Færsluflokkur: Kvikmyndir
Sunnudagur, 1. apríl 2007
TIL HAMINGJU HAFNARFJÖRÐUR!
Til hamingju Hafnarfjörður og við öll hin. Mikið rosalega var þetta spennandi kosning. Þarna sáum við skólabókardæmi um virkt íbúalýðræði. Það hefði þó verið betra ef munurinn hefði verið meiri. En Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álvers. Ég er viss um að álverið fer hvergi þrátt fyrir hótanir þar um þegar kosningabaráttan reis sem hæst.
Enn og aftur til hamingju öll. Þetta er gleðilegur dagur.
Laugardagur, 31. mars 2007
GÖMUL, ELDRI, "GÖMLUST ALLRA"
Ég er gömul, ekki alveg svona gömul eins og kerlukrúttið á myndinni hérna, en stefni hraðbyri í það. Í nútímanum, með alla sína æskudýrkun fær kona eins og ég stundum skelfingarkast yfir aldri sínum. Kona svitnar köldum svita (ekki breytingaraldur), hún titrar smá af örvæntingu yfir árunum sem hlaðast á hana með hraða ljóssins og reynir að róa sig með öllum klisjunum sem til eru um það jákvæða við að verða gamall.
Það er merkilegur fjári hvað margir eru á "mínum aldri". Ég upplifi það oftar en ekki, þegar ég á samleið með fólki að það sé á mínum aldri. Oft eru þá viðkomandi yngri en ég, stundum mun eldri. Er ég tímaskekkja? Er ég svona upptekin af því að smellpassa allstaðar og hjá öllum? Nebb, það er ég ekki. Þrátt fyrir góðan vilja og þó nokkra meðvitund um æskudýrkunina í þjóðfélaginu þá slær hún mig samt reglulega í höfuðið. Samt er eins og aldur fólks, þe í samskiptum, skipti minna og minni máli. Þegar ég var krakki voru bara til fjórir flokkar í aldurslegu tilliti. Barn, ung manneskja, karlar og kerlingar og svo gamalmenni (Grund næsta). Nú er þetta mun öflugra og framþróaðra flokkunarkerfi enda lífskylyrði mun betri en áður svo oft er nánast ómögulegt að reikna út aldur fólks. Guði sé lof og dýrð!!
En klisjurnar sem hugga mig og eru í raun sannar koma hér:
Vertu ung í hugsun og aldurinn hættir að skipta þig máli.
Viðhaltu jákvæðum hugsunarhætti.
Þú ert eins ung og þér líður.
Aldur mælist ekki í árum heldur líðan.
Hm... það er best að taka fram að ég tók heilsufarslegt aldurspróf þegar ég kom úr meðferð með mína ádrukknu sykursýki og sjá.... ég var 75 ára öldungur vegna ofbeldis á sjálfri mér.
Tók aftur viðkomandi próf í síðustu viku og ég er 45 ára unglamb til heilsunnar!
Núna getur þetta BARA batnað. Bíðið róleg þið fáið 25 ára "ungling" í kaffi með haustinu kæru vinir og vandamenn. Jíbbí AGÚÚ!
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 30. mars 2007
VÆNDISKAUP EIGA AÐ VERA REFSIVERÐ
Nú jæja þá er sá grunur minn, um að flestir telji vændiskaup eiga að vera resiverð, staðfestur. Þetta kemur í ljós í nýrri könnum Capacent Gallup. Samkvæt þeirri könnun eru um 70% hlynntir því að kaup á vændi verði refsivert.
Ég held að þessi lögleiðing á vændi þe á vændiskaupum hafi verið skelfileg mistök og að það eigi eftir að hafa afleiðingar. Smám saman mun það sýna sig að þeir sem hafa hag af að nýta sér þessi lög munu gera það óspart. Nógu erfitt hefur verið með gömlu lögunum að góma þorskana, þe þá sem hafa hag af því að selja líkama kvenna.
Vinstri grænir hafa skrifað undir lögin með fyrirvara og talað um að þeta mál þurfi að taka upp í haust. Ég reikna ekki með neinu öðru en að þeir standi við það loforð sitt.
