Færsluflokkur: Heilbrigðismál
Mánudagur, 30. mars 2009
Kreppuskógur
Auðvitað er skelfilegt að bílaframleiðendur fari á hausinn og fullt af fólki missi þar með vinnuna.
En eru þessi gengdarlausu bílakaup fólks ekki út úr kortinu og það nauðsynlegt að koma þessu á eðlilegt plan?
Það er regla frekar en undantekning að það sé bíll á mann á heimilum víða um heim og hér auðvitað líka.
Bílar menga, gleypa bensín, hamla för (umferðarteppur sko) og fólk spikfitnar undir stýri. Smá dramatík hérna og ööööörlitlar ýkjur en þið vitið hvað ég meina.
Ég er ekki með bílpróf (nei missti það ekki, tók það og endurnýjaði ekki, er stórhættuleg í umferðinni) og hef á tímabilum notað strætó. Mér fannst það flott ef frá eru taldar tímatöflur sem eru búnar til af einhverjum sem notar EKKI strætó.
Mér er næst að halda að hugbreytandi efni hafi verið með í för í tímatöfludeildinni hjá Strætó á stundum.
Þessu þarf að kippa í liðinn.
Nú eigum við að gangast upp í því að vera sparsöm, umhverfisvæn og kollektív.
Látum kreppuskóginn verða minni eitt.
Halló, þetta átti ekki að verða nein prédikun.
En svo "varðaði" það bara.
Excuse.
Mikil óvissa í bílaiðnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 22. mars 2009
Leyfum það - leyfum það
Hass er dóp, svo mikið veit ég.
En ef það er hægt að hjálpa fólki með sjúkdóma með því að nota jurtina þá á að sjálfsögðu að búa svo um hnútana að það sé hægt.
Eftir hverju er verið að bíða?
Hjálpar jurtin ekki krabbameinssjúklingum, fólki með taugasjúkdóma og svoleiðis?
Leyfa það, leyfa það.
En fjandinn hafi það að það þarf að halda vel utan um þessi mál.
Ég sé enga ástæðu til að bæta aðgengi að dópi fyrir unga fólkið.
(Eða neytendur hugbreytandi efna svona yfir höfuð).
Og hana nú.
Kæmi til greina að leyfa kannabislyf á undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Hinir harmarnir
Það má vera að það sem ég ætla að blogga um geti talist ósmekklegt.
Það verður þá að hafa það.
En ef eitthvað er ósmekklegt varðandi dauða þessarar vesalings konu, Natöshu Richardson, þá er það tilfinningaklámið bæði í fjölmiðlum og á blogginu, uppúrveltingurinn snýr við í manni maganum.
Það er fjallað um dauða þessarar konu eins og ekkert geti mögulega verið merkilegra í heiminum.
Kynhneigðarsaga fjölskyldu hennar er tíunduð. Afinn var bíari, pabbi hennar líka.
Só?
Ég get endalaust pirrað mig á vægi mannslífa í heiminum.
Tugir þúsunda barna látast úr sjúkdómum í Afríku á hverjum degi.
Annar eins fjöldi deyr úr hungri.
Tugþúsund litlar sálir sem ekkert hafa til saka unnið og það fer fram hjá flestum.
Það er að minnsta kosti ekki forsíðufregn neins staðar.
En deyji einhver sem telst til merkilegri persóna þá er eins og fólk gráti sig í svefn.
Ég tek fram að mér finnst verulega sorglegt þegar fólk deyr ótímabærum dauða.
En börn sem líða skort, þjást af sjúkdómum, eru notuð sem þrælar, seld eins og búfénaður, standa mér nærri hjarta og koma í veg fyrir að ég geti fallið í sorgarsjokk yfir svona fréttum.
En auðvitað er þetta harmafregn.
Það eru hins vegar allir harmarnir sem við heyrum ekki um sem ég hef áhyggjur af.
Natasha Richardson látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 1. mars 2009
Minna hljóðmengandi drykkjumenning
Ég man hvar ég var þegar Kennedy var myrtur.
Ég man hvar ég var þegar árásin var gerð á tvíburaturnana.
Líka hvar ég hélt hús þegar það gaus í Vatnajökli 1996.
Svo man ég hvar ég var við öll möguleg og ómöguleg tækifæri.
Hef minni fílsins enda segir minn ástkæri og löglegi að ég gleymi aldrei neinu og taki það upp reglulega þegar mér finnst við eiga.
Röflið í manninum.
En ég man ekki hvar ég var 1. mars fyrir tuttugu árum þegar bjórinn var leyfður.
Ég veit það eitt að ég var ekki á bar.
Mér var nefnilega svo nákvæmlega sama get ég sagt ykkur.
Þetta var sko áður en ég fór að drekka.
Löngu áður en ég varð að virkum alkahólista.
Sem fór svo í meðferð og hefur síðan ferðast um lífið með friggings geislabaug á höfðinu.
Neysla á bjór hefur aukist um 128% á þessum tuttugu árum.
Fleiri stunda dagdrykkju (eins og yours truly gerði).
En það eru ekki jafn mikil helvítis læti í fyllibyttunum.
Drykkjumenningin (ætti að vera í gæsalöppum) er einfaldlega minna hljóðmengandi.
Það er munurinn.
Skál í boðinu.
Tveir áratugir með bjórnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Hvar er réttlætið?
Það þarf að spara. Draga saman. Skera niður.
Og hvar byrjar maður?
Jú, við frestum launahækkun sem átti að taka gildi 1. mars fyrir almenna launþega.
Sniðugt.
En lágmarkslaun verða hækkuð úr 145 upp í 157 þúsund krónur þannig að það sé ekki verið að slíta sér út allan guðslangan daginn fyrir minni peninga en atvinnulausir fá á mánuði, sem er reyndar skammarlega lág upphæð og þeir verða ekki feitir af, svo sú skoðun mín sé alveg á hreinu.
Ég viðurkenni auðvitað að hafa ekki mikið vit á svona málum.
Eflaust er það rétt að atvinnuveitendur sem eru að upplifa samdrátt á alla enda og kanta hafi ekki getað staðið undir launahækkunum við þessar aðstæður.
Ókei, ég skil það svo langt sem það nær.
En hvernig á fólk að lifa af þessari upphæð, nú þegar verðbólgan er tæp 18%, öll nauðsynjavara hefur hækkað um heilan helling?
Fólk með börn á framfæri t.d. hvaða göldrum á það að beita til að láta þessa smánarupphæð duga til heimilisreksturs?
Er einhvers staðar meitlað í fjandans stein að höggva skuli þar sem síst skyldi ávalt og ævinlega?
Ég verð hvínandi fúl og reið þegar ég hugsa um að enn er fullt af fólki á allt of háum launum við nýju ríkisfyrirtækin (já ég er m.a. að tala um bankana).
Ég vil sjá að þeir sem meira hafa umleikis gangi á undan með góðu fordæmi.
Þá fyrst skal ég kyngja frestun á launahækkun hjá þeim sem lægstu launin hafa.
Hvar er réttlætið á þessu guðsvolaða landi?
Ég sé að súpueldhúsin eru að koma sterk inn.
Djöfulsins aumingjar sem komu þjóðinni á þennan stað.
Arg.
Samið um frestun kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Fífl
Prófkjörið sem Björn Bjarna vísar í á heimasíðunni sinni var ekki erfiðasta prófkjör Guðlaugs Þórs.
Guðlaugur Þór hefur lent í enn skelfilegri prófkjörum bara svo því sé haldið til haga.
Hann mun hafa átt hræðilega prófkjörsreynslu árið guðmávitahvenær.
Reynslu sem setti mark sitt á þingmanninn og alla sem að honum standa.
Ég finn afskaplega til með prófkjörshermönnum Sjálfstæðisflokks.
Þeir leggja þarna líf sitt að veði fyrir þjóðarheill.
Já og á meðan ég man, rífist endilega um hver vann hvern í hvaða prófkjöri hvenær, hvers vegna og ekki gleyma að tíunda erfiðleikana í tengslum við þessa góðgerðarstarfssemi, persónulegt álag og mikla fórnfýsi. Ræðið líka um álag prófkjöra á fjölskylduna. Jájá. Endilega.
Ég fagna því að hafa eitthvað að lesa um í blöðunum af því að það er ekkert að gerast í þjóðfélaginu, fréttir öngvar og allt í stillu og djöfuls öryggi.
Fíbbbbl.
Ekki erfiðasta prófkjörið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Krúttið hann Áddni
Ef ég fer að fá bólgur og hnúða á hendur eða hvar sem er dytti mér samstundis í hug annað eða bæði:
Ég væri komin með alvarlegt mein og í beinu framhaldi myndi ég hringja í minn bloggandi lækni.
Ég myndi halda að ég væri með ofnæmi fyrir mat, lyfjum eða öðru því sem ég væri að innbyrða og myndi hringja í viðkomandi lækni.
Mér myndi aldrei detta í hug að einhver væri að eitra fyrir mér, jafnvel þó að það gæti fundist einhver/einhverjir sem gætu mögulega átt sökótt við mig.
En ég er reyndar nóboddí út í bæ, svo það er ekki að marka.
Öllum er sama hvort ég lifi eða dey (augnabliks hlé á meðan ég græt einmannaleika minn og reyni að hemja öflugan ekkann).
Árni fullyrðir að það hafi verið eitrað fyrir sér.
En hann hefur engar sannanir fyrir málinu.
Þetta væri kallað móðursýki ef ég gerði þetta OG hlypi með í blöðin.
Fólk myndi efast um geðheilsu mína nú eða segja að ég væri að troða mér í blöðin til að láta bera á mér af því ég væri á leið í framboð, svei mér þá hvað fólk getur verið ógeðslega ósmekklegt.
Er ekki hægt að setja stöffið í greiningu og fá úr þessu skorið?
Svona fyrir kosningar?
Skamm eiturbrasarar heimsins.
Að eitra fyrir krúttinu honum Vestmannaeyja-Áddna.
DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Stolnu fjaðrirnar
Frá því í október var ríkisstjórn Geirs Haarde á humm og hugs stiginu.
Fjórir mánuðir af engu á meðan þjóðarskútan marraði í hálfu kafi.
Aðgerðir létu á sér standa, almenningur beið í ótta og spennu og leyndarmálin hrönnuðust upp.
Nú er komin ríkisstjórn sem er að vinna.
Hvert málið á fætur öðru er í áþreifanlegri vinnslu, sum þegar komin til framkvæmda.
Þetta þolir Sjálfstæðisflokkurinn illa.
Enda er flokkurinn enn ekki búinn að átta sig á að almenningi er slétt sama hver gerði hvað, hver á hvað og hverjum telst til tekna og hverjum ekki.
Við étum ekki ferilsskrá stjórnmálamanna og við förum ekki og borgum með henni í apótekinu heldur.
Ögmundur er búin að afturkalla Jósefsspítalaruglið.
Svo við förum ekki út í verð á lyfjum til atvinnulausra, barnafjölskylda og svo framvegis.
Þá kemur frasinn með stolnu fjaðrirnar. Er verið að safna í kodda? Eða er skortur á líkingarmáli að hrjá Sjálfstæðisflokkinn?
Þetta er beinlínis bráðfyndið og hvað er nauðsynlegra nú á dimmum dögum en einmitt broshvetjandi atvik.
Ríkisstjórnin er á þriðju viku, þeir gera og græja eins og fólk í akkorði enda liggur líf við.
Eftir sitja ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og hafa það eitt sér til dundurs að hlúa að særðu egói sínu í ræðustól á Alþingi, nú eða í prinsessuviðtölum á Mogganum.
Það má kannski benda þeim á að í hvert sinn sem þessar þeir opna á sér munninn þessa dagana þá kemur það beint í andlitið á þeim aftur.
Ég minni á AGS og Geir Haarde (kast).
Stolnar fjaðrir - meira ruglið.
Hverjum er ekki sama?
Skreytir sig með stolnum fjöðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Framlag í kreppu?
Eru þetta hugmyndir núverandi starfsstjórnar og fyrrverandi ríkisstjórnar um aðgerðir til handa heimilum í landinu, atvinnu mála og svo framvegis?
Öllu ræstingarfólki Borgarspítalans eða þrjátíu manns er sagt upp og bjóða á störfin út á Evrópska Efnahagssvæðinu?
Um að gera að bæta við atvinnuleysið í kreppunni.
Annars veit ég ekki hvað maður er að verða hissa alla daga en þannig er það nú bara.
Ég skil ekki þessi vinnubrögð sem eru í hrópandi mótsögn við allt tal um aðgerðir til bjargar hinu og þessu.
Er ekki hægt að láta þennan gjörning ganga til baka?
Skömm að þessu.
Óskiljanleg harka Landspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Sviptur axarprófinu
Það stefnir í rauðgræna stjórn fram að kosningum.
Fínt ef satt er.
Sú staðreynd að búið sé að rífa niðurskurðaröxina af Gulla heilbrigðis er fagnaðarefni út af fyrir sig.
Væntanlega verður nýr heilbrigðisráðherra til friðs fram að kosningum og hann taki ákvarðanir í fullu samráði við heilbrigðisstéttirnar í þessu landi.
Ég hef heyrt að Katrín Jakobs muni fara í menntamálin ef af verður.
Katrín, plís, ekki fara í ráðherrabíl, það fer þér ekki. Þú ert svo flott eins og þú ert.
Reyndar vill ég sjá þessa bráðabirgðaríkisstjórn sleppa hégóma eins og ráðherrabílum og öðru slíku.
Ekki að það kosti svo mikið, heldur einfaldlega vegna þess að við viljum sjá venjulegt fólk stjórna landi fyrir venjulegar manneskjur.
Landi sem er í bullandi kreppu.
Ég sá lista yfir mögulega skipan í ráðherraembætti Samfylkingar.
Ég myndi vilja mínusa út Kristján Möller.
Og örugglega einhverja fleiri.
En það sem skiptir máli fyrir mig er að sú ríkisstjórn sem situr fram að kosningum hagi sér þannig gagnvart fólkinu í landinu að við sjáum að skilaboð búsáhaldarbyltingarinnar hafi náð inn í merg og bein á henni.
Fólk fyrir fólk og ekkert helvítis fyrirkomulag.
VG leggur línurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr