Leita í fréttum mbl.is

HÆKKUM BÍLPRÓFSALDUR STRAX!!

Ég varð stórhneyksluð þegar ég sá fyrirsögn þessar fréttar eða "17 kærðir fyrir of hraðan akstur" og gaf mér þá að það hefði verið hér í höfuðstaðnum um nýliðna helgi.  Nei málið er enn skuggalegra. 17 ökumenn voru teknir í litla og krúttlega Rangárþingi s.l. viku! 

Skv. nýlegri könnun eru það aðalega ungir ökumenn sem keyra á ofsahraða og eiga þeir tam sök á mörgum dauðaslysum í umferðinni.  Ég spyr nú bara; eftir hverju er verið að bíða?  Af hverju er ekki bílprófsaldurinn hækkaður um tvö ár?  Það hlýtur að minnka hraðakeyrslu og slys af völdum barna undir stýri töluvert.  Á þessum tveimur árum hlýtur fólk að þroskast töluvert.  Sumir tala um ofsahraða og alvarleg slys svona nánast eins og náttúrulögmál.  Fórnarkostnað.  Þvílíkt endemis rugl.  Það á að breyta þessu og það eins fljótt og hægt er.  Vil taka fram til að fyrirbyggja missklining að það eru að sjálfsögðu ekki bara ungir ökumenn sem eru óábyrgir í umferðinni og margir þessara krakka eru til fyrirmyndar þar sem og annars staðar. Fullorðið fólk er misjafnt undir stýri líka.  En tölurnar tala sínu máli.  Eitthvað þarf að gera.

Síjúgæs


mbl.is 17 kærðir fyrir of hraðan akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andrea Tanja það er auðvitað leiðinlegt að þeir sem ekkert hafa til saka unnið skuli líða fyrir hina en þannig er það oft stundum.  Ég blæs á þetta með reynsluleysið, veit um mörg dæmi þar sem krakkar eru með einbeittan vilja til að keyra hratt.  Gera beinlínis út á það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Mér finnst að það eigi ekki að hækka bílprófsaldurinn því það seinkar bara vandamálinu um 2 ár. Það eru æði margir sem vita hvar er hægt að keira hratt, hvar löggan heldur sig o.s.f.v. Það eina sem mér dettur í hug í fljótubragði er að sýna unglingum myndband með alvarlegum slysum og brýna fyrir þeim að þau eru ekki bara að tefla sýnu lífi í hættu. Ég veit að þetta er ekki gert. Það vantar líka ökugerði þar sem einstaklingar geta æft sýna kunnáttu og leikni við að stýra bíl. Hættiði svo alltaf að væla um þetta sama að hækka bílprófið um 2 ár ég veit ekki betur en það sé fylki í bandaríkjunum þar sem bílprófsaldurinn er 15 ára.

Jón Þór Bjarnason, 2.4.2007 kl. 11:19

3 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Mjá, ég er einmitt ósammála þér ;) Held að  aldurinn skipti minnstu máli, þótt aldurinn væri hækkaður um eitt tvö eða jafnvel þrjú ár, þetta er fremur reynsluleysi heldur en aldur og þroski. Einnig get ég lofað þér því að 20 ára menn eru mun aggrísevari en 17 ára krakkar, þannig þegar þeir setjast fyrst undir stýri 20 ára þá held ég að við eigum eftir að fá yfir okkur flóð af hraðakstursfréttum og banaslysum... ég er nú bara að speculera...

Gunnsteinn Þórisson, 2.4.2007 kl. 11:22

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....en ertu viss um að þetta hafi ekki bara verið gamlir durgar á beinu vegunum í hinu RISAstóra Rangárþingi?

Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 11:29

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Væri ekki nær að kenna ungdómnum að keyra, rétt eins og við kennum þeim að synda? Væri það gáfulegt að hætt að kenna þeim að synda og bann þeim að fara í sund? Annars má nú alveg setja takmörk á hvað nýliðar mega keyra. Það að nýliði má í dag setjast undir strýri á 300 hestafla tryllitæki er nú bara bilun. Það er um það bil 10 ár síðan við lækkuðum bílprófsaldurinn í 16 ára, með ströngum skilyrðum þó, og allir sem til þekkja viðurkenna að það var gæfuspor.

Birgir Þór Bragason, 2.4.2007 kl. 11:42

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Jenný.  Hvaða tengsl hefur fyrirsögn þín við frétt mbl?  Veistu hvað ökumennirnir voru gamlir?  Ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm í þessari umræðu og leggja til grundvallar þroska unglinganna þá væri ég alveg til í að stelpurnar fengju ökuréttindi 15 ára en strákarnir 20 ára.  Umræða um þetta einkennist mjög af slagorðum og sleggjudómum þar sem hver apar upp eftir öðrum.  Það eru ekki nema örfá ár síðan nefnd sérfræðinga lagðist í mikla rannsóknarvinnu um þetta mál og niðurstaða hennar var einróma:  "Ekki væru nein haldbær rök fyrir hækkun bílprófsaldurs". 

Við erum fyrirmyndirnar.  Högum okkur í samræmi við það.  Þá er kannski von til að hegðun yngri ökumannanna lagist.

Sveinn Ingi Lýðsson, 2.4.2007 kl. 12:12

7 Smámynd: Hafliði

Sem betur fer eru flestir ungir ökumenn afar hæfir og ábyrgðarfullir. En í öllum hópum finnst illa gefið fólk og hálfvitar. Oftast bara örfáir einstaklingar. Við þurfum að beina athyglinni að þessum litla hópi. Það eru fáu fíflin en ekki fjöldinn sem skapa vandamálin.

Hafliði, 2.4.2007 kl. 12:13

8 identicon

Ef að bílprófs aldurinn er hækkaður þá verða þeir sem fá bílprófið 19 ára ekkert betri bílstjórar heldur en þeir sem fá prófið 17 ára, jú það er vit í þroska málum, en þau sem fá prófið 19 ára væru þá með enga reynslu eins og 17 ára fólkið.

Benedikt F (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 14:04

9 identicon

Spyrjið bara tryggingafélögin hvaða aldur valdi mestu tjóni. Ég hef spurt um þetta þar og svörin eru að því yngri sem ökumennirnir eru því fleiri og meiri tjónum valdi þeir. Staðreyndin er því sú að 17 ára óþroskaðir krakkagrislingar valda mestu tjóni. Þetta er bara borðleggjandi staðreyndir. Upp með bílprófsaldurinn strax ! Það er ekki eftir neinu að bíða !

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 14:18

10 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Ef að hlutirnir væru nú svona einfaldir þá væri nú gaman að lifa.  Það eru svo margar breytur í þessu dæmi sem aldrei verða leyst með upphrópunum.  Frá árinu 2000 hefur slysatíðni yngsta aldurshópsins frá 17 - 19 ára lækkað um rúm 60%.  Hærri slysatíðni má m.a. rekja til reynsluleysis auk þess að þessi aldurshópur, sérstaklega strákarnir, aka mjög mikið miðað við eldri samanburðarhópa.  Í nágrannalöndunum er bílprófsaldurinn 18 ár.  Þar sjáum við mjög sambærilegar tölur varðandi slysatíðni tveggja yngstu árgangana.  Reynsluleysið er nákvæmlega það sama hjá hvort heldur aldurinn er 17 eða 18 ár.  Að öðru leyti vísa ég til fyrri athugasemdar minnar varðandi þessa bloggfærslu.

Sveinn Ingi Lýðsson, 2.4.2007 kl. 15:48

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðar umræður gott fólk.  Til að fyrirbyggja frekari misskilning þá er ég ekki að gera unga ökumenn að alsherjar sökudólgum.  Ég var einfaldlega að vísa í frétt hér á Mogganum um daginn þar sem kom fram að þeir ættu stóran hlut í alvarlegum umferðarslysum.  Ég held að til greina komi tvær leiðir, að herða viðurlög og/eða hækka bílprófsaldur.  Eitthvað verður allavega að gera til að breyta ástandinu í umferðarómenningunni þar sem fullt af fólki deyr eðahlýtur varanleg örkuml vegna bílslysa.

Takk annars fyrir góð og áhugaverð innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 17:12

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ágætis umræða hér, ég er alveg innilega sammála Sveini Inga Lýðssyni, þið sem eruð föst í þessu með það að hækka ökuleyfisaldurinn eruð haldin fordómum gagnvart ykkur yngra fólki, þið getið alveg vitað - ef að þið viljið vitað það, að þó svo að tjónin séu flest hjá reynsluminnstu ökumönnunum þá eru það bara EKKI 17 ára ökumennirnir sem eru að VALDA alvarlegustu slysunum, þroski er að mestu leyti reynsla. Ég er líka sammála Birgi Braga kennum unga fólkinu að keyra, við gætum td. komið inní grunnskólana umferðarfræði og við sem eldri erum gætum td. verið þeim betri fyrirmyndir. Eins og ég ég er fullkominn í umferðinni það klikkar nákvæmlega ekkert hjá mér, en hann Bjössi úti í næsta húsi skal ég segja ykkur er einmitt sá sem Umferðarútvarp er alltaf að tala til, en hann skilur það ekki og heldur alltaf að þau séu að tala til mín, þetta er nú meiri asninn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.4.2007 kl. 18:22

13 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Litla krúttlega Rangárþingi???

Brynja Hjaltadóttir, 2.4.2007 kl. 19:47

14 identicon

Það leysir engan vanda að hækka bílprófsaldur. Við værum bara að færa reynsluleysi upp um þau ár sem bílprófsaldur yrði hækkaður um. Hafið þið velt því fyrir ykkur hversu oft ýmsir koma í veg fyrir árekstra og slys með því að vera vakandi í umferðinni og oftar verð ég var við sofandi hátt og athyglisleysi við aksturinn hjá þeym sem reynsluna eiga að hafa. Það þarf æfingarsvæði fyrir nýja ökumenn og svo þarf að kenna flestum af þeim reyndari að nota stefnuljós og aka á réttum akgreynum. Málið er ekki að aka "hægt" og "varlega" heldur að vera vakandi í umferðinni og hafa athyglina við aksturinn..

Margeir (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 2987209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.