Leita í fréttum mbl.is

AÐ KVÖLDI DAGS

22

Hér sit ég nú nær dauða en lífi úr þreytu eftir annasaman dag, geyspandi við tölvuna.  Ég er komin með "blogghvörf" þar sem ég hef ekki getað bloggað síðan um miðjan dag í dag.  Alveg rosalegt.  Hef heldur ekki getað tekið minn hefðbundna bloggvinahring nr. 2 þannig að ég er illa farin af þessum fráhvörfum.  En ég hef gert skemmtilega hluti. 

Nú er það svo að elsta barnabarnið mitt hann Jökull er orðinn svo stór og þar á bæ er að bresta á með gelgju og hann á fullu með vinum að sinna sínu og hann kominn yfir það að koma til gistingar.  Oliver er í London svo ekki tek ég hann til dvalar.  Jenny er hins vegar "laus" um helgar og ég væli og suða í foreldrum hennar að fá hana til að gista.  Þeim er farið að þykja nóg um enda Jenny elskuð og dáð af þeim þeim líka.  Þó það nú væri.  Ég er staðföst kona þegar ég bít í mig hluti og hætti sjaldan fyrr en ég fæ mínu fram.  Jenny Una Errriksdóttirrrrr kom því í dag til ömmu og Einarrrrrrs.  Við erum búin að gera mikið.  Eftir annasaman dag þegar Jenny var búin að fara í bað og sollis og við búnar að lesa hina sívinsælu bók "Emma meiðir sig" þá varð amman að segja sögur sem hún bjó til á hraðbergi.  Barnið hafði ofuráhuga á sögum ömmunnar og var sko ekki á því að sofna undir frásögninni.  Þetta var því löng saga.  Þegar Jenny svo hvarf á vit draumanna talaði ég í tæpan klukkutíma við Maysuna mína í London. Þar var yfir 20C°hiti í dag og verður enn betra á morgun.  Nú er ég sem sagt að rapportera um sum örlög mín og ævintýr á þessum degi.  Þegar því er lokið ætla ég einn blogghring og lesa skemmtilegar færslur vina minna.  Ég held áfram að geyspa og bið ykkur góðrar nætur.

SíjúgæsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Lestur kvöldsins búinn er 

fara skal að sofa

Kall í sófa liggur hér -

ekki úr miklu að moða

Hrýtur hátt og hrýtur snjallt 

kalla ég hann seigan

ef að líf hans væri falt

Mættiru bara eig'ann

Góða nótt ..svefngalsinn segir til sín

Ester Júlía, 15.4.2007 kl. 00:46

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 01:09

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hér er að bresta á næturholuna.   Eftir skemmtilegt kvöld með vinum og skemmtilegu spjalli, á ensku og íslensku. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2007 kl. 02:35

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hvurslags er þetta kona! Er ekki komin tími á 1. bloggfærslu? Ertu kannski ekki einu sinni byrjuð á "blogghringnum?"  

Góðan daginn annars og megirðu njóta dagsins með sjálfri þér og þínum.

Heiða Þórðar, 15.4.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2987243

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.