Leita í fréttum mbl.is

HUGTAKIÐ AÐ BÚA VIÐ SKERT FERÐAFRELSI..

22

..fær nýja merkingu eftir að ég horfði á Kastljósið í kvöld.  Ég varð döpur þegar rakið var í smáatriðum á hvaða forsendum tengdadóttir umhverfisráðherra fékk sinn ríkisborgararétt.  Enn sorglegra er að verða vitni að því að nefndarmennir þrír sem höfðu með málið að gera neituðu að svara fyrir gjörðir sínar.  Er fólk algjörlega búið að gleyma hvers vegna það situr þarna?  Að við kjósendur höfum treyst þeim til verka?  Samkvæmt þessu þá er rétt það sem Kastljósið benti á að það er auðveldara að fá ríkisborgararétt en dvalarleyfi.  Ég ráðlegg þeim sem hafa verið í stöðugum vandræðum vegna dvalarleyfa, að sækja bara um ríkisborgararétt.  Það ætti að skotganga.

Skert ferðafrelsi er nöturlegur raunveruleiki  margra miljóna manna um allan heim.  Það kemur til vegna pólitískra ofsókna, fátæktar og fleiri vondra og ómanneskjulegra hluta í heiminum.  Að þurfa að sækja um dvalarleyfi milli anna í námi og kalla það að búa við skert ferðafrelsi er misnotkun á hugtakinu og hreint skammarlegt að í skjóli samtryggingar skuli gerast svona hlutir eins og virðist klárlega vera raunin samkvæmt ítarlegri umfjöllun Kastjóssins í kvöld. 

Öllum getur orðið á,  líka góðum stjórnmálamönnum.  Að viðurkenna mistök er merki um þroska.  Væri það ekki bara sniðug hugmynd?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Að sjálfsögðu væri það merki um þroska. En það sem hræðir mig verulega er að það ég hef ekki heyrt/séð einn einasta Framsóknarmann segja/skrifa annað en Helgi Seljan sé dóni og um leið geta þeir ómögulega sagt að þeir sjái að það sé mögulega kannski ef til vill smá séns að þetta mál lykti

Heiða B. Heiðars, 30.4.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegt að heyra þetta.  Helgi Seljan spurði bara eðlilegra spurninga sem brenna á þjóðinni.  Framsóknarflokkurinn þarf að fara að skilja að þeir eru eyland spillingar og það eru engir aðrir sem fylgja þeim þangað, sem betur fer.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 21:53

3 Smámynd: Ester Júlía

Hárrétt hjá þér Jenný! Svo mjög sammála. 

Ester Júlía, 30.4.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Vont að vita ekki meira um málið, misábyrgir íslenskir fjölmiðlar eru ekki traustur grunnur.
Ég ætla því að sitja hjá, og ekki fella dóma um svona mál.
Hef talsverða samúð með stúlkunni sem fékk réttin, henni lýður örugglega ekki vel núna í allri þessari höfnun.
Hafa skal gát í náveru sála.
En mér finnst þetta samt ansi Framsóknarlegt mál.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.4.2007 kl. 22:32

5 Smámynd: Eysteinn Ingólfsson

Vel mælt og tek undir hvert orð. Sennilega er samt Jónína ekki mest mesti skúrkur þessa máls og alls ekki tengdadóttirin, heldur nefndarmennirnir og það fólk sem hefur verið að svívirða Helga Seljan fyrir lélega fréttamennsku og fara Framsóknarmenn þar fremst í flokki. 

Eysteinn Ingólfsson, 30.4.2007 kl. 22:57

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það væri mjög sniðug hugmynd Jenný

Heiða Þórðar, 30.4.2007 kl. 22:59

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og hvaða hetjur sitja í þessari nefnd sem kunni ekki til verka?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 23:20

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þeir eru náttúrulega ábyrgir sem ákvörðunina taka og það er þessi undirnefnd þriggja alþingismanna.  Þeir eru ábyrgir og ég dauðvorkenni stúlkunni.  Það er ekkert skemmtilegt þetta mál svo langt frá því.

Katrín það er einn frá sjálfstæðisfl. einn úr framsókn og ein úr samfylkingu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 00:46

9 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Þetta mál undirstrikar hve Ísland er í raun mikið Bananalýðveldi, bæði hvernig ákvarðanir eru teknar og hvernig fjölmiðlar starfa í skugga m.a. stjórnvalda. Helgi stóð sig mjög vel og það er hans hlutverk að spyrja erfiðra spurninga en ekki beygja sig fyrir valdinu.

Pétur Henry Petersen, 1.5.2007 kl. 11:48

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega sammála þér Pétur Henry.  Takk fyrir innlitið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.5.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.