Leita í fréttum mbl.is

MOGGINN SAGÐI ..

22

..við mig, beint upp í opið fésið á mér, að ég ætti að smæla framan í heiminn.  Ætli þeim finnist ég of alvörugefin?  Rosalega finnst mér það leiðinlegt.  Ég varð smá fúl svona fyrst en svo hugsaði ég að þetta væri sennilega vel meint. 

Þetta er sko mín persónulega stjörnuspá á Mogganum, steingeitin.  Ég veit að hún er skrifuð sérstaklega fyrir mig.

Æi ég gleymdi að þeir sögðu líka að mér hætti til að taka hlutum of persónulega.  Hvernig ætli þeir fái það út?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert svo dásamlegur að jafnvel hefndarnornin þín vill vera sæt við þig. Þú þarft ekki að hafa þig til fyrir aðra, en þeir munu reyna að ganga í augun á þér.

svona er mín nú - en það þarf engum að koma á óvart

Hrönn Sigurðardóttir, 30.4.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe og merkið er?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tvíburi

Hrönn Sigurðardóttir, 30.4.2007 kl. 14:53

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hrönnsla  mín...þá erum við jafndásamlegar i dag tvíburarnir. En ég er rísandi steingeit..Þannig að nú smæla ég framan í heiminn í eigin dásemd. Hvernig kemur það út???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 15:55

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mikið er langt síðan að ég hef kíkt á síðuna þína. Eiturbeinalistarnir heilluðu mig alveg og ég er þegar kominn í gang með einn sem verður lengri með hverri mínútunni.

Steingerður Steinarsdóttir, 30.4.2007 kl. 16:10

6 Smámynd: bara Maja...

Hey hér er N1 tvíburinn  mikið rosalega ertu umkringd frábæru fólki Jenný

bara Maja..., 30.4.2007 kl. 16:23

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Steingeitin er svolítið spes.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.4.2007 kl. 16:39

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef verið gift þrisvar.  Tvíbura, sporðdreka og nauti. Hm...(hjarðeðli geitarinnar) nautið er best hinir voru fínir líka. 

Það var "på" tid Steingerður að þú lést sjá þig!! Bíð spennt eftir eiturbeinapistli.

Verð að fara blogga almennilega um stjörnumerki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband