Sunnudagur, 1. apríl 2007
AF APRÍLHLAUPI OG KARLEMBUSVÍNUM
Það sem af er deginum hef ég ekki hlaupið apríl og engar tilraunir hafa verið gerðar til að fá mig af stað enn. Meira húmorsleysið í mínu fólki. Ég hef þó fallið fyrir hrekkjum oftar en ég kæri mig um að muna. Í fyrra beið ég hálftíma (eða lengur!!) fyrir utan húsið eftir að húsbandið næði í mig, en hann hringdi og sagðist vera að koma, við værum boðin í mat til vinafólks okkar. Hann veit að ég þoli ekki svona spontan uppákomur, verð að hafa góðan tíma til að taka mig til og svona, hann gaf mér ekki færi á að svara sagðist vera kominn eftir fimm mínútur. Ég henti mér í föt, málaði mig á innsoginu og þeyttist út og beið... og beið... og beið... Þennan dag tapaði ég húmornum og er rétt búin að fá hann aftur. Þegar ég var í Hagaskóla um árið, efndum við unglingar um allan bæ til mótmælagöngu vegna skorts á húsnæði fyrir okkur að hittast í. Klæddum okkur eins og vanvitar, skrópuðum í skólanum og hrópuðum gífuryrði að gangandi fólki sem varð á vegi okkar. Þetta var gaman og við fundum heilmikið til okkar. Að eigin mati vorum við verulega töff.
KARLREMBUSVÍNIN
Ég skrifaði hér að neðan um að það hafi verið slys að gera vændiskaup refsilaus. Þe lögleiðingin á vændi. Það er prinsippatriði að þeir sem misnota sér neyð annara fái bágt fyrir. Ég hef rætt þetta töluvert við vini og fjölskyldu og nær allir eru sammála mér, nema nokkrir feministahatarar í 15. lið og svo ókunnugir karlar sem ég hef af hendingu lent í samræðum við. Undir pislinum mínum um þetta efni stendur líka eftirfarandi athugasemd frá Sigurði Karli Lúðvíkssyni:
"NEI ÞAU EIGA EKKI AÐ VERA REFSIVERÐ (þe. vændiskaupin)!!! Hættið að spýja þessu hatri og fasisma út. Þessi viðhorf eru eimitt þau sem gera vændi hættulegt. Það er hlægilegt að vita til þess að svona margir halda, að bann slái á framboð og eftirspurn, það gerir það ekki, hefur aldrei gert og mun aldrei gera það. Sýnið mellunum amk þá virðingu að neita þeim ekki um mannvirðingu á við ykkar, að stunda sitt fag ef ekkert annað býðst. 'Eg fullyrði án þess svo mikið sem að blikka augunum að 95% vændiskvenna sem hafa dáið í starfi séu vegna þessa skilningslausu viðhorfa á borð við þau sem eru tíunduð hér. Hugið að samvisku ykkar, hún er svert af fasisma.
Þarna talar hinn týpiski andfeministiski karlmaður, leyfi ég mér að fullyrða, þrátt fyrir að ég hafi ekki hugmynd um hvort þessi maður skilgreini sig þannig. Mér finnst þetta bara lýsandi dæmi um botnlausa kvenfyrirlitningu. Þarna eru einhverjar tilfinningar sem fara í gang, ofsafengnar mjög og svona fólk hræðir mig. Það er hrópað um fasisma, samvisku, mellur og fag. Við sem erum á móti lögleiðingu vændis eigum í 95% tilfella sök á dauða vændiskvenna vegna viðhorfa okkar (er ekki í lagi heima hjá fólki?). Það má vera að þetta sé kjánahjal en ég óttast þessi viðhorf og þessa heift.
Ég er nú á því að svona menn eigi að senda í sveit. Hugmyndafræðilega sveit þar sem hægt er að kenna mönnum staðreyndir um þessi mál. Hm.. kona getur látið sig dreyma......
