Leita í fréttum mbl.is

LISTI II EITUR Í BEINUM VIÐAUKI

 22

Ég fann það út þegar ég skrifaði eiturbeinalistann í gær að ég væri smásmuguleg kona sem gæti látið ótrúlegustu hluti fara í taugarnar á sér.  Ég fékk svo skemmtileg viðbrögð frá gestum þessa fjölmiðils að ég sætti mig við vankantana og hugsaði með mér að ég gæti játað það fyrir sjálfri mér og öðrum að þetta væri bara rétt yfirborðið af pirrandi þáttum í lífi mínu.   Það eru alveg ótrúlega margir hlutir sem geta gert mig ergilega þegar grannt er skoðað án þess þó að þvælast mikið fyrir mér svona dags daglega.  Hér koma nokkur atriði í viðbót.

1. Þegar fólk kallar flokka eftir listabókstöfum með x-i fyrir framan.  Segir að XD og XF séu sí og svo en XS, XV eða XF séu svona eða hinsegin.  Maður setur X fyrir framan listabókstafinn.  Flokkarnir heita ekki X-eitthvað.  Arggghhhhh

2.  Þegar sumir karlmenn (oft eldri menn núorðið) eru í svörtum dralonsokkum með hnökri og þegar buxurnar kippast upp þegar þeir setjast má  sjá í náföla leggi með löngum svörtum hárum.  Þá langar mig að.... segekkimeir.

3. Þegar síminn er búinn að þegja allan daginn og maður ákveður að fara í bað.  Kveikir á reykelsi og kertum og hendir sér ofan í baðið.  Liggur marflatur í góðum fíling og síminn hringir!  Ég verð að svara í símann.  Ég gæti annars misst af einhverju.

 4. Þegar maður er að horfa á geðveikt góða bíómynd og er alveg inni í myndinni og allt í einu tekur maður eftir því að atriðið úti á götu er bara leikið án statista og allir eru að glápa á leikarana.  Algjört turnoff.

5. Fólk sem veður að manni í rúminu (vonandi alltaf einhverjir sem eiga fullan rétt á að vera á svæðinu) þar sem maður sefur værum svefni og gargar í umhyggjusömum tón: "Ertu sofandi?"

6. Þegar maður er að máta föt inni í klefa í fatabúð og er búin að strippa niður í næstum ekki neitt og þá sviptir afgreiðslustúlka á prósentum tjaldinu frá þannig að ALLIR sem nálægir eru sjá mann náið og spyr vingjarnlega:  "Ætlarðu ekki að máta"?

7. Og talandi um mátunarklefa.  Ég hef ekki enn komið inn í þann mátunarklefa (og er þó CV-ið í fatakaupum mínum orðið æði umfangsmikið) þar sem það vantar ekki amk. 5 cm upp á að tjaldið passi fyrir klefann báðum megin.  Sko skekkja upp á 10 cm. alveg pottþétt.

8. Stofnanir sem tíma ekki að uppdeita símsvarann og það er sama hvort þú hringir á mánudegi þegar allt er opið eða um helgar til að athuga með opnunartíma eða eitthvað að sagt er á símsvaranum í mjög sannfærandi tón: "Allir þjónustufulltrúar eru uppteknir í augnablikinu þú ert nr. 10 í röðinni.  Jafnvel þótt ekki sé kjaftur í vinnunni, allir upp í bústað eða eitthvað og er skítsama þótt þú bíðir vongóður eftir að það komi að þér.

9. Þegar maður rekst á draumaflíkina á herðatrénu í fatabúðinni mátar hana og fellur í trans af hamingju, þrælar sér með blóðbragðið í munninum upp að afgreiðsluborðinu stynur "éætlafáetta" á innsoginu og færð svarið: "Því miður þetta er sýniseintak og er ekki til sölu, varan er uppseld í bili".

10. Þegar maður situr í tómum strætó og inn kemur einhver deli, illa lyktandi kannski, jafnvel fullur eða eitthvað og hlammar sér niður við hliðina á manni í þröngt tveggja manna sætið þar sem nándin við viðkomandi verður gargandi óþægileg og allir halda að þetta sé maðurinn manns eða eitthvað.  Sko allir sem eru nottla alltaf að fylgjast með fáum hræðunum í strætó.  Mikið af sollis fólki.

Nú kemur www.betaer.blog.is  til með að segja að ég sé pirruð.  Iss nei Beta mín það er svo gott fyrir óvirka alka að hella pirringnum út á cypertómið og viðurkenna um leið vanmátt sinn til að hafa stjórn á pirringi vegna smámuna.

SíjúgæsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Þú ert skemmtileg og þetta er frábært!  ..Ég hlýt að vera smásmuguleg því þessir hlutir pirra mig alveg jafn mikið og þig . Hef reyndar ekki farið í strætó lengi .. en lenti í þessu í LEST í Danmörku sl. febrúar ..það settist hjá mér illa lyktandi  og skítugur maður - öll sæti laus og hann settist við hliðina á mér??!!  Það pirraði mig óstjórnlega..grr....smámunir samt sem áður

Ester Júlía, 30.4.2007 kl. 07:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hm.... ætti maður að fara að spá í eitthvað svona ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 09:16

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já terlínið djísús.  Ásthildur mín betra er seint en aldrei.  Hvernig ætturðu að vita að eitthvað fari í taugarnar á þér ef þú læsir ekki bloggið mitt?. Skil þig Erster. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2007 kl. 10:21

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Gaman að sjá orðið dralon aftur! Fólk rekur alltaf upp stór augu þegar maður notar þetta orð. Það er örugglega bara gamalt fólk sem á dralonsokkar. Ég er sammála Elísabetu um tennissokka sem eru nú bara turnoff útaffyrir sig...

Af hverju hringir síminn alltaf þegar maður ákveður að fara í bað? Samt skárra en þegar dyrabjallan hringir við sömu aðstæður Ég þoli heldur ekki þegar hann hringir þegar ég er nýsest niður að borða á kvöldin. Það bregst ekki að þetta gerist og í um 80% tilvika er það símasölufólk í hinum tilvikum er verið að spyrja eftir unglingnum. Ég urra alltaf í símann eða hreinlega læt hann hringja.

...og talandi um mátunarklefa... af hverju er ljósið í þeim alltaf svona unflattering? Maður klæðir sig úr til að máta einhverja ofurbeibuflíkina og hættir við um leið og sér í appelsínuekrurnar sem maður í daglegu lífi stendur í góðri trú um að séu læri. Maður hleypur rakleiðis heim og strippar fyrir framan næsta spegil og viti menn! Aftur bara læri! AAAArrrrgh.

Númer 5... dætur mínar gera þetta gjarnan en það er ekki af umhyggju fyrir svefnþörf minni Annars koma þær sér oftast bara beint að efninu... Ertekkað farað vakna!!!

Laufey Ólafsdóttir, 1.5.2007 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband