Föstudagur, 4. maí 2007
AF PÚLI, PÓLITÍK OG DRAUMFÖRUM
Þetta hefur verið dálítið strembinn dagur en þó skemmtilegur. Ég hef verið í bloggmaníu í dag en það er ekkert nýtt. Skrif-andinn alveg á fullu. Ég er enn lasin en þar sem ég þeyttist út um allt í gær í hjólreiðakaupaerindum þá hefur pestin bara aukist. Þá er manni kalt og heitt til skiptist, og ég dregst áfram eins og að þrotum komin en það hefst. Þetta segi ég EKKI í fórnarlambstón.
Ég er búin að þvo, að þrífa, að blogga, að grilla og var meira segja með matargesti. Þe ég undirbjó og lét húsbandið grilla. Það var kallt úti og þá sendir maður staðgengil. Merkilegt hvað það er napurt úti þó það sé bara nærri því hásumar! Segi sonna.
Ég horfði á Steingrím J. í Kastljósinu og var ákaflega ánægð með minn mann, enda rökfastur og málefnalegur. Ég horfði líka á kosningafundinn frá því í gær í Íslandi í dag og var hreinilega að deyja úr leiðindum. Hvað er í gangi með þessa kosningafundi hjá sjónvarpsstöðunum? Í Kastljósinu sitja stjórnarflokkarnir saman og stjónarandstaðan í naumu rými allir í hóp. Það eina jákvæða sem kemur út úr þessari uppsetningu er að maður verður skolli meðvitaður um að D og B eru saman í liði og þeir vilja vera það áfram. Það er nottla plús. Á kosningafundi Ísl. í dag er frambjóðendum stillt upp standandi hlið við hlið. Kyndir ekki beinlínis undir skoðanaskipti enda varla ætlast til þess. Fulltrúar flokkanna eru spurðir hver af öðrum eins og í munnlegu hópprófi. Ég hreinlega var að deyja úr leiðindum. En nú fer þetta að skýrast með kosningarnar. Ég á erfitt meða að bíða. Það er þetta með þolinmæðina. Guð vill ekki gefa mér hana STRAX!
Mig dreymir eins og annað fólk og ég ræð mína drauma sjálf. Margir draumar eiga sér skýringar úr raunveruleikanum, þe eins og hugurinn sé að vinna úr reynslu daganna á meðan ég sef. Svo eru hinir draumarnir, sem ég kalla andlega. Þessir sem eiga sér ekki skýringu í hvunndeginum. Þá drauma er auðvelt að muna. Undanfarnar tvær vikur, reglulega, hefur mig dreymt gamla vinkonu. Við erum ekki í neinu sambandi en ég veit að henni líður vel svo ekki er hægt að útskýra draumana með að hún þurfi aðstoð eða að eitthvað sé að (æl), mér er meinilla við hinar typisku draumráðningar (skítur þýðir peninga, tár gleði osfrv.). Mér þykir undurvænt um þessa konu og hugsa oft til hennar. Ég minnist þess samt ekki að hafa haft hugann við hana nokkuð lengi. Mig s.s. dreymir að við séum að tala saman. Draumarnir eru svo skýrir að það er eins og að horfa á bíómynd. Við tölum og tölum (af því að við höfum ekki sést utan einu sinni fyrir tilviljun í nokkuð mörg ár) og við reynum að segja frá öllu sem á daga okkar hefur drifið síðan við vorum í þéttu sambandi. Þetta eru skemmtilegar stundir með skemmtilegri konu. Skrýtið. Skýring einhver? Jæja nú er að fara að lúlla svo ég geti haldið áfram að blogga á morgun.
Gúddnæt!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:46 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hm..pólítík. Ég vinn með konu sem er fædd inn í sjálfstæðisflokkinn. Harðari sjálfstæðismann þekki ég ekki. Þó að sjálfstæðismenn myndi klúðra eitthverju BIGTIME.. þá myndi hún verja þá fram í rauðan dauðann.
Ég drakk sjálfstæðisvatn í allan gærdag. Hún var að útdeila flöskum merktum sjálfstæðisflokknum. Ég var alltaf að mæta henni og fékk nýja flösku í hvert skipti. Hvort sem mér líkaði betur eða ver. Vatnið var volgt og ég kvartaði en ég talaði fyrir daufum eyrum..þetta var miklu betra vatn en úr krananum!
Hvernig væri að hringja í þessa konu sem þig dreymir og hitta hana yfir kaffibolla. Kannski er eitthvað sem hún þarf að segja þér . ( ég hef sterka trú á draumum)
kkv. Ester
Ester Júlía, 4.5.2007 kl. 08:00
Takk fyrir ráðleggingarnar. Smútsj.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 08:20
Æi, þú ert alveg þræl-yndæl Jenný
Heiða Þórðar, 4.5.2007 kl. 08:57
Sæl Jenný,mæli með Jung fyrir draumaráðningar.....ekki þessar týpísku. Það að þig sé að dreyma gamla vinkonu, getur verið að það sé einhver hlið af sjálfri þér - en ekki vinkonan sjálf ;) Besos, Ósk
Ósk Sigurðardóttir, 4.5.2007 kl. 11:16
Já Ósk þetta er skýring sem ég get lifað með. Mikið rosalega er ég þá hrifin að minni eðlu hlið. Hehe
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 11:34
kannski finnst þér bara vera kominn tími til að setjast niður með þessari vinkonu þinni og það er að angra þig í undirmeðvitundinni. Jafnvel þó að það sé þögult samkomulag ykkar á milli að ekki sé þörf á því. Segi sona..
Jóna Á. Gísladóttir, 4.5.2007 kl. 12:08
annars verð ég að segja þér.. ég fékk svo mikla deisja vú tilfinningu þegar ég byrjaði að lesa þetta innlegg frá þér að ég þurfti að skrolla upp aftur til að skoða dagsetninguna. Var viss um að ég hefði villst inn á gamalt innlegg. Þú hefur sent einhverja skrítna strauma frá þér þegar þú skrifaðir þetta.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.5.2007 kl. 12:09
Skrýtið Jóna veit ekki til þess að ég hafi verið undarleg þegar ég var að skirfa, lol.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 12:13
Ertu ekki alltaf stórundarleg
Jóna Á. Gísladóttir, 4.5.2007 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.