Þriðjudagur, 1. maí 2007
MEIRA BLAÐUR UM STJÖRNUSPÁR
Það er nú svo þegar verið er að bíða eftir einhverju eins og kosningunum núna þá finnur maður sér eitthvað til dundurs til að létta biðina. Ég er enn í stjörnumerkja pælingum þrátt fyrir að ég hafi nú ekki mikla trú á því fyrirkomulagi öllu. Samt er þetta skemmtilegt dund. Ég var að velta því fyrir mér hvort eitt merki fremur öðru væri í meirihluta hvað varðar fólkið mitt og vini. Ég held að á einni æfi séu svona 100 manneskjur sem tengjast manni náið með einhverjum hætti þótt sumir staldri stutt við en aðrir meira og minna allan tímann.
Ég á sex systur og einn bróður merkin eru: fiskur, hrútur, naut, 2 vogir, steingeit, ljón. Dætur mínar eru bogamaður, vog og ljón. Eiginmenn (þorry þo mikið hjarðeðli og endurnýjunarþörf) tvíburi, sporðdreki og naut. Vinkonurnar (þessar sem eru komnar til að vera) tvíburi, meyja, 3 naut, fiskur, vatnsberi. Þetta er það sem ég man.
Niðurstaðan er að meyjur eru sjaldséðar í mínum kunningjahóp. Nema nottla eitt megababe (Dúa) en meyjur eru svo smámunasamar og korrekt segja fræðin. Ég er meira svona gjörningakona. Dúa getur sagt ykkur að hún raðar súpupökkunum eftir stafrófsröð, notar reglustriku til að raða í fataskápana ásamt litgreiningarspjaldi. Þegar hún er að ærast yfir drasli þá er hún oftast að tala um sælgætisbréfið sem hún gleymdi á stofuborðinu. Ég er nú hrædd um það.
Það er bókstaflega allt löðrandi í nautum í kringum mig. Yndisleg systir mín, eiginmaður og vinkonur og litli Oliver minn sem á 2ja ára afmæli á kjördag. Enda hefur komið á daginn í lífsbröltinu mínu að ég hef haft þörf fyrir alvöru vini. Ójá. Þar kemur nautið sterkt inn. Vogirnar eru líka í stórum stíl að vega salt við mig, dætur, systir og bróðir og vinir. Vogirnar eru svo yndislega óbalanseraðar og alltaf að taka ákvarðanir um sama málið. Saran mín er alltaf vegandi og metandi. Ljónið hún Maysa mín er lífsglöð og skemmtileg. Hún er opin, frjáls og utanáliggjandi. Elskar margmenni. Ég þekki svo yndislegt fólk í öllum þessum merkjum. Bogamaðurinn hún dóttir mín er auðvitað yndisleg og mömmukrúttið mitt. Þekki annars ekki marga í því merki. Steingeiturnar eru margar (fullkomnar eins og Jenny mín og ég sjálf) en ég vill ekki gera hin merkin döpur. Þau komast ekki með tærnar þar sem ég hef hælana. Ætli sjálfshól sé einkennandi fyrir steingeit?
Hvaða merki lýsa þá með fjarveru sinni í lífi mínu. Það er lítið af fiskum, enn minna af vatnsberum, smá af hrútum (á yndislega systur í því merki og pabba líka) dash af tvíburum bara einn lítill og krúttlegur krabbi (hann Jökull minn) og megakúsan mín. Æðislegt merki. Afhverju þekki ég ekki fleiri krabba? Vona að ég hafi ekki gleymt neinu orðin kolrugluð í höfðinu á öllu þessu merkjastandi enda ekki vön að hugsa í stjörnumerkjum og það getur gert hvern mann stórbilaðan!
Síjú
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp, Tölvur og tækni, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Jenný nafna: Dásamlegt blaður Sýnist samt steingeitin sem skrifar vera með bogmann, mjög, segi og skrifa MJÖG rísandi, sem er nottla fullkomin blanda.
Má til með að kvótera í nokkur gullkorn hjá þér:
„Vogirnar ... og alltaf að taka ákvarðanir um sama málið“ nkl ... bý með einni
„Ljónið ... opin, frjáls og utanáliggjandi ... “ nkl ... allt í lagi meðan það er ekki misskilið ... lendi stundum í því.
„Bogamaðurinn ... dóttir mín er auðvitað yndisleg og mömmukrúttið mitt“ ... nkl ... mín líka, ... ganga dálítið með sálina utan á sér þessar elskur, sem er e-ð svo voðalega gott ... fyrir mömmur
Til hamingju með daginn aftur - og haltu áfram að skrifa - draslið fer ekkert frá þér þó að þú dveljir smástund við tölvuna (vísa hér í upplýsingar úr fyrra bloggi )
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 12:57
Ég er meyja og rísandi vog sem er mjög skemmtileg blanda. Rífst endalust við sjálfa mig :) Kannast aðeins við syndrómið hennar Dúu, raða í skápana eftir innbyggðu litgreiningarspjaldi (og get alveg fullyrt að þetta er ósjálfrátt). Það er hinsvegar vogin í mér nennir aldrei að taka til og er of eyrðarlaus til að taka eftir draslinu sem ég skil eftir mig (og kenni oftast börnunum um hentug þessi elsku börn). Er clean freak en ekki neat freak. Vantar sárlega að kynnast manni sem elskar tiltektir og framkvæmdir þjáist af því að byrja á hlutum og missa svo áhugann og nenna ekki að klára fyrr en eftir dúk og disk. Er víst með miðhimin og venus í ljóni og get verið svakaleg prímadonna svona í vissum málum .
Dætur mínar eru sporðdreki (dramadrottninginn) og bogamaður (gormur litli). Yndislegar báðar tvær auðvitað! Það skrýtna er að þær eru báðar rísandi krabbar... sem er frekar spúkí. Ég held einmitt, þegar maður hugsar út í það, þá eru viss merki meira áberandi í lífi manns en önnur og ég tek eftir tímabilum... Jæja, á maður að fara að þrífa eða henda sér út í 1. maí?
Laufey Ólafsdóttir, 1.5.2007 kl. 13:50
aha - skemmtileg pæling. Í kringum mig er mikið af tvíburum - fiskum - nautum - ein steingeit, einn krabbi, ein vog sem er alltaf að taka nýjar ákvarðanir um sama hlutinn..... Man hins vegar ekki eftir neinu ljóni - ekki lengur....
Það eru einmitt líka þessi tímabil sem Laufey talar um
Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 14:31
Með fyrirvara um að ég geri mér grein fyrir að mannkynið skiptist ekki í 12 sortir af fólki, þá finnst mér stjörnuspár forvitnilegar. Mogginn er með furðu nákvæma spá, og er blaðamennirnir þar semja hana, eins og réttilega var sagt um DV blaðamennina, þá eru þeir ótrúlega hittnir. Þegar ég var nýkomin frá Egyptalandi og alvarlega að íhuga að skipta um vinnu sagði t.d. Mogginn fyrir merkið mitt: Mundu að tækifærin liggja alls staðar, gætu meira að segja verið í Egyptalandi! Á eftir að tékka á því en ég skipti um vinnu hálfu ári seinna.
Mágkona mín sagði eitt sinn, skömmu eftir að við kynntumst, að hún tryði nú ekki mikið á stjörnumerki. ,,Þá hlýtur þú að vera Meyja," sagði ég. Held að hún efist ekki eins mikið síðan þá, þrátt fyrir að hún sé Meyja. Tek það fram að ég hafði ekki hugmynd um í hvaða merki hún var, en þetta var bara svo Meyjarleg athugasemd.
Mér hefur gengið nokkuð þokkalega með margar Meyjar, á alla vega tvær góðar vinkonur í merkinu, einn gamla kærasta og ágætan vinnufélaga, en hinu er ekki að neita að verstu árekstrana hef ég líka átt við Meyjar, ekki þó þessar. Ég er nefnilega Tvíburi og í brandarabók sem mamma keypti eitt sinn var þessi ágæta mynd á forsíðu: ,,You can't put a Gemini next to a Virgo" segir frúin við þjónustustúlkuna sem er að leggja á borð.
Framan af ævi bjó ég við mikið Tvíburaríki, með vott af Sporðdrekum í bland, mamma, fóðstri minn, þrjár af fimm bestu vinkonum mínum í blokkinni á Kapaskjólsvegi og besta vinkonan í skólanum, allt tvíburar. Af seinni tíma vinkonum voru furðu margar úr Tvíburamerkinu. Sporðdrekarnir í lífi mínu voru pabbi, eina amman mín og seinna tengdamamma. Svo komu ljónin til sögunnar, stjúpa mín fyrst, helmingur allra stráka sem ég varð skotin í og giftist loks ein stoltu ljóni og svo auðvitað hún Gurrí erkivinkona mín! Gunna bestavinkona og nokkrar til eru Krabbar. Börnin mín eru Fiskur og Naut og eiga aðeins foreldrana sameiginlega. Mjög spennandi að kynnast þeim, og svo á ég systkini sem ég er eki alin upð með, sem eru Fiskur, Vatnsberi og Vog. Hmmm, það eru ýmsir rauðir þræðir í þessu. Loftmerkin áberandi í ættingja- og vinahópi.
