Fimmtudagur, 1. mars 2007
AF GÓÐGERÐARMÁLUM
Ég sá viðtal við formann Fjölskylduhjálparinnar í Kastljósi, þar sem hún var spurð út í útrunnar matvörur sem starsfólk hjálparinnar höfðu haft á boðstólnum fyrir íslenska "fátæklinga". Formaðurinn afsakaði sig með að neyð fólks væri svo mikil og fólk vildi fá þetta þrátt fyrir að varan væri allt að þremur árum eftir síðasta söludag. Aðspurð kvaðst formaðurinn að sjálfsögðu leggja sér til munns útrunna matvöru (þurrmat) ef til kæmi. Ég leyfi mér að efast um það.
Hugmyndafræðin
Ég held að sú hugmyndafræði sem lögð til grundvallar rekstri á hjálparstarfi eins og tam Fjölskylduhjálpar sé í raun ekki mjög mannkær í eðli sínu. Ástæðan fyrir því að sumir vilja með sjálfboðaliðastarfi og framlögum einstaklinga reka starfsemi eins og Fjölskylduhjálpina þar sem gengið er út frá því að bæði gefandi og þiggjandi fái út úr starfinu, á ekki við í þessu tilfelli að mínu mati. Ég efast þó alls ekki um að formaður Fjölskylduhjálpar og hennar fólki gangi gott eitt til. Þetta er í raun spurning um nálgun og samfélagslega ábyrgð. Ég er í sjálfu sér alls ekki á móti þessu þegar um sum þjóðþrifamál er að ræða. Dæmin um það eru mörg eins og t.d hjálparsveitirnar okkar sem ég styrki af mikilli ánægju.
Hinsvegar eru þeir sem vilja að samfélagið, beri ábyrgð á öllum þegnum sínum og því eigi ENGINN að þurfa að ganga með betlistaf í hendi og biðja um lífsviðurværi fyrir sig og börnin sín. Þar skilur á milli feigs og ófeigs. Fólk eigi að hafa framfærslu sem nægi fyrir nannsæmandi líferni og allt annað sé bjevað óréttlæti.
Hið ameríska súpueldhús
Einu sinni voru íslendingar fátækir, í orðsins örgustu. Það á ekki við í dag. Það er til nóg af peningum í þessu þjóðfélagi til að allir geti lifað með reisn. Það virðist vera að íslensk stjórnvöld hafi villst töluvert af leið frá norræna velferðarmódelinu sem við erum alltaf að miða okkur við. Íslendingar þurfa í raun ekki að miða sig við nein módel þar sem við getum byggt okkar eigið. Það virðist þó vera þannig að við séum á leið í ameríska súpueldhúsið og það beri enginn ábyrgð á náunganum heldur sé hver sjálfum sér næstur.
Svo ég vísi aftur í viðtal Kastljóss við formann Fjölskylduhjálpar, þá sagði hún eitthvað á þá leið að nú væri enginn þurrmatur á boðstólnum lengur og ekki víst að fjármunir leyfðu að hann yrði keypur. Þetta er nákvæmlega það sem ég vil ekki að fólk þurfi að upplifa þegar lífsviðurværi þeirra er annars vegar. Að það skuli háð velvilja einhverra fyrirtækja út í bæ um daglegar nauðsynjar.
Það er alveg greinilegt að viðkomandi stjórnvöld þurfa að fara í langt frí (jafnvel á eftirlaun) og að aðrir taki við stjórnartaumunum. Raunveruleikatengdir einstaklingar með virðingu fyrir fólki eins og tam Vinstri grænir með þáttöku Samfylkingar. Það er ekki lengur draumur heldur vel mögulegt.
Ég persónulega vil engum svo illt að þurfa að biðja um mat fyrir fólkið sitt. Að fólk skuli sett í þá aðstöðu að geta ekki keypt mat er mannfjandsamleg stefna og engum sæmandi. Ekki okkur sem einstaklingum og heldur ekki sem þjóð.
Annars skín sólin, daginn er að lengja og vorið á hraðferð til okkar. Hvenær kemur lóan? Ég veðja á vinstra vor á Íslandi eftir 12. maí. n.k.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það er þetta ömurlega viðhorf að henda bara úreltu og ónýtu drasli í þá sem minna mega sín. Að það sé einhverra hluta vegna nógu gott fyrir Þau að borða eldgamlan útrunnin mat..annars fái þau bara ekki neitt!!!!! Kallast það góðverk og hjálpsemi nútímans??? Þetta viðhorf er reynar bara ekkert að skína í gegn þarna..svona nákvæmlega svona snýst þessi hnöttur...nokkrir sem hirða gullið og góðmetið og hinir mega bara reyna að lifa á afgangsjörðum, afgangsplássi, afgangseurum, afgangsleifum og vera bara afgangurinn alla tíð. Éta það sem úti frís og ef þeir æmta er bara þeim sagt að þau séu að hafa vitlaust fyrir sér. Þau lifi í velferðarsamfélagi og hafi það gott og eigi að vera hamingjusöm. Dagsett 4. maí 2001. Undirskrifað af "almættinu" þ.e yfirvaldinu sem allt veit og er búið að gera vísindalega skoðanakönnun sem styður þessa útkomu að þetta sé sérdeilis ágætis útkoma.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 13:39
Oh Jenny, vildi að þú værir í mínu liði en ekki með mussufólkinu.
Annars minnir mig að eitthvað svipað hafi komið upp hjá fólki sem bjó á einhvers konar sambýli við Miklubraut, það fólk fékk útrunninn mat og stundum ónýtan. Veit heldur ekki betur en að Bónus hafi haldið skjólstæðingum Byrgisins uppi með svona útrunnum mat.
En það er kannski við hæfi að þeim sem hafa á einhvern hátt orðið undir í samfélaginu sé sagt með svona beinum hætti að éta það sem úti frýs, eða hvað? Það virðist allavega hafa verið vilji meirihluta þjóðarinnar undanfarin ár, a.m.k. þegar litið er til þess hvernig hann kýs.
Ibba Sig., 1.3.2007 kl. 14:54
Við erum eiginlega í sama liði Ibbs! Það var útrunninn og skemmdur matur á áfangaheimili fyrir heimilislausa sem Samhjálp rekur á Miklubraut. Að trúarfélög skuli reka meðferðarbatterí er efni í aðra grein, enda mér málið skylt.
Vona að hin almenna manneskja muni harðneskju peningahyggjunar þegar hún fer í kjörklefann 12. maí nk.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 15:47
Ekki ætla ég að mæla súpueldhúsum bót. Og því síður því samfélagi sem þannig býr að þegnum sínum að neyðist til þess að þiggja súpuna. En úr því svo er, og þegnunum auðnast ekki að breyta þessu í kosningum, finnst mér ekki hægt að lasta þá sem gefa hana. Og útrunnin matvæli geta vel verið æt. Ekki fleygi ég því sem er í skápunum hjá mér þótt það sé komið fram yfir síðasta söludag. Það eru heldur ekki alltaf skynsamlegar ákvarðanir heilbrigðislögreglunnar og eftirlitskónganna í þessum efnum. Ef Íslendingum hefði á fyrri tíð verið gert skylt að henda matarfyrningum á borð við smér, skyr, reykt ket, harðfisk eða hákarl, væri ekkert okkar á lífi til þess aðlesa sig fram úr reglugerðum Evrópusambandsins um "hilluliftíma" matartegunda.
Sigurður G. Tómasson, 1.3.2007 kl. 19:30
Ég lasta ekki þann sem gefur en ég er á móti því að fólk í þessu þjóðfélagi þurfi að sækja sér lífsviðurværi á þennan hátt.
Svo sé ég enga ástæðu til að hampa útrunnum matvælum, finnst það hálfgerð nútímaútfærsla á úldnum fisk og möðkuðu mjöli sem ég tel okkur íslendinga vel hafa getað verið án.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 19:47
Hæ, Jenný mín. Er hættur með blogg vegna mikilla anna við ritstörf. Ætla mér samt að heimsækja ykkur áður en langt um líður. Kær kveðja, Orri.
Orri Harðarson, 2.3.2007 kl. 02:32
.... var það ekki Brunaliðið sem söng: "ég er ááááá leiðinni, alltaf á leiðinni......" Er enn að safna kjarki.
kveðja og takk fyrir innlitið
Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2007 kl. 08:56
...ps. Veistu hvort Flugdrekahlauparaskrifarinn Khaleid Hossini hefur skrifað eitthvað fleira?
Þetta er bók sem maður vildi gjarna vera alltaf að lesa. Hún skilur svo mikið eftir sig.
Hilsen
Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2007 kl. 08:59
Dúa! Halló-halló, audda kom maturinn ekki frá Fjölskylduhjálpinni híhí
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 10:25
Hrönnsla tékka á höfundi Flugdrekahlauparans og set það inn í athugasemdir hjá þér
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 10:26
Hrönnsla tékka á höfundi Flugdrekahlauparans og set það inn í athugasemdir hjá þér
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.