Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

AF MÉR, KEITH OG MOGGANUM

22Hér erum ég, Keith og Moggaritstjórinn að teygja okkur í stjörnurnar.

Vinkonur mínar og eðalbloggararnir Dúa Dásamlega og Ibba Sig. byrjuðu daginn á að leggja líf mitt í rúst með því að tilkynna mér að einn af pistlunum mínum væri í Mogganum í dag.  Ekki misskilja mig ég hef ekkert á móti því að bloggið mitt sé lesið af sem flestum.  Þeir sem halda því fram að þeir bloggi BARA fyrir sig ættu að skrifa dagbók og hafa hana læsta.  Bloggið er þeirrar náttúru að það slysast inn á það fólk til að lesa.  Nú en hvað um það.  Mér var tilkynnt af þessum vinkonum mínum að fíflapistillinn minn um Keith Richards væri í Mogganum í dag.  Ég sem skrifa um allan fjárann, bæði í gamni og alvöru,  um pólitík og kvenfrelsi, fátækt og innflytjendamál og þessi pistill er valinn til birtingar.  Er ekki í lagi heima hjá fólki?  Mogginn prentar ekki broskarla og í pistlinum stendur "Keith var þá hættur í heróíni og "kominn yfir í kókaín og önnur heilbrigðari efniW00t". Skelfingarkarlinn er ekki með í Mogganum.  Hvað ætli vinir mínir hjá SÁÁ haldi ef þeir lesa Moggann sem ég veit náttúrulega ekkert um.  Kona bara á því að Kókaín sé í heilbrigðu deildinni. Hm...

Myndin af mér er víst ekki til að hrópa húrra fyrir.  Konu er ekki sama um útlitið.  Ég þori ekki að kíkja á Moggann.  Ég panta mér tíma hjá listrænum ljósmyndara sem er með meirapróf á "fótósjopp" strax í dag. Nú verður kona að blogga á hástemmdu nótunum alltaf, láta ekki eins og fíbbbl, hætta notkun broskarla og haga sér eins og verðandi Nóbelsverðlaunahafa sæmirCool.  Í dag mun ég ganga með hauspoka.

22


AÐ ÆTLA AÐ HÆTTA AÐ REYKJA

3443

Ég hef tekið stórvægilega ákvörðun.  Hinn óforskammaði, umhverfispestunarfrömuður og sígarettugötuhornabuxnavasahengilmæna eins og einn kennari hér forðum kallaði okkur unglinga sem vorum að fikta við reykingar ætlar að drepa í þ. 26. apríl n.k. (skráist hér svo ég geti ekki logið mig út úr þessu og frestað aðgerðum um 1 ár).  Ég er búin að reykja í alveg svakalega mörg ár.  Reyktjaldið hefur byrgt mér sýn svo lengi að þessi ósiður er orðinn jafn stór hluti af mér og hendurnar,  sem hamast núna á lyklaborðinu. Einu sinni, aðeins einu sinni hef ég í alvörunni hætt að reykja.  Ég var komin með einhverja stíflu í æð og varð að leggjast inn á spítala.  Ég varð skelfingu lostin og húrraði mér á Reykjalund og drap í.  Ég var sígóedrú í þrjá mánuði og ef ég hefði ekki verið þarna með sjálfri mér og upplifað það hefði ég sagt mig ljúga því.  Húsbandið hætti svo eftir að ég féll og hann tók þetta með annari í 1-1/2 ár meðan ég var á svölunum og púaði mínar sígarettur.

Það var svona álíka frelsistilfinning að hætta að reykja (þó mér hafi heldur betur skrikað fótur) eins og þegar ég fór í meðferð og varð edrú (rosalegar fíknir hjá mér, út um allt baraBlush).  Nú þurfti ég/húsband ekki að hendast út í sjoppu fyrir lokun með tunguna lafandi af mæði eða hósta og hósta stundum þegar illa stóð á.  Húðin breyttist, líðanin lagaðist ótrúlega fljótt.  Ég ofmetnaðist.  Hætti að hlusta á ráðleggingar og hélt að ég myndi aldrei aftur fá mér sígarettu.  Hvílíkur og annar eins hroki.  Það var eins gott að ég tók ekki edrúmennskuna mína með þessu hugarfari.

Þarna á reyklausa tímabilinu þá notaði ég mikið af nikótínlyfjum til að byrja með.  Ég minnkaði þau síðan smátt og smátt en hélt eftir nefúðanum sem gaf svo mikið kikk í byrjun að ég fékk nikótínsjokk og nánast flattist út á vegginn og hárið á mér sagði sig úr lögum við mig, þe stóð sjálft upprétt á hausnum á mér.  Þetta jafnaði sig svo.

Núna ætla ég að fara á nefúðan (hehe).  Það tilkynnist hér með að á afmælisdegi húsbandsins mun ég vera á fyrsta reyklausa deginum í nýja lífinu mínu.  Hverju á ég að hætta næst? Að borða kjöt?  Aldrei í lífinu.

SíjúgæsHeart

 


HÉR MEÐ SEGI ÉG MIG ÚR HÚSFÉLAGINU..

268

..vegna þess að í dag sá ég Stuart littla með henni Jenny minni og þar var Hús-læknirinn í hlutverki pabba Stuarts og Gina Davis í hlutverki móðurinnar.  Gina er annars ekki til umfjöllunar hér.  Hún er bara flott.  Ég missti reyndar smá lyst á Húsa þegar hann keypti sér konu um daginn.  Fannst hann fyrirlitlegur plebbi.  Þetta þýðir ekki að ég muni ekki horfa á karlinn en ég mun gera það hlægjandi, ekki drekka í mig hvert orð sem handritahöfundarnir láta hann gelta yfir samstarfsfólk sitt (hef reyndar sagt áður að Húsi gefi mér enga sexappíl-strauma).  Í dag fór maðurinn yfir strikið.  Hann er svo væminn í myndinni Oggu-Stuart að ég varð græn í framan.Sick Myndin er þar að auki með íslensku tali og það er eins og Húsið hvísli.  Hann er algjörlega skaplaus luðra og geðdeyfa.  Hann er velúrmaður, töffluhetja og artus phlebius orginale.  Ég ráðlegg ykkur vinkonur mínar í Húsfélaginu að skoða ykkar gang.  Við gætum tam stofnað félag um Guðna Ágústsson, bakað fyrir hann vöfflur, mokað úr fjósi og svona hluti sem halda honum frá kosningabaráttunni.  En hann hefur bara verið í tveim þáttum í sjónvarpi nú á s.l. tveim dögum.  Án gamans, voðalegt landbúnaðarfyrirkomulag er þetta á karlinum.

Segi mig hér með úr Hús-félaginu.  Maðurinn er lufsa.  Þið megið eiga hann og Hrönnsla nú eru læknisfræðilegar umræður úr sögunni hjá mér og því reikna ég með að hann geti staðið lengur við hjá þér í staðinn.

SíjúgæsHeart


AF TÓNLIST OG HLJÓÐFÆRUM

122

Hún Jenny er hjá okkur í dag vegna þess að hún er með "barnavírus" eins og hún segir sjálf. Læknirinn sagði í gær að Jenny ætti að vera heima í dag til að smita ekki hin börnin á leikskólanum.  Jenny er afskaplega fljót til máls.  Hún er núna 2ja ára og þremur mánuðum betur.  Pabbi hennar og Einarrrr eru tónlistarmenn og Jenny því málið skylt. Nokkuð löngu áður en barn varð 2ja ára vildi hún hlusta á "tónlist" og spila á "hljóðfærrrri".  Hún elskar að horfa á "Bleikí" en hann var svartur jazzisti frá N.Y. að ég held.  Jenny elskar að horfa á myndband með "Bleikí" í svart-hvítu með pabba sínum.  Það róar hana.

Í morgun heyrði hún smá harmonikkumúsik í útvarpinu.  Hún sagði "amma tónlistin errr firrildi". Úff amman fékk kökk í hálsinn.  Barnið talar í myndlíkingum.  Ég er grínlaust viss um að hún sjái liti í tónlist eins og margar andlega sinnaðar manneskjur.

Jenny biður að heilsa.  Hún er að borða ís og horfa á Ávaxtakörfuna sem sýnir jú bara hversu háan þolþröskuld barnið hefur þegar tónlist er annars vegar.

32

Ég spyr nú bara eins og Jenny!  Hvað varð um handhægar neytendaumbúðirrr???Gasp


HINN VAFASAMA GULLMOLA DAGSINS HLÝTUR..

1s

..Magnús Þór Hafsteinsson í Frjálslyndaflokknum fyrir að tala fyrir vægast sagt skelfilegri pólitík í málefnum innflytjenda í Kastljósinu í kvöld.  Ég held að það séu öfgaelement þarna á ferð í flokknum og ég efast stórlega um að meðlimir Frjálslynda flokksins  séu allir með það á hreinu hvar varaformaðurinn og hans nótar standa í þessum málum.  Hvort þessi stefna er af hreinni og klárri umhyggjusemi við útlendinga eða til að vernda okkur gegn fjöldainnrás tugþúsunda manna og kvenna.  Málflutningurinn er enda loðinn og Magnús Þór slær úr og í.  Innflytjendamál verður að ræða að sjálfsögðu en ekki á þessum forsendum eins og ég hef margskrifað um hér á blogginu mínu.  Þjóðernisflokkar hafa verið hafnir til vegs og virðingar tam í Danmörku og Austurríki og það fer um mig hrollur við tilhugsunina um að svona málflutningur nái flugi hér.  Ég held samt að Íslendingar, flest allir amk., hafi óbeit á kynþáttamisrétti. 

Magnús Þór þarna ertu málsvari hættulegrar mannvonskustefnu. Sem ég held að mistúlkist meira að segja í þínum eigin flokki.  Þú mátt klæða það í hvaða búning sem er.  Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að hingað þyrpist fólk í tugþúsunda tali. "Getóverjorself". Get ekki ímyndað mér að við séum svona eftirsóknarverð. Við tökum ekki einu sinni við flóttamönnum eins og löndin í kringum okkur.  Fólk má hins vegar koma hingað meðan við getum notað það í þennsluástandinu og það fólk fer beinustu leið heim aftur að verkefnum loknum.   Íslenskt þjóðfélag hefur bara orðið ríkara og skemmtilegra vegna þeirra útlendinga sem hér hafa sest að.  Ef gera á bragarbót á undirboðum og þrælahaldi á fólki þá skulum við snúa okkur að því að hreinsa upp hjá glæpafyrirtækjunum sem hafa flutt inn verkamenn til landsins, hýrudregið þá og farið með þá eins og hunda og gjörbrotið á þessu fólki mannréttindi.  Þar er raunverulegt vandamál á ferðinni.

563


OG ÉG VISSI ÞAÐ..

17

..að megrúnarkúrar duga skammt og illa fyrir þorra manna.  Nú hefur verið sýnt fram á þetta með nýrri rannsókn.  Það mun sem sé ólíklegt að megrun leiði til langtíma þyngdartaps hjá fólki og að megrunarkúrar geti beinlínis verið heilsuspillandi.

Ég sem er með meirapróf á megrunarkúra sem ég ástundaði grimmt í fjölda ára samfara átröskun, veit að flestir þessara kúra eru allir undir sömu sökina seldir.  Um leið og þeim er hætt þá kemur fyrrverandi kílóafjöldi nú ákveðnari en nokkru sinni um að vera komnir til langdvalar.  Ekki það að ég hafi verið svona feit (er einhver að segja að ég hafi verið feit?Angry) heldur "fannst" mér ég vera það.

Núna er ég grönn og fín og ég þakka það edrúmennskunni og breyttu mataræði vegna sykursýkinnar sem ég skarta nú með (nenni ekki að fara út í fílafitusöguna enn einu sinni) og það er komið til að vera.  Nú er stærsti parturinn á disknum grænmeti, svo kjöt eða fiskur.  Einfalt og gott. Gerir kraftaverk fyrir heilsunaCool

Ég á DÁSAMLEGA vinkonu sem bloggar á moggabloggi og heitir DÚA og hún skrifar þessa dagana um sig eins og það þurfi talíu (heitir það ekki talía þetta þarna sem lyftir vörum, gámum og sollis?Blush) til að koma henni á milli staða. Kræst.  Hvað um það hún gerir megrunina sína ævintýri líkasta en hún þarf að ná af sér nokkrum kílóum.  Hún er að breyta mataræðinu og úðar í sig fæðubótarefnum (ætla sko ekki að auglýsa Herbalive) og hagar sér eins og sannur atvinnumaður í greininni þrátt fyrir að hún hafi alltaf verið í laginu eins og eldspýta. 

Så var det med den saken mina vänner.

Einhver æstur í hamborgara?

27


mbl.is Megrunarkúrar þjóna litlum tilgangi fyrir meirihluta fólks að sögn vísindamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ KJÓSA RÉTT

22

Það hríslaðist um mig spennu- og ánægjutilfinning núna áðan þegar ég var á hinu hefðbundna vafri mínu um bloggheima.  Margir eru að skrifa um kosningarnar.  Það rann upp fyrir mér hversu stutt er í þær og hvað það er skemmtilegur tími sem er að ganga í garð.  Ég er svo sjálfmiðuð, ef ég má kalla það svo, að finna til mín á fjögura ára fresti og finnast að með atkvæði mínu geti ég lagt mitt á vogarskálarnar.

Hm.. ég velkist ekki í vafa um hvað ég ætla að kjósa.  Hef reyndar sjaldan staðið frammi fyrir því ástandi að vera óákveðin utan einu sinni þegar ég sveik lit.  Fór úr rauðu yfir í gult í borgarstjórnarkosningum hér um árið.  Man ekki lengur hvað hreyfingin hét en hún var ljósrauð og stóð engan veginn undir væntingum.  Niðurstaða:  Ég er óforbetranlegur vinstri maður og það er ekki vottur af sjálfstæðismanni né krataelementi í mér.  Ég er komin af sannfærðum íhaldsmönnum og krötum í báðar og úr þeirri blöndu varð til þessi einlæga staðfesta mín til vinstri.

Ég er á móti persónudýrkun og þá einkum og sérílagi þegar hún myndbirtist í pólitík.  Ég er ein af þeim sem legg áherslu á að flokkurinn sem ég kýs hafi einarða stefnu sem ég get mátað mig við.  Það er toppurinn á tilverunni þegar forystumenn flokksins míns lifa eftir sannfæringu sinni og sýna það í orði sem á borði.  Þar koma vinstri grænir sterkir inn. 

Hvað um það, ég trúi því að þeir sem eru í pólitík (vel flestir amk.) vilji bæta samfélagið.  Að það sé upprunalegt markmið allra.  Leiðirnar að því marki eru bara ólíkar.  Sumir gleyma sannfæringunni á leiðinni og setan við kjötkatla stjórnmálanna verður löng og sumir vilja alls ekki halda áfram á leið sinni og þeir gleyma því sem þeir lögðu upp með. Mitt fólk er með vegferðina á hreinu og margir hjóla meira segja að markinu meðan sumir geysast áfram á eðalvögnum.  Ég er meira höll undir hjólinCool.

Ef ég væri óákveðin myndi ég gera eftirfarandi lista til glöggvunar fyrir sjálfa mig:

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn koma ekki til greina.  Fyrirgreiðslupólitík, valdþreyta og atvinnupólitíkusar hugnast mér ekki.  Skil ekki af hverju vinnandi fólk sem þarf að hafa fyrir lífinu, finnur sig í þessum flokkum.  Þessir flokkar eru stofnanir, þeir rumska fyrir kosningar og sofa þess á milli værum Þyrnirósarsvefni þess sem heldur sig kominn til að vera.

Þar sem ég er ekki frjálslyndur krati (eins og það heitir víst núna, ) kæmi Samfylkining ekki til greina, þrátt fyrir staðfasta og áralanga aðdáun mína á Ingibjörgu Sólrúnu.

Frjálslyndir og Íslandhreyfing eru bara óánægðir hægri menn og nánast allir með tengingu inn í Sjálfstæðisflokk.  Sama þar.  Sé ekki hvers vegna vinnandi fólk ætti að kjósa yfir sig enn eina hægri stjórnina.  Held að báðir þessir flokkar væru ekki lengi að hoppa upp í með íhaldinu.

Vinstri græn eru að mínu mati þau einu sem hafa eitthvað múr- og naglfast upp á að bjóða.  Ég vil ekki stóriðjur og tel að það sé að æra óstöðugan að dúndra fleiri kvikindum í formi risavaxinna virkjana niður í landinu.  VG er kvenfrelsisflokkur og hafa sýnt það í verki.  Það passar við mig. Síðast enn ekki síst þá veit ég að það er eitt af forgangsmálum þeirra að auka lífsgæði venjulegs fólks.  Það vegur þyngst.  Ég arka ótrauð í kjörklefann og kýs þá.

Ég dreg ekki dul á að ég læt mig dreyma um stóran og afgerandi sigur vinstri flokkanna í vor, þe. VG og Samfylkingar.  Ég vona bara að sú verði raunin.  Það þarf að fella stjórnina sem er búin að sitja allt of lengi, mikið lengur en nokkrum er hollt.  Skutlum inn nýjum vöndum, þeir sópa best.

Ajö og takk fyrir mig, bibbidíbabbedíbú.


HVUNNDAGUR GJÖRSVOVEL

765

Nú tekur hversdagsleikinn við á morgun.  Mikið skelfing er ég fegin.  Þetta gerist á hverju ári fyrir jól og páska.  Konu hlakkar alveg svakalega til.  Tvisvar verður sá feginn er á steininn sest.  Ég er nefnilega alltaf jafn glöð þegar hátíðunum lýkur og allt verður eins og það á að vera.  Enda eins gott því sem betur fer tekur eitt við af öðru.

Á morgun ætla ég að skoða í uppskriftabókina og leita að hollu fæði fyrir mig og mína.  Er með vægt ógeð á steikum og fíneríi.  Aðalsmerki þessarar viku verður pottur ekki panna.  Soðið í öll mál.  Hm.  Ég ætla líka að fara til læknis á morgun, vinna verkefni sem mér var falið fyrir páska, þýðingarvinnu, sem ég geymi fram yfir hádegi.  Aöl. er morgundagurinn ókannað ævintýri.

Ég er búin að liggja í bókum yfir páskana.  Þegar nýju lesefni sleppti réðst ég á áðurlesnar bækur og er komin með hámarks höfuðverk.  Hvað er í gangi hjá ríkissjónvarpinu?  Þarf að finna til hundleiðinlegt efni í hvert sinn sem helgidagar ganga í garð?  Fyrir utan stjórnmálaumræðuna í kvöld og myndina um Che Guevara, þá hef ég ekki fundið neitt nema Gasolinþáttinn í gærkvöldi.  Kannski er það nóg.  Þrjú prógrömm frá miðvikudagskvöldi fram á mánudag.  Hm.  sennilega.  Ég bakka með þetta.

Ég þarf að fara að læra dans, klífa fjöll, veiða lax og sauma út ef ég á að eiga eitthvað líf!! Þ.e. eins og sumir hér í bloggheimum sem eru alltaf að gera eitthvað ýkt spennandi og blogga um það.  En svo má taka sér skáldaleyfi og ljúga eins og sprúttsali upp á sig svaðilförum og lífreynslusögum. Ég geri það á morgun.  Það verður ekki við hæfi fólks undir 25 ára aldri.

SíjúgæsHeart


VIÐ OG ÞAU..

1

Var að hlusta á umræðuna í sjónkanum þar sem foringjar stjórnmálaflokkanna spjölluðu.  Ansi lítið nýtt kom í ljós og staða flokkanna varðandi innflytjendamál er nokkurn veginn á hreinu.  Enginn flokkana, lítur á innflytjendur sem vandamál, utan frjálslyndir, og sjá það sem jákvæðan hlut að hér séu innflytjendur og allir virðast þeir leggja sama skilning í "vandamálaauglýsingu" Frjálslynda flokksins.  Ég ætla ekki að fullyrða að frjálslyndir séu útlendingahatarar, langt frá því, en skilningur fólks á auglýsingunni títtnefndu hinni svokölluðu vandamálaviðvörun virðist vera sá hinn sami hjá þeim sem ég tala við þe. að þarna sé nálgunin á málefninu röng, ali á fordómum og ótta.  Mér finnst þessi neikvæða aðferðarfræði þeirra höfða til fremur lágra hvata fólks.  Ef ekki liggur neitt óeðlilegt að baki þessa málflutnings Frjálslynda flokksins er þeim í lófa lagið að breyta nálgun sinni á málefnið.  Getur verið að þetta sé populismi?  Léleg leið til að ná sér í atkvæði?  Mér er spurn.

Mér finnast það forréttindi að búa í fjölþjóðasamfélagi.  Það getur bara verið gott að fá hingað nýja strauma frá öðrum menningarsvæðum og það gerir þjóðfélagið mun litríkara og skemmtilegra.  Við sem búum hér og störfum höfum getað breikkað sjóndeildarhringinn með því að fara til annara landa til náms og starfa.  Því skyldum við ekki gjalda líku líkt?


SVONA RÉTT FYRIR SVEFN

 

Úff hvað kona er orðin húrrandi þreytt.  Svona er þetta á hátíðum, það er hangið fram eftir öllu.  Þetta hefur verið um margt góður dagur.  Byrjaði ekki beinlínis á hamingjusveiflu en ég skrifaði um það hvernig mér leið og ég fór strax að hressast.  Ég þakka öllum sem sendu mér hvatningu og falleg orð.  Það hafði hreint ótrúleg áhrif.  Allir dagar geta ekki verið dúndur góðir dagar.  Lífið er alltaf aðeins upp og niður.  Þegar ég hugsa til daganna meðan ég ráfaði um sem fárveikur alki, hversu svart lífið var og allt virtist vonlaust og svo þessir smá afturkippir sem ég er að fá af og til í dag, þá eru þeir hjóm eitt í samanburði.  Lífið er æði og hver dagur er nýtt ævintýri.

832

Ég fer sátt að sofa í kvöld.  Vorið er að koma þó óneitanlega hafi ég orðið smá langleit þegar ég talaði við dóttur mína í London í kvöld.  Hjá þeim var sól og 22. stiga hiti í dag og þau eyddu deginum úti að grilla og tjilla.  Skelli hér inn mynd af Oliver sem var á stuttermabol eins og um hásumar væri. En er ég hissa á að við skulum ekki vera komin með sumarveður? Nebb þá væri ég nefnilega ekki í lagi því við búum á Íslandi.  En það er í lagi að láta sig dreyma.

Góða nóttHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 2988373

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband