Laugardagur, 21. apríl 2007
KONUR OG VARALIÐ
Athyglisvert finnst mér að konur skuli vera í meirihluta þeirra sem vilja varaliðið hans Björns. Mér finnst það svo úr takti. Mín reynsla er sú að karlmenn trúi frekar á myndbirtingu valdsins. Ég skrifaði færslu um þessa hugmynd Björns fyrir einhverju síðan og ég tók þessu alltaf sem hálfgerðum brandara í héraði. Fannst eins og Björn væri að neyta allra ráða til að koma á fót herliði. 50,9% þeirra sem tóku afstöðu voru hlynnt því að varaliði lögreglu verði komið á fót.
Mesta andstaðan við varaliðið hans Björns er hjá VG en 57,8% þeirra eru andvígir. Ég get auðvitað stólað á mitt fólk. Ég hef ekki trú á hernaðarlegum tilburðum ráðherrans. Ég held að vinstri-grænir, sem eru á móti öllu stríðsbrölti og viðlíka hlutum hugnist þess vegna ekki hugmyndin. Það er mín afstaða sem friðarsinna sem gerir það að verkum að um mig fara ónot. Nær væri að taka þátt í kostnaði björgunarsveitanna og efla þær en þær vinna ómetanlegt starf í þágu okkar alla.
Ég minni svo á bara í framhjáhlaupi að það er EKKI vitlaust að setja X við V þ.12.maí n.k.
Meirihluti hlynntur stofnun varaliðs lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Kvikmyndir, Lífstíll, Ljóð, Matur og drykkur, Menning og listir, Sjónvarp, Spil og leikir, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég hjó einmitt eftir þessu líka og varð frekar hissa! Getur verið að meirihluti svarenda hafi verið konur? Að það hafi skekkt myndina. Ég hreinlega trúi ekki að konur vilji þetta!
Hrönn Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 22:10
Afhverju trúið þið ekki að konur vilji þetta? konur eru mikið fyrir öryggi og sjá þarna fyrir sér e-a sem geta haldið friðinn. Ég sé þetta ekki fyrir mér sem hernaðarbrölt heldur heimavarnir og allavega ég sé mun þar á.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2007 kl. 22:16
Ég held að þetta hljóti annað hvort að byggja á misskilningi eða (afsakið grínið) mikla löngun í fleiri einkennisbúninga í umferð.
Þetta byggir a.m.k. ekki á rökhyggju.......
Baldvin Jónsson, 21.4.2007 kl. 22:19
Það væri gaman að sjá Vinstri Græna sjá um að bregðast við vá hvers konar.
Hvort sem það yrði sprenghlægilegur farsi eða tvöþúsund klúta tragedía...
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 00:54
Hehe Pétur þér fyndist það gaman að sjá VG bregðast við VÁ. Vááá ég hef eimitt lausn fyrir þig svo þú fáir tækifæri til að skemmta þér ærlega næstu fjörgur árin amk. Einfalt, þú Xar við Vaff og málið er dautt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2007 kl. 01:46
Auðvitað eru konur jafnt sem karlar fyrir öryggi Ásdís mín en ég held að kynsystur okkar (og karlar nottla) finni sig aldrei öruggari en á friðartímum og svo er þetta varaliðs tal að mínu mati bara draumur BB um íslenskan her. En sá draumur er að ég held ekki nýr en hefur tvíeflst eftir að setuliðið kvaddi.
Smútsj
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2007 kl. 01:49
Ég myndi frekar treysta VG að bregðast við vá heldur en þessum brandarakörlum sem eru við völd í dag. Sérstaklega ríkisforingja Björn Bjarnason .
Við þurfum ekkert bölvað varalið, afhverju ekki að eyða meiri pening í eitthvað sem er GAGNLEGT, t.d. fleiri lögreglumenn.
Kári Gautason, 22.4.2007 kl. 09:09
Nei við þurfum ekki herlögregluna hans Björns. Það væri nær að styrkja betur slysavarnarfélög og efla lögregluna sem fyrir er. Hitt er bara bruðl með peninga og gera draum Björns að veruleika. Svei bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2007 kl. 11:22
Ég hef aldrei hitt björgunarsveitarmann sem kýs Vinstri Græna. Er það tilviljun?
Af hverju styðja björgunarsveitarmenn tillögu Björns Bjarnasonar um stofnun varaliðs?
Skyldi það vera vegna þess að þeir hafa einhverja þekkingu á hlutunum?
Hvað hafa mörg ykkar hérna sem treysta VG betur til að bregðast við vá en ,,þessum brandarakörlum sem eru við völd í dag,'' stundað það að hætta lífum ykkar til að bjarga öðrum?
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.