![]() |
Mikill meirihluti vill að kaup á vændi verði refsiverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 17. mars 2007
FRÆGRA MANNA TÓMSTUNDADUND
Ég er mikil Kastljósskona, einlægur aðdáandi en auðvitað er ég misánægð með afþreyingarefni þáttarins. Annað væri óeðlilegt. Ég hef hins vegar ekki sterkar skoðanir á afþreyingarefni sem slíku og gott eða slæmt vekur það ekki svo heitar tilfinngar hjá mér að ég nenni að blogga um það. Í Kastljósi gærkvöldsins var ég þó alveg gáttuð. Er nóg að vera frægur til að geta fengið inni með einhverja ekkifréttatómstundir í einum vinsælasta fréttaþætti á landinu? Spyr sá sem ekki veit. Annars ætla ég ekki að leggja dóm á hvað selur og hvað ekki. Það vita aðrir betur en ég.
Ég eins og flestir landsmenn vita nú að Karl Ágúst Úlfsson spilar therapautiskt á trommur í tómstundum sínum. Gott hjá honum. Ég veit að hann ætlar að fá gesti og gangandi í Kringlunni í dag til að taka þátt. Gott mál, ekki veitir af samstillingu landans á þessum stresstímum þar sem hver höndin er upp á móti annari.
Karl Ágúst mætti í Kastljósið vígreifur til trommuspils ásamt flokk af fólki. Þau spiluðu takta. Mér fannst þetta í rauninni alveg bráðdrepandi fyndið og hallærislegt. Ekki heima í stofu hjá manninum en í beinni inn á hvert heimili í landinu. Fín auglýsing fyrir Kalla og drepleiðinlegt fyrir mig og minn heittelskaða. Það brást á fjöldaflótti tveggja sálna frá sjónvarpinu.
KÁÚ þú átt heima í Spaugstofunni sem btw er minn uppáhalds.
Ég á vinkonu sem safnar fílum í tómstundum, ég á frænda sem safnar dúkkulísum og servéttum, ég á vin sem safnar smjörlíkisumbúðum heimsins og annan sem safnar tvinnakeflum og hefur gert í ein 30 ár, er með reynslu í tvinnakeflunum, hefur heilmiklu að miðla um eðli, útlit, lögun og tilgang þeirra í hinu stóra samhengi lífsins. Ég vil hann í Kastljós og það ekki seinna en strax. Hann hefur tjáð mér að tvinnakefli hafi therapautiskan tilgang, að það rói hugann að handleika þau. Ég trúi honum. Hann heitir að vísu Jón Jón Jónsson og byr að Égmanekkihvaðamannvitsbrekku 0 en hann hefur heilmikið til málnanna að leggja um....tvinnakefli.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
SÍÐHVÖRF
OMG ég er í síðhvörfum. Síðhvörf eru seinni tíma fráhvörf hjá óvirkum ölkum. Þau geta komið löngu eftir að fólk er hætt að drekka. Ég er enginn sérfræðingur í fyrirbærinu og ekki datt mér í hug, fyrr en seint í gærkvöldi að það væri þetta sem væri að hrjá mig.
Hjá mér lýsir þetta sér þannig að ég er utan við mig. Ekki að það sé eitthvað nýtt í mínu tilfelli ég á það til að gera hina undarlegustu hluti þegar ég er annars hugar. En ég hef verið að stelast til að vaka lengur en ég á að gera. Ekki fengið mína átta tíma. Er búin að vera stressuð út af einu og öðru (eitur fyrir alka og reyndar mannkynið í heild). Hvað um það ég er einfaldlega ekki búin að fara eftir dagskrá sem ég verð að gera til að halda jafnvægi í sálu og sinni.
S.l. daga hef ég tam. "lent" í eftirfarandi.
Að læsa mig inni í þvottahúsi, húsbandið var heima og kom og náði í mig þegar hann var farið að lengja eftir konu. Ekki mjög háður mér, það leið klukkutími. Arg... (ef hann hefði ekki verið heima hefði ég væntanlega þurft að bíða öllu lengur).
Ég gat ekki kveikt á sjónvarpinu þannig að vel væri. Kann ekki á þessar aukagræjur og sollis sem kalla á þrjár fjarstýringar og alls konar seremóníur. Hafði með naumindum lært þetta en sjá.... ég var búin að gleyma aðferðinni.
Fór ca 10 sinnum úr stofu fram í eldhús til að ná í eitthvað sem mig bráðvantaði, þegar í eldhús var komið var ég í blakkáti, mundi ekki hvert erindið var algjörlega blanco.
Ég setti mjólkina inn í kústaskáp. Leitaði í ískápnum og allsstaðar (nema í kústaskáp að sjáfsögðu) að lífsvökvanum en án árangurs. Ný mjólk keypt og ég fann þá gömlu í morgun þegar ég átti erindi í kústaskáp. Viðkomandi kúasafi glennti sig framan í mig ósvífnislega og ég roðnaði.
Kaffi eykur steitu. Ég er hætt að drekka kaffi. Fór þó á kaffifyllerí í vikunni vegna tíðra heimsókna fólks á menningarheimilli mitt hér í borg (hehe). Legg það á lóðarskálar líka. Ég ælta að fá mér göngutúr á eftir og haga mér eins og nýskeindur básúnuengill mtt. heilbrigðs lífernis.
Þessi mynd lýsir ástandi mínu í vikunni afskaplega vel
Over and out.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 14. mars 2007
HEIMILISOFBELDI OG MORÐ
Enn eitt ofbeldismorðið og nú á Englandi. Maðurinn barði konu og þrjú ung börn sín til dauða. Hann iðrast ekki að hafa myrt konu sína, hafði komist að því að hún hélt fram hjá. Réttlætingar..réttlætingar. Því fyrr sem hulunni er svipt af kynbundnu ofbeldi því betra. Allar konur sem búa við andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi eiga að geta leitað sér aðstoðar án þess að þurfa að mæta fordómum frá samfélaginu.
Ég veit að viðhorfið í þjóðfélaginu hefur lagst töluvert á undanförnum árum en enn vantar mikið upp á. Leyndin, skömmin og óttinn ræður enn ríkjum og þolendur ofbeldisins reyna að fela ummerkin. Ég hef séð barn á fjórða ári reyna að fela marblettina sína.
Vildi bara benda á þessa frétt til að minna okkur á.
![]() |
Dæmdur í ferfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða konu sína og börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. mars 2007
ATHUGASEMD BÍÐUR SAMÞYKKIS
Ég fór yfir á vísisblogg til að kíkja á síðu þar sem mér hafði verið bent á. Það er nú svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað, ég með mína tjáningargleði varð að skrifa athugasemd. Eftirfarandi gerðist þegar ég sendi athugasemdina:
Vinsamlegast skráið nafn (krafist) - ók ég skráði fornafn. Síðan kom:
Vinsamlegast sláið inn netfangi - hvað ég og gerði. Þá birtist eftirfarandi
Athugasemd bíður samþykkis!!
Ég tek fram að ég er ekki að kvarta yfir því að þurfa gefa upp nafn og netfang, þó ekki væri. Ætli þetta fari fyrir fund þarna uppi á 365 áður en samþykki er gefið fyrir færslu? Við hvað er fólk hrætt?
Og ég sem hélt alltaf að það hafi verið erfitt að heimsækja bankastjóra hér í gamla daga. Að bíða eftir fund hjá stjóra og fá svar upp á gott og vont daginn eftir í besta falli. Þetta blogg átti vinsæll fjölmiðlamaður. Kannske eru bara þeirra blogg svona þarna hjá Vísi. Ég veit það ekki. Má ég þá heldur biðja um heimilislegt moggabloggið þar sem ég sé ekki að farið sé í manngreinarálit og fólk getur sett inn athugasemdir í beinni!
Æi kannski er þetta bara eðlilegt. Fjölmiðlungar eru séðir af mörgum sem Guðir nútímans, ekki að ég haldi að það sé skoðun þeirra sjálfra, allavega ekki þeirra fjölmiðlamanna sem halda úti vinsælustu bloggunum hér á moggabloggi og gera það algjörlega í trássi við að sótsvartur almúginn segi skoðun sína.
Ég held áfram á moggabloggi; ekki spurning.
Kvikmyndir | Breytt 18.4.2007 kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 10. mars 2007
HUGLEIÐINGAR UM HAMINGJU OFL.
Er að velta því fyrir mér svona á laugardegi hvað gerir mann hamingjusaman. Ekki það að við gleðjumst öll yfir sömu hlutunum heldur meira svona almennt. Ég "gúgglaði" á happy women og þá kom ma. upp þessi forláta innkaupapoki. Þar kom líka upp dollaramerkt innkaupakarfa. Ergo: Hamingjusöm er konan kaupandi. Jeræt! Þegar ég var að alast upp versluðu konur í matinn, keyptu föt á börnin, eiginmanninn og sjálfa sig, þá komu karlarnir ekki nálægt svoleiðis stússi enda kvenmannsdjobb. Maðurinn minn sem reyndar kaupir mikið inn til þessa örheimilis okkar, læddi því út úr sér um daginn að hann vildi heldur fara einn í matarinnkaup (sem hann kaupir samviskusamlega eftir miða skrifuðum af mér) þar sem það kæmi á mig einhver dreyminn hillusvipur þegar ég færi í stórmarkaði og það væri ekki séns að ná kontakt við mig og honum finnst ég fara hamförum í kryddeildinni. Arg....
Ég er hamingjusöm þegar ég les. Ég les mikið nánast undantekningalaust og hef gert frá því ég var barn. Þegar ég les er ekki hægt að ná kontakt við mig, ég er inni í veröld bókarinnar og kem þaðan ekki ótilneydd. Stelpurnar mínar voru iðnar við að nýta sér tækifærið í uppvexti sínum og báðu um allt sem þeim datt í hug og langaði í því ég var búin að forrita heilann með standardsvarinu "já, já" til að fá að vera í friði. Þeim fannst þetta afskaplega nytsamlegt áhugamál þetta með lesturinn.
Það sem gerir mig glaðasta "nuförtiden" er að vera með barnabörnin. Ég er orðin svo svakalega "dómestik" undanfarin ár. Börn eru svo gefandi, svo yndislega hrein og bein og svo eru þau með svo rosalega skemmtilegan húmor. Í dag ætlar Jenny að vera hjá ömmusín í nokkra tíma meðan mamma er að læra og pabbi að "minna". Það er eintóm hamingja.
Nóg um það
Systir mín hún Gösl (kölluð það af innvígðum) ætlar að halda upp á fimmtugsafmælið sitt í dag en hún "verður að heiman" á afmælisdaginn. Þær systur mínar munu örugglega drekka mörg köff og kannski eitthvað fleira í tilefni dagsins. Ég man ekki alveg hvort það var Greta systir eða Göslið sem lágu í glugganum á tveggjára afmæli sínu um miðja síðustu öld (Guð hvað ég er old, en mér líður eins og þrítugri konu) og beið eftir afmælinu. Afmælið var komið í fúll sving en afmælisbarnið hékk í glugganum og beið það var jú búið að segja henni að afmælið "kæmi" í dag. Ég man hins vegar mjög vel hvor þeirra það var (en ætla ekki að gefa það upp svo ég verði ekki sett út af sakramentinu) sem datt í það fjögurra ára, komst í bolla með påfengi þegar mamma og pabbi fengu konjak með kaffinu hjá Betu frænku, varð vel íðí og lamdi mig og hló tryllingslega alla leiðina frá Hafnarfirði til Reykjavíkur. En það var þá í þá gömlu góðu daga þegar börn drukku áfengi. Segisonna.
Gösl ef ég kemst ekki í dag þá kem ég alveg á næstunni elskan í einn kaffi eða mörg köff. Jafnvel þótt ég sé hætt í kaffinu. Til hamó með ammó darling.
Nú ætla ég að ganga frá (í) eldhúsinu og skutla mér í bað.
Sé ykkur krakkar
Um að gera að vera vel skóaður
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr