Leita í fréttum mbl.is

SAGAN AÐ ENDURTAKA SIG?

11

í dag er búist við fjölmennum mótmælum í NY gegn Íraksstríðinu.  Mér finnst eins og sagan sé að endurtaka sig.  Mótmæli bandaríska borgara höfðu úrslitaáhrif um að USA kölluðu herinn heim í Vietnam stríðinu. 

Nú er bara að bíða og vona.  Því fyrr sem þessu blóðbaði lýkur, því betra.  750 þúsund manns hafa látið lífið í Íraksstríðinu.  Það er  því miður óumbreytanlegt. 

Íslendingar eiga að taka sig af lista hinna "staðföstu", mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki vera aðili að stríði. 


mbl.is Búist við fjölmennum mótmælum gegn Íraksstríði í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Því miður mun blóðbaðinu ekki ljúka.  Þau illu öfl sem Bush og Co. særðu fram með þessari vönduðu innrás verður ekki troðið aftur ofan í lampann.  Vonandi lætur Bush næsta lampa vera.

Björn Heiðdal, 18.3.2007 kl. 12:27

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Vonandi lýkur hersetunni sem fyrst. Vandamálin munu þó ekki lagast af sjálfu sér, enda hefur innrásin komið af stað borgarastyrjöld, sem ekki sér fyrir endann á. Vonandi hafa menn meira vit en svo þeir ráðist á Íran næst.

Svala Jónsdóttir, 18.3.2007 kl. 12:50

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þeir komu Al Qaida til valda í Írak.  Þeir voru þar ekki fyrir í tíð Saddams.  Svona er það þegar misviturt fólk.... heimskt fólk eins og Búskurinn fara að ráðskast með hlutina.  Fari hann fjandans til. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2007 kl. 16:29

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ef eitthvað er þá eru stjórnvöld enn afturhaldssamari í Bandaríkjunum núna en á tímum Viet-Nam stríðsins, en hins vegar er möguleiki á að eitthvað mun skárra taki við að kjörtímabili Bush loksins loknu. Mér finnst notalegt að vita af því að bandaríska þjóin skuli ekki sætta sig við þetta ástand öllu lengur en mikið ofboðslega hefur þetta verið dýr og sorgleg lexía.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.3.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband