Leita í fréttum mbl.is

VAKIN MEÐ LÁTUM

42

Í morgun var ég vakin við eitthvað sem ég hélt að væri jarðskjálfti.. Rúmið ásamt minni mikilvægu persónu hristist og hristist.  Ég hentist á fætur, skelfingu lostin og um leið og ég var komin í lóðrétta stöðu áttaði ég mig á því að hávaðinn sem fylgdi hristingnum var ærandi.  Ég þaut út á svalir og viti menn í húsinu beint á móti var verið að skipta um glugga og klukkan var rúmlega 7 að morgni.  Viðgerðarmennirnir voru með svona "hífara" æi svona tæki sem hendist með fólk upp á efri hæðir utanfrá (hlýtur eiginlega að heita lyfta) og börðu þar og lömdu eins og mest þeir máttu.

38

Ég hringdi samstundis á lögregluna sem sagðist myndu fara og taka niður lyftuna sem brummar svakalega.  Nei ég er að plata.  Mig langaði til að hringja á lögregluna, hjálparsveitir skáta, landhelgisgæsluna og Landsbjörgu en ég lét það eiga sig af því ég er svo vel upp alin og sparkaði í næsta vegg í staðinn og meiddi mig í fætninum.

Nú er klukkan að ganga tíu.  Enn leikur allt á reiðiskjálfi og ekki má heyra mannsins mál.  Vitið þið hvað tekur langan tíma að skipta um glugga? Sko með umgjörð og öllu því ég sé í kíkinum mínum (Blush) að þeir eru að rífa tréverkið upp með rótum.  Alveg svakalega agressivir þessir gluggaskitpingamenn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svona fjóra tíma lágmark myndi ég halda.  Fyrir vana menn.  Þetta er rosalegur tími að byrja á 7 að morgni meðan flestir eru ennþá í fasta svefni.  Eins gott að þú ert ekki veil fyrir hjarta Jenný mín.  Ja þessir gluggaskitpittamenn heheheehe..... Freudian slip eitthvað svoleiðis held ég.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 09:58

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Oj bara! Gluggaskiptingamenn með hífaralyftu, brumm og barsmíðar! Þú átt alla mína samúð. Fólkið við hliðina á mér var í margra vikna (að mér fannst) framkvæmdum nýlega og þau byrjuðu alltaf á slaginu 9 sem hentaði mér ekkert vel því um tíma voru börnin mín heima lasin og ég að reyna að vinna heima. Ég vona að þetta sé bara eitt skipti hjá þér því mörg skipti eru leiðinleg. Vona líka að fóturinn sé skárri .

Laufey Ólafsdóttir, 24.4.2007 kl. 10:16

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ó að þú mættir njóta kyrrðarinnar hérna í skóginum hjá mér Jenný mín....einu lætin í hverfinu eru þegar krakkarnir mínir eru úti að slást og spila fótbolta

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þegar ég fer einhvern tímann í sumar að heimsækja Maysuna, Katrín mín, til London þá máttu bóka að ég kem við.  Bara verð að sjá nýja krúttuhúsið.

Laufey og Ásthildur:  Þeir eru ennþá að gluggarnir eru þrír!  Það er ekki fararsnið á mönnunum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 12:35

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ÚBBS eyrnatappar er lausnin Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 13:37

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir ábendinguna Ásthildur mín en núna hef ég sæst heilum sáttum við viðkomandi iðnaðarmenn (þe þeir vita nú ekki einu sinni að ég var yfirleitt ósátt við þá.  Ég hef þá meira að segja grunaða um að vita ekki af tilveru minni) enda þeir mun álitlegri svona í eftirmiðdaginn

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2007 kl. 14:10

7 Smámynd: Ragnheiður

hehe já voru þetta ekki bara flottir karlar þegar geðvonskan var runnin af frúnni ? Gaman að svona iðnaðarmönnum

Ragnheiður , 24.4.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2987328

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband