Leita í fréttum mbl.is

FOKIÐ Í FLEST SKJÓL VEGNA BLOGGS

79

Nú þýðir víst lítið að hendar sér í dragtina, fara í háhælurnar, með augnhárin dinglandi og CV-ið upp á vasann í atvinnuviðtal.  Nú er það skjalfest, múr- og naglfast hvurslags skítakarakter maður er á blogginu manns.  Nú er nóg fyrir atvinnurekendur sem ætla að ráða fólk að fara í bloggið og kynnast hinni duldu hlið á þeim sem sækja um vinnu.

Það sem gæti blasað við mögulegum atvinnurekanda í mínu tilfelli, færi hann á hundavaði yfir bloggið væri eftirfarandi:

Konan er fyllibytta að upplagi þó hún eigi að heita allsgáð akkúrat núna (big NO í kladdann og hér myndi ríflega helmingur skutla umsókninni í ruslakörfuna)

Þessi kjéddling er á móti her, á móti álverum, á móti klámi, á móti þeim sem eru á móti (hér færi nítíu og níuprósent umsókna minna í körfuna)

Hjá SÁÁ vantar kannski í eina stöðu þar sem ég kæmist í viðtal og yrði mögulega ráðin.  Þeas ef ég væri ekki dottin í það vegna slælegs gengis á ÖLLUM hinum stöðunum.

Sjitt verð að passa mig verulega á hvernig ég blogga.  Skv. viðhangandi frétt hefur fjórðungur atvinnurekanda hafnað amk. eini umsókn vegna bloggs viðkomandi.  Þetta er að gerast hérna handan við hornið, þe í Bretlandi. OMG


mbl.is Bloggið gæti spillt fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég var einmitt að hlæja á mig gat yfir listanum hjá Dúu um þetta, en svona án gríns þá á ég ekki séns hjá neinum vinnuveitendum sem kíkja á mitt blogg. Maður verður bara að stofna eigið fyrirtæki og reyna að redda sér - svo maður geti haldið áfram að blogga

halkatla, 30.3.2007 kl. 11:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við gerum það Anna Karen, það gæti heitið eitthvað svona: Bloging women con-art.un-limited. Híhí

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2007 kl. 11:36

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Um leið og bloggið er sannleikskorn um viðkomandi er þeð misnotað af neikvæðum njósnum - hvernig væri að fara stofna meðferðasblogg af ýmsu tagi?

Svona eitt fyrir atvinnuveitendur. annað fyrir þá sem vantar vinnu, svo fyrir fyllibyttur úr meðferð, geðveika, krappameinsveika, hjartveika, sykursjúka, gigtveika, eyðniveika, minnisveika, parkinson veika, ellilífeyrisþega, .......

Edda Agnarsdóttir, 30.3.2007 kl. 11:38

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ég er í svo mörgum flokkum hjá Eddu að ég vil frekar stofna samflokk fyrir okkur öll svo ég geti verið með sem flesturm

Ásdís Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband