Leita í fréttum mbl.is

LÁI MUMMA HVER SEM VILL

22

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að erfitt sé að heita nöfnum eins og til dæmis Guðmundur, Jón, Guðrún, Sigríður og þh.  Mummi í Götusmiðjunni hefur heldur betur fengið að finna fyrir því.  Fjáröflun Götusmiðjunnar fyrir jólin fór í vaskinn út af Byrgismálinu.  Menn mega ekki heita Guðmundur og vera vel hærðir án þess að þeim sé líkt við Guðmund í Byrginu.  Mörgum finnst þessi meðferðarmál svo ómerkileg að þeir hafa ekki haft fyrir því að kanna hver er hvað og hvernig staðið er að hinum ólíku meðferðarúrræðum. 

Ég fagna því að Götusmiðjan hafi nú loksins fengið almennilegt og varanlegt húsnæði.  Mummi og hans fólk vinna gott starf með unga fíkniefnaneytendur.  Mummi ætlar að skipta um nafn á Efri-Brú.  Hann vill sem sagt ekki verða "Guðmundur í Byrginu" og lái honum hver sem vill.  Hann ætlar sennilega að skíra Efri-Brú nafni úr Ásatrú.  Nafnið Ásgarður kemur sterklega til greina.

Til hamingju Mummi og Götusmiðjufólk.


mbl.is Efri-Brú fær nýtt nafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

já hann Mummi í Götusmiðjunni er æði

halkatla, 14.4.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já, verð að segja að ég skil hann afar vel.  Verður fínt að fá eitthvað annað upp en skelfingu ef einhvern t.d. "Googlar" nafni staðarins.

Baldvin Jónsson, 14.4.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.