Laugardagur, 7. apríl 2007
AÐ VERA FÓRNARLAMB OG MÆÐAST Í MÖRGU I
Ég hef verið að lesa að nýju Alkemistann eftir Paul Cotelho, sem mér finnst vera ágætis bók. Ég las hana fyrir nokkrum árum og í dag tók ég mér hana aftur í hönd. Á fyrstu síðunni er að finna tilvitnun úr Biblíunni sem er eitt af mínum uppáhalds gullkornum í þeirri merkilegu bók. Það hljóðar svona:
"Er þeir voru á ferð, kom hann inn í þorp nokkurt. En kona ein að nafni Marta tók á móti honum í hús sitt. Og hún átti systur, er hét María, hún settist við fætur Drottins og hlýddi á orð hans. En Marta var önnum kafin við mikla þjónustu. Og hún gekk til hans og mælti: -Herra, hirðir þú ekki um það, að systir mín lætur mig eina ganga um beina? Seg þú henni að hjálpa mér. En Drottinn svaraði og sagði við hana:
-Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu en eitt er nauðsynlegt.
María hefur valið góða hlutann, hann skal ekki verða tekinn frá henni."
Þarna útspilar sig ein af frumútgáfunum fórnarlambsheilkennisins í bókmenntasögunni sem ég man eftir. Marta, Marta, sem mæðist í mörgu. Fórnarlambshlutverkið er eitur í mínum beinum og ég hef séð það myndbirtast í sjálfri mér, í fjölskyldunni og vinkonum í gegnum árin. Mér hefur fundist við konur oft snöggar að detta í þetta hlutverk. Kannski af því við vorum svo lengi valdalausar. Að vera fórnarlamb er ákveðin stjórnun. Ég var ómeðvituð um að ég væri sérfræðingur í fórnarlambsgeiranum langt fram eftir aldri. Maður var að gera og græja meðan fórnarlambsblóðbunan stóð aftanúr manni.
Að vera fórnarlamb er hræðilegt hlutverk. Fórnarlambið er algjörlega varnarlaust. Það hefur ekkert að segja um eigið líf og á endanum gleymir maður því að það er til val. Val til að geta haft áhrif á aðstæður sínar en vera ekki eins og sektarlambið sem leitt er hljóðlaust til slátrunar. Orðið hetja er mikið notað í dag. Það er notað um fólk sem ratar í ýmiskonar raunir og lifir þær af. Mér finnst fórnarlambsbragur á þessu orði. Við lendum í aðstæðum og við lifum þær af og ef okkur tekst að ná tilfinningalegri fjarlægð á aðstæðurnar og jafnvel að hjálpa öðrum í sömu sporum, þá erum við að gera okkur sjálfum gott og öðrum í leiðinni. Það er að lifa af með reisn. Hetjur eru samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs: Kappi, hraustmenni, afreksmaður.
Meira seinna. Takk fyrir mig.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Kvikmyndir, Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Takk sömuleiðis Jenný ! flott skrifað. !!!
bara Maja..., 7.4.2007 kl. 22:02
Fórnarlamb og hetja já. Nokkuð til í þessu. Kvitt fyrir mig. Gleðilega páska.
Ragnar Bjarnason, 7.4.2007 kl. 23:00
Veistu kæra vinkona að ég var eitt sinn fórnarlamb. En ég var fórnarlamb að eigin vali, ákvað að leika svona hlutverk, valdi vitlaust og framkvæmdi allt vitlaust, svo einn góðan veðurdag sagði ég hingað og ekki lengra og ákvað að lifa lífinu fyrir mig og börnin mín og að allt sem ég gerði og segði yrði til góðs fyrir mig og mína. Þetta gekk kannski ekki alveg upp í hvelli en í dag er ég Palli sigurvegari, elska lífið, sjálfa mig og allt mitt fólk og hef fyrirgefið öllum alveg vinstri/hægri og tekið ábyrgð á mínum göllum og bara skilað hinum til föðurhúsanna, ég er kona á uppleið og alsæl.
Bæ ðe vei alkemistinn er flottur, ertu búin að skoða á síðunni minni allar bækurnar sem ég er með á náttborðinu?
Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2007 kl. 23:09
Hlutverk fórnarlambs getur líka verið heilmikið show stjórnandans. Sem stjórnar hægri vinstri öllum ....en tapar alltaf. Alllir eiga að stíga fórnarlambsins dans. sollis er það stundum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 23:28
Ásdís ég kíkti á bókalistann. Á þarna nokkrar en langar í bókina um fyrirgefninguna og kanínurnar. Hehe.
Katrín ég segi eimitt að fórnarlambshlutverkið sé öflugt (afspyrnu leiðinlegt) stjórnæki.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.4.2007 kl. 23:32
Er mér illa við orðið hetja? Það var ég ekki meðvituð um. Hef hins vegar illan bifur á sífelldri notkun þess við öll tækifæri.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.4.2007 kl. 03:45
góðir punktar, maður þekkir þetta.
SM, 8.4.2007 kl. 09:03
Ég gjörsamlega elska þessa bók....
Heiða Þórðar, 8.4.2007 kl. 11:29
Þið verðið að lesa The Book Thief!
Heiða B. Heiðars, 8.4.2007 kl. 13:06
flott hjá þér!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 14:59
Alkemistinn alltof langt síðan ég las hana, þarf að fara að grafa hana upp aftur. Takk fyrir að minna mig á hana Jenný mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2007 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.