Leita í fréttum mbl.is

Á YFIRREIÐ UM BLOGGHEIMA

91

Þegar ég var búin að lesa bloggvini mína í dag, bæði sæl og glöð, tók ég góða rispu í að kíkja á moggabloggara svona almennt.  Það var fróðleg, spennandi og hundleiðinleg lesning allt eftir málefnum, pennafærni og sollis.

Ég rakst á blogg um pólitík; vinstri, hægri og allt þar á milli.  Ég las um skoðanir bloggara á þjóðsöngsaflippi Spaugstofumanna, kærleikspistla, framsóknarskítkast eins og það gerist verst (rosaleg heift í Framsókn nú um stundir), um ofsatrú og það heiftarinnar reiðarslag að vera ekki réttu megin í trúnni,  um mótmæli gegn stríðinu í Palestínu og Írak, um kvikmyndagerðarmenn og um Júróvisjón svo fátt eitt sé talið.

ERGO: Maður þénar helling á að lesa moggablogg.  Alltaf skemmtilegt, alltaf fróðlegt og stundum alveg rosalega pirrandi.  Alveg eins og vinir og kunningjar eru, miskemmtilegir en alltaf þess verðir að á þá sé hlustað.

Ég bíð spennt eftir næsta skammti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekki að spyrja að málskrúðinu Dúa.  Reyndu að hemja strauminn kjútípæ.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 21:37

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert ritþjófur þú hefur lesið athugasemdina mína hjá henni Önnu Björns

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 21:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 22:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það eru blendnar tilfinningar að lesa það sem fólk skrifar.  En það er líka mjög þroskandi.  Þú ert bara frábær Jenný mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2007 kl. 23:16

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk sömuleiðis Ásthildur mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband