Leita í fréttum mbl.is

PÍANÓIÐ HANS LENNA Á FERÐ OG FLUGI

Píanóið sem  John Lennon samdi Imagine á,  mun fljótlega fara á ferð og flug um Bandaríkin til að minna á friðarboðskap hans.

Eigendur píanósins margfræga eru sambýlismennirnir Gerge Michael og Kenny Gross.  Þeir munu ekki fara með píanóinu í ferðalagið til að draga ekki athyglina frá boðskap Lennons. 

Ég er ein af einlægum aðdáendum Lennons.  En nokkuð þykir mér guðadýrkunin í kringum hann farin að taka á sig fáráðlega mynd.  Eftir því sem árin líða frá dauða hans þess fullkomnari verður hann í minningunni og undir þetta er ýtt af öllum þeim sem að honum hafa komið.  Lennon var breyskur maður með flottar hugsjónir og hann var sjarmerandi af því að hann var töffari með attitjúd sem vildi breyta heiminum. Æi hvað ég vildi að minningin um hann væri eitthvað í líkingu við það sem hann var í raun og sann. 


mbl.is Píanó John Lennons í ferðalag til að vekja athygli á friðarboðskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha.  Þeir munu ekki fara með píanóinu í ferðalagið til að draga ekki athyglina frá boðskap Lennons

Sigfús Sigurþórsson., 5.4.2007 kl. 01:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe markmið ferðar píanós í vaskinn ef þeir tveir eru með?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 07:53

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er auðvitað bara fyndið.  En það er sama sagan með Elvis Presley.  Þessi þörf mannsins til að dýrka einhvern er komin dálítið út í öfgar.  Af hverju leita menn ekki bara inn á við í sína eigin sál, til að leita fulkomnunnar.  Þeir finna hana þar en ekki í einhverjum öðrum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 08:45

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þetta er bara mannlegt eðli. Sjaldnast eru gallar dáins fólks dregnir fram t.d. í minningargreinum og ég tel það ekki vera af hræsni heldur vegna þess að þeir sem eftir lifa velja að muna góðu stundirnar og góðu hliðar þess sem farinn er, frekar en að velta sér upp úr því neikvæða. Svo þegar um er að ræða fólk af þeirri frægðargráðu sem Lennon og Presley teljast til þá er ekki lengur bara fjölskylda og vinir sem minnast í gegnum rósrauðan bjarma heldur heimurinn allur. Orðið ''múgsefjun'' kemur upp í hugann.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.4.2007 kl. 14:11

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Enginn er að tala um galla Lennons né Prestleys eða annara goðsagna.  Sjarmi þessara manna felst kannski fyrst og fremst í náttúrusjarma þeirra.  Munum fólk eins og það var ekki sveipaðri einhverri fullkomnunarslepju.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.