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Ferðalög, Kvikmyndir, Lífstíll, Menning og listir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:43 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Var þetta ekki bara húsbandið að blekkja þig þar sem það er 1. apríl? Þetta virðist ekki vera skrifað í alvöru ... eða hvað!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 19:39
Jæja, ég verð að fá að svara þessu bulli. Ég er hvorki femínismi né karlrembusvín, fáráð á flokka fólk á þennan hátt, verið að gefa í skin að femínismar séu á móti karlmönnum og karlrembusvín séu á móti konum. Ég er hvorki né og dettur ekki í hug að gera upp á milli fólks eftir kynferði þeirra, annað en femínismar, fasismi að hygla einn þjóðfélagshóp umfram annan. Það er reyndar alveg í fínu lagi heima hjá mér, mjög málefnalegt innslag þar á ferð og merki um algjöra rökþurrð, lagi í heima hjá mér issss. Ég er í mjög hamingjusamri sambúð, barnlaus þó enn, en á frábæra fjölskyldu sem ég elska mjög mikið, í góðu starfi þar sem ég vinn mikið með ungu fólki, sérstaklega ungum konum á framabraut og veit allt um getu kvenfólks til að skapa sína eigin framtíð, frjáls við einhverja púrítana sem þykjast vita allt um hvað er þeim fyrir bestu. Ég hef aldrei keypt mér vændiskonu og það er ekki á stefnuskránni. Ég hef greinilega ólíkt þér kynnt mér þessi mál mjög vel, horft á fræðsluþætti og lesið bækur og skýrslur um málefnið og út frá þessari þekkingu hef ég beitt rökfræðilegum bakrunni mínum sem raungreinamaður með háskólagráðu og tekið þá afstöðu að bann við vændi hefur einungis ollið meiri dauða og harmleik en málefnið sjálft og því eina rökrétta ákvörðunin er að leyfa vændi og bera það upp á yfirborðið þar sem vændiskonum er veitt vernd og heilbrigðisþjónusta eins og þær eiga rétt á alveg eins og þú Jenný. Ég hef á tilfinningunni Jenný að þú hafir ekki beinlínis miklar rannsóknir á fyrirbærinu á bakinu heldur hefur mótað þitt viðhorf til vændis eftir einhverri innri sannfæringu sem er algjörlega úr takti við staðreyndirnar. En hvað er svosem nýtt í því.
Ef ég hef hrætt þig með því sem ég skrifaði þá biðst ég afsökunar á því. Reikna með að þau orð mín hafi verið viðbrögð við hræðslu minni við þínum viðhorfum um boð og bönn og þess háttar þvætting sem hefur dregið svo marga til dauða að það er ótækt að nefna fjöldann. Vill minna þig á að það var ekki almenningur sem fór fram á lögbann við vændi á sínum tíma heldur þrýstingur frá gerræðisilegri stofnun sem kallast kirkjan. Kirkjan er með blóðugustu hendur allra fyrirbæra sem hægt er að nefna í einu nafni og er holdgervingur fasisma af verstu gráðu. Heift mín er tilkominn ekki vegna kvenfyrirlitnigu heldur þvert á móti vegna réttlætiskenndar minnar í garð annara sem hafa jafn mikinn rétt á að lifa sínu lífi og þú Jenný, laus við afskiptasemi þína. Fyrir tilstuðlan einhverra geðþóttaákvarðanna eða helbers skilningsleysi hefur þú ákveðið að svo eigi ekki að vera heldur eigi allir að lifa eftir þinni siðferðisvitund og þess vegna hrópaði ég fasismi. Ég er alveg jafn hræddur við þig og þú ert greinilega hrædd við mig. Munurinn liggur hinsvegar í því að ég vill hjálpa fólki en þú vilt banna fólki. Mín aðferð virkar betur og þú veist það innst inni, þarft bara að hrista af þér þessa mýtu.
Svo er annað, mér dettur ekki í huga að senda þig eitt eða neitt (í sveit) gegn þínum vilja þó ég sé ekki sammála þér og telji að þín viðhorf séu beinlínis lífshættuleg fyrir fjölda fólks. Sjálfur var ég í sveit í mörg ár þannig að ég mun ekki læra neinar nýjar "staðreyndir" þar. Þess ber að geta að ég er sammála þér því að það er ekki æskilegt að konur selji líkama sinn í neyð en að láta sér detta það til hugar að hægt sé að breyta einhverju um það með lögboðun er arfavitlaust með afbrigðum og móðgandi við hugsandi fólk. Ein leið til að sjá það er að opna augun, það er ekki erfitt.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 1.4.2007 kl. 20:19
Hvar er myndin sem þú varst kominn með Sigurður Karl? Asskoti góð. Ég sagði aldrei að vændiskonur ættu að nóta minni réttinda en annað fólk. Samúð mín er öll hjá þeim, eins og gefur að skilja. Ég ætla ekki að senda neinn í sveit þetta var svona "figure of speach".
Takk fyrir annars.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 20:22
Gurrí mín ofkors var hann að blekkja mig, gleymdi að taka það fram. Vel útpælt aprílgabb sem endaði á flottum restaurant þar sem ég skalf úr kulda allan tímann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 20:23
Samúðin mín er líka hjá þeim, full og óskert. Hvaða mynd, skil ekki?
Sigurður Karl Lúðvíksson, 1.4.2007 kl. 20:29
Varstu ekki með mynd af þér í gær?
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 21:01
neibb kannast ekki við það.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 1.4.2007 kl. 22:06
Er örugglega að taka feil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2007 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.