Leita í fréttum mbl.is

Kristjanía að innlimast í Danmörku?

37

Nú eru Kristjaníubúar að ræða tilboð danska ríkisins um að sameinast Danmörku af fúsum og frjálsum vilja.  Ég hef aldrei verið svo mikill hippi að mig hafi langað til að búa í Kristjaníu en sem fyrirbæri var fríríkið merkileg tilraun. Þegar ég gekk í gegnum Kristjaníu á 8. áratugnum var þar ekki fallegt um að lítast, sorphaugar út um allt og börn og ótrúlegur fjöldi hunda að velta sér innan um sorpið í einum hrærigraut.  Ég man að mér fannst það ekki par sjarmerandi og varð þeirri stund fegnust þegar ég komst þaðan út.  Fyrir nokkrum árum gekk ég aftur þar í gegn, sem ráðsettur túristi hm.., og þá var ástandið öllu betra.  Þarna var orðið reglulega huggulegt.

Það er kannsk i lögmál í lífinu að allt gangi sér til húðar.  Að nýjir vendir sópi best.  Ég hef ekki næganlega þekkingu á því sem er að gerast þarna til að vera með því eða á móti.  Allavega var Kristjanía nokkurskonar afkvæmi hippismans, fallegar hugsjónir sem því miður margar hurfu upp í reyk, í orðsins örgustu.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með hver örlög fríríkisins verða.


mbl.is Framtíð Kristjaníu óviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Is that all you have to say? Hér eftir verða skráðar athugasemdir hjá DD í örformi, þe tilfinningatáknum

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband