitið ekki mikið, eða þeir hafa ekki nógu góðan málstað.  Eða trúa ekki nógu mikið á hann allavega.  Það er nefnilega oft mest áberandi það sem menn segja eða gera ekki !!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2007 kl. 11:05

7 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála þér.  Það að leyfa ekki athugasemdir sýnir veikleika það þýðir væntanlega að þessir menn treysta sér ekki í rökræður við almúgann.  

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 4.5.2007 kl. 11:06

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guðjón minn ég er svo skrifin að ég verð að fá að bregðast við þegar ég les pistla.  Alls ekki alltaf en stundum liggur þannig á manni bæði til gleði og hryggðar.  Takk fyrir að gera athugasemd hjá mér!

Já stelpur annað hvort treysta þeir sér ekki eða hafa engan áhuga á samskiptum við lesendurna.  Jafn slæmt hvorutveggja.  Ég les frekar dagblöðin.

Smútsj, öll

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 11:29

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já ég fékk það sendi til baka og bíð nú eftir svari.  Flýta sér darling.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 11:30

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er frekar undarlegt. Það er mjög leiðinlegt að fá nastí athugasemdir en c´mon, maður getur þá hent þeim út ef þannig vill til.

Eigum við ekki bara að hætta að lesa þær síður sem leyfa ekki komment?  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.5.2007 kl. 11:30

11 identicon

Mér þykir skárra að loka alveg fyrir athugasemdir en að loka bara fyrir óskráða.  Ég blogga annarsstaðar en á Moggablogginu en ég leyfi Moggabloggurum að kommenta hjá mér, án nokkurra hindrana eða heimskulegra tölvupóstsstaðfesinga eins og ég þarf að standa í til að kommenta hér.  M.a. þess vegna kommenta ég sjaldan á hið innræktaða Moggablogg.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 11:55

12 identicon

er það ekki bara að sniðganga þá þessar bloggsíður,sem leyfa ekki comment.  ég hætti t.d  alveg að  að skoða síðunna hjá ómari eitraða eftir að hann læsti sínu. er ekki einn hlutinn af því að blogga að fá eitthvað feedback?

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 12:05

13 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Innræktað? Maður er náttúrlega að setja inn skoðanir og persónuupplýsingar undir nafni og andliti. Lágmarkskröfur sem maður getur gert eru að viðkomandi gefi upp nafn og tölvupóstfang ef hann vill kommenta. Engin skerðing á persónufrelsi þar. Margir bregða líka á það ráð að opna blogg bara til að geta kommentað...

Jenný mín! Ég er búin að senda þér 2 pósta og ekkert svar. Er tölvupóstpúkinn að stríða okkur eitthvað? Prófaðu að senda á addressuna á síðunni minni. Smjúts *

Laufey Ólafsdóttir, 4.5.2007 kl. 12:11

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég sniðgeng þær auðvitað eins og ég segi í pistlinum mínu.  Fer bara einu sinni inn á þessar síður.  En Björgvin Valur þarf maður að staðfesta þegar maður er óskráður? Það vissi ég ekki. Það er ves.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 12:11

15 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hjartanlega sammála þér í þessu.

Sædís Ósk Harðardóttir, 4.5.2007 kl. 12:13

16 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Kannski þola þessir menn lítið áreiti?

Það sýnir karakter að leyfa komment á blogg síðuna sína:)

Flott umræða:)

Bjarki Tryggvason, 4.5.2007 kl. 12:31

17 Smámynd: Hugarfluga

Right on spot, sistah! Bloggarar með 'brjálaðar' skoðanir sem leyfir ekki gagnvirkt spjall og álit á blogginu sínu eru "fræðslupúkar" eins og einn lítill vinur minn orðar það svo skemmtilega.

Hugarfluga, 4.5.2007 kl. 12:53

18 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Ég er sammála því að kommentlausir bloggarar eru heiglar í flestum tilvikum en ekki þegar um opinberar / frægar persónur er að ræða. Fólk sem er í sviðsljósinu fær komment frá miklu fleira fólki heldur en hinn almenni meðaljón því fólk virðist finnast það knúið að svara þeim sem eru í framlínunni. En þegar menn eru í forsvari fyrir flokk, fyrirtæki, stofnun, málstað að þá getur það verðið skaðlegt fyrir viðkomandi samtök/rekstur að fá óviðeigandi komment á óviðeigandi stundu. Hverjum og einum er frjálst að blogga um viðkomandi færslur en að skilja eftir svör og jafnvel óviðeigandi skilaboð á borð við perraskap getur verið skaðlegt. Ég vona innilega að stjórnmálamenn og stjórnendur fyrirtækja hafi betri hluti við tímann sinn að gera heldur en að vakta komment á bloggsíðunni sinni. En ekki er gott að hindra að þeir komi sínum boðskap á framfæri.

Gæti verið sniðugt að fólk geti kommentað án þess að það birtist svo að viðkomandi bloggari fái a.m.k. skilaboðin án þess að alþjóð sé það sýnilegt. Þá geta jafnvel komið góð andsvör sem hann sjálfur kýs að birta og rökræða ???

Helgi Þór Guðmundsson, 4.5.2007 kl. 12:53

19 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég hef opið fyrir alla hjá mér til að gera athugasemdir enda finnst mér þær vera alveg hinn helmingurinn af hverju bloggi. Hló einmitt með sjálfri mér í síðasta skipti sem ég las bloggið hans Binga..ég nefninlega nenni ekki fólki sem vill bara röfla yfir hausamótunum á mér og heldur fyrir eyrun á sér og augun á meðan....þegar hann skrifaði í bloggið sitt að hann fengi svo gasalega góð viðbrögð við því sem hann væri að skrifa um og mikinn stuðning við hugmyndir sínar..blebleble....frá fólki utan úr bæ væntanlega. Þarna hefur hann heilmikið pláss fyrir heimatilbúið hrósið en þeir sem hugsanlega hefðu eitthvað á móti hans skrifum að segja hafa ekki aðgang. Smart ha??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 12:54

20 identicon

Hvað er að??!!

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 12:57

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég eyddi út einum óskráðum sem klæmdist all svakalega og svo lokaði ég á einn leiðindapúka sem stöðugt var tuðandi.  Áskil mér rétt til að loka ef fólk fer yfir velsæmismörk.  Einfalt mál. 

Ég er ekki sammála því að "þekktir" einstaklingar séu í annari aðstöðu en hinn almenni bloggari.  Ef svo er og þeir treysta sér ekki í dansinn þá eiga þeir að skrifa í blöðin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 13:00

22 identicon

Ég kommentaði hér áðan og þurfti að bíða eftir tölvupósti með veflsóð sem vísar mér á staðfestingasíðu og þegar ég hef farið þangað, birtist kommentið.  Hinsvegar geta síðueigendur tekið þennan möguleika af og þá birtist kommentið samstundis.  Þarf að gera það aftur núna.

Mér þykir ekkert að því að gefa upp nafn en mér þykir óþarfi að gefa upp tölvupóstfang.  Þess er yfirleitt ekki krafist á erlendum síðum enda er persónuvernd á fáum stöðum á lgæra plani en á Íslandi.

En svo hljóta viðkomandi bloggarar að mega ráða hvort þeir leyfa komment eður ei - þau sem eru ósátt við þá ráðstöfun sniðganga þá bara þær síður.  En í guðanna bænum hættiði að væla yfir því á meðan þið eruð með leiðinda hindranir á komment hjá ykkur. 

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 13:01

23 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mér finnst mjög skemmtielgt að fá komment á mín skrif og hef gaman af að segja mína skoðun.  En þeir sem svari bloggi dæma sig sjálfir, þ.e. ef þeir eru með óréttmæla ádeilu þá fellur það um sjálft sig og þeir sem eru málefnalegir vekja hjá manni áhuga.  Samt finnst mér þeir sem eru að senda inn athugasemdir og koma ekki fram undir nafni ekki mjög trúverðugir.  En auðvitað verður hver og einn að sinna sinni lund.

Ester Sveinbjarnardóttir, 4.5.2007 kl. 13:02

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þarf að athuga með þetta BV.  Vissi ekki að stillingin væri svona.  Fer í málið og vona að ég kunni á þetta. Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 13:05

25 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sóley Tómasar hefur nú verið þekkt fyrir það að banna menn eða eyða út athugasemdum. Náttúrulega lang best að hafa bara útvalda til hylla mann eigin skrif.

Fannar frá Rifi, 4.5.2007 kl. 13:11

26 Smámynd: Eysteinn Ingólfsson

Sammála, sniðgöngum svona síður en fólk sem commentar verður líka að sýna kurteisi þegar það commentar. Það er ágæt þumalputtaregla að ímynda sér hvort maður mundi segja það sem maður ætlar að skrifa auglitis til auglitis við viðkomandi, það á ekki að gefa neinn afslátt af kurteisi þó að um blog sé að ræða.

Eysteinn Ingólfsson, 4.5.2007 kl. 13:18

27 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Sammála þessu Jenný. Ég er hættur að nenna fara inná þessar síður sem leyfa ekki skoðanaskifti.

Kristján Kristjánsson, 4.5.2007 kl. 13:18

28 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það þætti skrítin skrúfa sem labbaði um bæi og talaði mikið, en svaraði engu.

Þetta er eins með bloggara sem loka á skoðanaskipti, þeir elska hljóminn af eigin rödd og dáðst að eign skrifum.

Leifið þeim bara að vera í sýnum heim, að tala við sjálfan sig, það er þeim bara hollt og gott.

 

Virðum einkamál þeirra og látum þá bara í friði, kannski er þetta bara þeirra leið til að halda sálgæslukostnaði niðri, og þeir nota bloggið bara sem ódýra samtalsmeðferð.

 

Hver veit

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 4.5.2007 kl. 13:36

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fannar frá Rifi!  Er eitthvað athugavert við að fólk taki út dónalegar og niðrandi athugasemdir.  Það er kannski í lagi með alla aðra en ekki Sóleyju.  Hví???

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 13:47

30 identicon

Hjartanlega sammála.  Ég hef farið aðeins inná moggabloggið til að lesa um ýmis mál.  Síðan hef ég reynt nokkrum sinnum að setja inn athugasemdir en get það ekki þar sem ég er sjálfur ekki skráður fyrir slíkri bloggsíðu.  Ég hef akkúrat engan áhuga á að setja upp bloggsíðu, allra síst moggabloggsíðu.  Ég held að þetta sé bara hræðsla í mönnum.

Jón Árnason (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 13:57

31 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er ekkert af því. En þegar fólk tekur út andmæli eða rök gegn manns eigin málstað þá er eitthvað að.

Fannar frá Rifi, 4.5.2007 kl. 15:33

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi Dúa ertu að verða atvinnuröflari í kommentakerfinu mínu? eða hryðjuverkakona?

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 23:47

33 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já hver þarf óvini sem á .......?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.5.2007 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.