Þannig að samkvæmt fræðunum ætti þetta allt að standast, Tvíburinn sækir í loftmerkin en laðast að eldinum (Ljóninu aðallega) og hefur gaman af dularfullum Sporðdrekum. Þolið fyrir Meyjum skýrist af því að Tvíburar og Meyjar eiga áherslu á hugsunina sameiginlega. Hef reyndar ,,soft spot" fyrir Fiskum án þess að geta skýrt það og þar sem ég er rísandi Naut þá kemur okkur dóttur minni líka vel saman.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.5.2007 kl. 14:31
Afsakið innsláttarvillur, vinsamlegast bætið inn einu n-i amk. aftan við gamla og takið ð-ið úr ,,fóstri" lagið og snyrtið, takk. Ég er ekki Meyja! og svo var ég líka linsulaus þegar ég sló þetta inn.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.5.2007 kl. 14:34
Vá rosalega er þetta merkilegt stelpur. Við fáum okkur stjörnukort. Ekki spurnig. Nú þekki ég aðra merkilega meyju hæ Laufey (). Önnurnar eru að vanda frábærar og með allt á hreinu. Eruði í sama merki? Og ég er ekki hissa á að hún Gurrí sé ljón! Hrönnsla hvað er merkið?
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 14:50
Ég er tvíburi Jenný mín
Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 15:31
Ég er sko Meyja, en ekki samt þessi týpíska. Raða ekki súpupökkum eftir stafrósröð heldur eftir þeirri röð, sem ég tel mig koma til með að borða þá. Lendi stundum í vandræðum ef það er núðlukjúklingasúpa fremst í boxinu og mig langar í Minestrone, sem er mun aftar í flokkuninni.
Hugarfluga, 1.5.2007 kl. 15:41
Já þetta er eitthvað með tvíburakonur og ljónsmenn. Ég er tvíburi og minn maður Ljón...og ég hreinlega sorta þá út í margra mílna fjarlægð. Ummm..ljónsmenn!!! Og við eigum nokkra vini konan tvíburi og maðurinn ljónið...og þegar maður les um þannig sambönd er komin skýring og fullt leyfi til að vera smá klikkuð og jafn ævintýragjörn og við erum. Inn fyrir svefnherbergisdyrnar munu þær lýsingar ekki ná..ekki hér á blogginu. Sum merki eru þannig að þau fengju bara vægt hjartaáfall!!! Alveg satt!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 16:20
Bethildur Djóns ekki lengur, ekki lengur, ég hef þig dúllan mín
Katrín vogaðu þér ekki inn fyrir svefnherbergisdyrnar hérna á blogginu
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 17:15
Við Önnurnar erum ekki í sama merkinu en hún nafna mín gefur skýringuna á þessari tilfinningu þinni, Jenný, þegar hún segir: „Tvíburinn ... laðast að eldinum (Ljóninu aðallega)“. Við alnafna mín, Björnsson erum um afskaplega margt skyldar, fæ staðfestingu á því í nánast hverri einustu bloggfærslu sem ég les frá henni. ... Og sama gildir orðið líka um bloggfærslur steingeitar ... hvort sem það eru þjóðfélagsmál, stjörnumerki eða .............
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 17:52
vá er Dúa meyja? Þær eru náttlega langbestar
halkatla, 1.5.2007 kl. 18:58
Hugarfluga, það eru fleiri ótípískar meyjur en típískar, það er mín reynsla. En við erum allar kolgeggjaðar og skrítnar, það birtist bara á misjafnan hátt. Við erum svo æðislegar
halkatla, 1.5.2007 kl. 19:00
Verð að taka undir það með nöfnu að við erum sammála um ansi margt. Finn mig ég því sem hún segir og sæki líka í þínar bloggfærslur, en þar er maður auðvitað aðeins á byrjunarreit, svona stjórnumerkjalega séð. Hef verið að hugsa um það með steingeiturnar, það er svo lítið af þeim í nánasta umhverfi mínu, en rosalega á ég góðar minningar frá steingeitarömmu minni, sem því miður dó svo snemma að ég átti eiginlega bara sporðdrekaömmuna eftir. Steingeitaramma mín var mikill húmoristi og hennar mesti styrkur var að gera sér aldrei mannamun, og svo átti hún þessa skemmtilegu naive takta, sem ég held reyndar að einkenni ekki steingeitina, og þó, bið ykkur steingeitarsérfræðinga að gefa mér meiri upplýsingar. Í barnaskóla sat ég hjá steingeit öll sex árin, aldrei bar skugga á vináttuna, en við áttum báðar aðrar bestuvinkonur. Sollu þekki ég vissulega af góðu einu og þótt við eigum ekki lengur samleið í ákveðnum málaflokkum (ESB) þá kann ég vel við hana, enda mikil kattakona og góð manneskja. Þannig að já, steingeitur, kannski ætti maður að kynnast fleirum?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.5.2007 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.