Leita í fréttum mbl.is

FRÆGRA MANNA TÓMSTUNDADUND

fr

Ég er mikil Kastljósskona, einlægur aðdáandi en auðvitað er ég misánægð með afþreyingarefni þáttarins. Annað væri óeðlilegt.  Ég hef hins vegar ekki sterkar skoðanir á afþreyingarefni sem slíku og gott eða slæmt vekur það ekki svo heitar tilfinngar hjá mér að ég nenni að blogga um það.  Í Kastljósi gærkvöldsins var ég þó alveg gáttuð.  Er nóg að vera frægur til að geta fengið inni með einhverja ekkifréttatómstundir í einum vinsælasta fréttaþætti á landinu? Spyr sá sem ekki veit.  Annars ætla ég ekki að leggja dóm á hvað selur og hvað ekki.  Það vita aðrir betur en ég.

Ég eins og flestir landsmenn vita nú að Karl Ágúst Úlfsson spilar therapautiskt á trommur í tómstundum sínum.  Gott hjá honum.  Ég veit að hann ætlar að fá gesti og gangandi í Kringlunni í dag til að taka þátt.  Gott mál, ekki veitir af samstillingu landans á þessum stresstímum þar sem hver höndin er upp á móti annari. 

Karl Ágúst mætti í Kastljósið vígreifur til trommuspils ásamt flokk af fólki. Þau spiluðu takta.  Mér fannst þetta í rauninni alveg bráðdrepandi fyndið og hallærislegt.  Ekki heima í stofu hjá manninum en í beinni inn á hvert heimili í landinu.  Fín auglýsing fyrir Kalla og drepleiðinlegt fyrir mig og minn heittelskaða.  Það brást á fjöldaflótti tveggja sálna frá sjónvarpinu.

KÁÚ þú átt heima í Spaugstofunni sem btw er minn uppáhalds.

Ég á vinkonu sem safnar fílum í tómstundum, ég á frænda sem safnar dúkkulísum og servéttum, ég á vin sem safnar smjörlíkisumbúðum heimsins og annan sem safnar tvinnakeflum og hefur gert í ein 30 ár, er með reynslu í tvinnakeflunum, hefur heilmiklu að miðla um eðli, útlit, lögun og tilgang þeirra í hinu stóra samhengi lífsins.  Ég vil hann í Kastljós og það ekki seinna en strax.  Hann hefur tjáð mér að tvinnakefli hafi therapautiskan tilgang, að það rói hugann að handleika þau.  Ég trúi honum.  Hann heitir að vísu Jón Jón Jónsson og byr að Égmanekkihvaðamannvitsbrekku 0 en hann hefur heilmikið til málnanna að leggja um....tvinnakefli.

aab

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi H.

held það sé fullur skilningur þá því sem þú ert að segja, nema hvað það er full ástæða til að sjá frænku þína með fíla-safnið, þú ættir að senda inn hugmyndina til kastljóss. Hlakka til.

Tryggvi H., 17.3.2007 kl. 16:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Geriða Tryggvi

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 16:48

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Góður punktur. Það er oft nóg að hafa spilaðá orgel í hljómsveit til að eiga greiðan aðgang að sjónvarpi það sem eftir er.

Tómas Þóroddsson, 17.3.2007 kl. 16:56

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tommi small í gólf, þetta orgel er svo myndræn lýsing á fyrirkomulaginu

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 17:29

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég spilaði einu sinni á gítar í útvarpshúsinu..... endur fyrir löngu þegar það var á Skúlagötunnni!

....hvenær verður talað við mig í Kastljósinu?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2007 kl. 17:46

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á mánudaginn darling, var að tala við strákana í sjónvarpinu.  Þú munt spila Gamla Nóa sem er flókið og erfitt verk.  Er þetta annars ekki tómstundagaman?  Þeir eru með þema þennan mánuðinn.  Bara tómstundir hins þekkta íslendings.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 17:53

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ég safna fílum og fíla það vel  á 130  sýndi þá einu sinni á bókasafninu hér á Selfossi, safnið sýnir oft svona einkasöfn og það er mjög gaman að því.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2987324

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband