Leita í fréttum mbl.is

NOKKRAR SKOÐANAKANNANIR Í VIÐBÓT OG SVO..

 18

..bara búið ef ég fengi að ráða.  Skoðanakannanir hellast yfir okkur á hverjum degi nú fyrir kosningar og maður hefur ekki við að fylgjast með.  Nú veit ég að í sumum löndum eru kannanir bannaðar í x daga fyrir kosningar.  Væri ekki ráð að fara aðeins að skoða hvort ekki megi aðeins slaka á svona á lokametrunum?  Auðvitað er gott að vera meðvitaður um hvert þjóðarsálin stefnir hverju sinni en þetta fargan er orðið ansi mikið af því góða.  Ég er ekki á móti því að við fáum skoðanakannanir en þetta er nú að æra óstöðugan.

Ég sá könnun í Mogganum í morgun þar sem stjórnin heldur velli.  Það fór um mig hrollur.  Mér finnst eins og svo mörgum öðrum að nóg sé komið af samsulli íhalds og frammara.  En við fáum væntalega þá stjórn sem við eigum skilið.  Er það ekki bara?  Reyndar hafa Jón Sig. og fleiri framsóknarmenn lýst því yfir að þeir muni ekki vera með í stjórn tapi þeir stórt í kosningunum núna.  Má treysta því?  Það er verulega ólýðræðislegt að flokkur með fylgi Framsóknarflokks sitji í helmingaskiptastjórn eins og verið hefur.  Ég held hins vegar að sveiflan til vinstri sé alltaf að stækka, Samfó er að bæta helling við sig og VG, mitt fólk er að tvöfalda fylgi sitt og ríflega það. 

Ég sá að Steingrímur og Inga Lind töluðu við tengdadóttur umhverfisráðherra í Íslandi í dag í gær.  Ég er enn stórt spurningamerki.  Hver var tilgangurinn?  Þetta er yndæl stúlka og ekki dettur mér í hug að vera setja hennar persónu inn í þetta leiðindamál allt saman.  Eitt kom fram þó sem skiptir máli.  Lucia lýsti því yfir að mannréttindabrot í Guatemala hefðu ekkert að gera með umsókn hennar en hún hafi aðeins sótt um til að sleppa við að sækja um dvalarleyfi milli anna í skólanum. Svo upplýstist það að hún væri með háar einkunnir, að hún væri að læra lögfræði og að hún talar góða íslensku.  Það er hið besta mál.  Ekki hef ég á móti nýjum íslendingum eins og ég hef nú oft bloggað um.  Ég vil bara að allir sitji við sama borð. Þetta ríkisborgaramál skilur eftir sig æ fleiri spurningar eftir því sem umfjöllunin verður meiri.

Nú er tími framkvæmdana að renna upp.  Ég er enn með það á hreinu að möguleiki á vinstri stjórn er stór og að við munum lifa í merki réttlætis og samkenndar eftir 12. maí í vor.  Svo held ég að Eiríkur vinni Júró að sjálfsögðu.  Maðurinn er RAUÐHÆRÐUR.

Þetta var ég að hugsa í morgunsárið.  Ég fer og safna atkvæðum fyrir VG (segi sonna).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og okkar hinna sem erum rauð að innan!!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 knús til þín rauða krútt

Hrönn Sigurðardóttir, 4.5.2007 kl. 10:11

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Svo málum við auðvitað bæinn rauðan þegar öllu þessu er lokið!

Laufey Ólafsdóttir, 4.5.2007 kl. 11:19

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var "nú í þessum skrifuðu orðum" að hífa eina að landi og inn í VG en hún var ekki alveg búin að ákveða sig. Ég ætla með henni í kjörklefann

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband