Færsluflokkur: Lífstíll
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Kristinn H. Gunnarsson farinn úr Frjálslynda
Ég er spákona eða sjáandi, ég sverða.
Fyrir nokkrum dögum bloggaði ég um að nú hlyti Sleggjan að ganga úr Frjálslyndum og yfir í Sjálfstæðis ef mark er takandi á því hvernig hann byggir málflutning sinn á Alþingi.
En rétt í þessu var verið að lesa úrsagnarbréf mannsins úr flokknum á Alþingi.
Ég bíð eftir að hann gangi í Sjálfstæðisflokkinn eins og hinn óþekktaranginn Jón Magnússon.
En kannski þarf ekki spádómsgáfu til að sjá fyrir um hegðan ákveðna manna.
Þeir eru svo fyrirsjáanlegir.
![]() |
Kristinn hættur í þingflokki frjálslyndra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Á hann sítrónutré?
Ég er ekki með kjöt í dag, guð minn góður og fastan að byrja.
Ekki kjöt fyrr en á páskum!
Jeræt, eins og ég fari eftir fyrirkomulögum í matargerð.
En ég ætla að segja ykkur eitt alveg stórmerkilegt.
Ég flakka stundum um allar rásirnar í sjónvarpinu mínu svona í bríaríi.
Þar er ein stöð, bresk, sem fjallar um matargerð.
Ég sverða í hvert einasta skipti sem ég lendi á þessari stöð þá er maður að kreista sítrónusafa í eitthvað jukk í skál.
Nei, þetta er ekki endursýning, haldið þið að ég sé fífl?
Í dag var það pæj.
Í fyrradag vodkadrykkur með sítrónusafa (nei, ég er ekki farin að drekka, bláedrú í fínum málum).
Fyrir helgi var það friggings kjúklingur með sítrónuhjúp.
Ætli maðurinn eigi sítrónutré?
![]() |
Kjötkveðjuhátíð að ljúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Með óbilandi trú og stórlega misboðið
Mig hefur oft langað til að vera haldin óbilandi trú á sjálfri mér.
Ekki það að ég sé ekki ágætlega glöð með mig eftir að ég varð edrú og svona, er sífellt að koma mér skemmtilega á óvart.
Nei, ég er að tala um svona óbilandi trú á sjálfri mér sem næði út yfir gröf og dauða.
Að ég myndi hreinlega trúa því inn að merg og beini að ég hefði alltaf rétt fyrir mér.
Með þessu þarf svo að hafa dass af mikilmennskubrjálæði, forstokkun og hortugheitum sem myndi gera það að verkum að maður legðist í bréfaskriftir ef einhver vogaði sér að að deila ekki hrifningarvímunni með manni. Að manni væri stórlega misboðið.
Ég var að hugsa um svona týpu eins og Eirík þaulsitjandi seðalabankastjóra sem hefur skrifað kvörtunarbréf að þessu sinni og hinum slímsetumanninum Davíð, svona almennt og yfirleitt.
Þessi fullkomna vissa um að hafa ekkert gert annað en það sem rétt er.
Þrátt fyrir að víða um heim hafi mætar manneskjur reist ágreining við þá trúu manns.
En kannski er það ágætt að vera bara með fyrirvara á sjálfum sér og eigin ágæti.
Sko, hefði ég verið í Seðlabankanum þegar allt fór til fjandans - úff hvað ég hefði læðst út úr bankanum 7. október, með hauspoka even.
Jabb. Ég held að ég þakki bara fyrir að vera eins og ég er.
Í bili að minnsta kosti.
![]() |
Furðar sig á vinnubrögðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Fífl
Prófkjörið sem Björn Bjarna vísar í á heimasíðunni sinni var ekki erfiðasta prófkjör Guðlaugs Þórs.
Guðlaugur Þór hefur lent í enn skelfilegri prófkjörum bara svo því sé haldið til haga.
Hann mun hafa átt hræðilega prófkjörsreynslu árið guðmávitahvenær.
Reynslu sem setti mark sitt á þingmanninn og alla sem að honum standa.
Ég finn afskaplega til með prófkjörshermönnum Sjálfstæðisflokks.
Þeir leggja þarna líf sitt að veði fyrir þjóðarheill.
Já og á meðan ég man, rífist endilega um hver vann hvern í hvaða prófkjöri hvenær, hvers vegna og ekki gleyma að tíunda erfiðleikana í tengslum við þessa góðgerðarstarfssemi, persónulegt álag og mikla fórnfýsi. Ræðið líka um álag prófkjöra á fjölskylduna. Jájá. Endilega.
Ég fagna því að hafa eitthvað að lesa um í blöðunum af því að það er ekkert að gerast í þjóðfélaginu, fréttir öngvar og allt í stillu og djöfuls öryggi.
Fíbbbbl.
![]() |
Ekki erfiðasta prófkjörið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Eyjan að verða eyland?
Ég er ekki sú eina sem er nánast hætt að lesa eyjuna.
Hún er að verða það sem ekki á að verða hægt að vera - andskotans eyland.
Þessi uppáhaldsfrétta- og bloggvefur undirritaðrar er nú á hraðri leið með að breytast í kosningaáróðursvef fyrir fullt af fólki.
Sem blogga til að prófkjörast.
Nú eru allir sótraftar á sjó dregnir og þeir hafa tekið land á hinni fyrrum ágætu eyju.
Reyndar eru Egill og fleiri eðalbloggarar enn þess virði að maður lesi en það er óþolandi að það verður vart þverfótað fyrir baráttubloggum. Mig á 1. 2. og 3.!!
Svo eru það bloggararnir annars staðar sem eru á leiðinni í pólitíkina og ætla í forvöl eða prófkjör.
Nú ætla ég að móðga þá en skítt sama, ég vil bara að fólk viti hvar það hefur mig.
Ekki - og ég meina ekki, senda mér pósta og skilaboð um nýja áróðurspistla og benda mér á að lesa.
Það er vísasta leiðin til að ég eyði þeim og lesi ekki orð.
Ég er líka fúl yfir skorti á nýliðun hjá flokkunum.
Þetta er að stórum hluta fólk sem er búið að vera í hlutverkum innan flokka í langan tíma.
Sem er fínt - en hvar er nýja fólkið?
En fyrirgefið mikið skelfing er mikið af flottum konum hjá VG.
Jess ég held að ég muni kjósa VG nema eitthvað óvænt komi uppá.
Svo óska ég Geir Haarde og fjölskyldu hans velfarnaðar í veikindabaráttunni sem framundan er.
Jabb, ekki fleira í bili.
![]() |
Geir gefur ekki kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Heimur ekkert versnandi fer
Það telst varla til tíðinda að krakkar í menntó komi saman með áfengi í ámavís og detti illilega í það.
Það má þó vera að það sé sjaldnast gert í leiguhúsnæði út í bæ.
Ég hef eiginlega ekki skoðun á því hvort þetta er hrikalega hneykslanlegt eða "buisness as usual".
Veit bara að það er ekkert nýtt undir sólunni.
Annars getur maður leyft sér að vera ansi umburðarlyndur þegar börnin manns eru sloppin fyrir horn.
Reyndar hékk ég á dætrum mínum fram eftir öllu, við náðum í þær og höfðum þær í gjörgæslu foreldrarnir, fram eftir öllu og það fíflalega er að þær gáfu sjaldnast ástæðu til að við værum með þessi læti.
En ég man eftir hinum ýmsu partíum þar sem heimili og götur voru teknar undir veisluhöld á mínum unglingsárum, engu eirt og lífsþorstinn var töluverður.
Mikið djöfull var mín kynslóð neysluglöð.
Svo var hún hortug þessi kynslóð og með eindæmum viss um að hún væri ávallt í rétti.
Eða var hún kannski ekki þannig?
Var ég bara í vondum félagsskap?
Nebb, við vorum "mean motherfuckers" í denn.
![]() |
Ólöglegt partí fékk snöggan endi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 20. febrúar 2009
Krúttið hann Áddni
Ef ég fer að fá bólgur og hnúða á hendur eða hvar sem er dytti mér samstundis í hug annað eða bæði:
Ég væri komin með alvarlegt mein og í beinu framhaldi myndi ég hringja í minn bloggandi lækni.
Ég myndi halda að ég væri með ofnæmi fyrir mat, lyfjum eða öðru því sem ég væri að innbyrða og myndi hringja í viðkomandi lækni.
Mér myndi aldrei detta í hug að einhver væri að eitra fyrir mér, jafnvel þó að það gæti fundist einhver/einhverjir sem gætu mögulega átt sökótt við mig.
En ég er reyndar nóboddí út í bæ, svo það er ekki að marka.
Öllum er sama hvort ég lifi eða dey (augnabliks hlé á meðan ég græt einmannaleika minn og reyni að hemja öflugan ekkann).
Árni fullyrðir að það hafi verið eitrað fyrir sér.
En hann hefur engar sannanir fyrir málinu.
Þetta væri kallað móðursýki ef ég gerði þetta OG hlypi með í blöðin.
Fólk myndi efast um geðheilsu mína nú eða segja að ég væri að troða mér í blöðin til að láta bera á mér af því ég væri á leið í framboð, svei mér þá hvað fólk getur verið ógeðslega ósmekklegt.
Er ekki hægt að setja stöffið í greiningu og fá úr þessu skorið?
Svona fyrir kosningar?
Skamm eiturbrasarar heimsins.
Að eitra fyrir krúttinu honum Vestmannaeyja-Áddna.
![]() |
DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Bíða, skoða, drolla og hangsa
Var einhver hissa á að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki tilbúinn í persónukjör í næst komandi kosningum?
Ekki ég.
Bíða, skoða, drolla og hangsa einkennir vinnubrögð íhaldsins og hefur gert lengi.
Svo er auðvitað best að breyta sem minnstu, allt of mikið í húfi að riðla kerfinu.
Steingrímur J. segir ásetning ríkisstjórnarinnar að koma málinu áfram þannig að við getum þá valið fólk af listunum í vor.
Frábært.
Jabb. Við sjáum til.
![]() |
Vinna áfram að persónukjöri þótt ekki náist sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Hvað varðar okkur um það?
Alltaf gott þegar dílerar og ofbeldismenn eru gómaðir.
En fyrirgefið, hvað kemur almenningi við, við hverja hinn ákærði og nú dæmdi talaði í síma?
Það er verið að gera mikið mál út af því að um amk. einn "frægan" einstakling var að ræða, mann sem hafði talað við dílerinn í síma og mögulega verslað af honum.
Maðurinn "frægi" var ekki fyrir dómi, hann var ekki til umfjöllunar vegna eins eða neins og þar af leiðandi varðar okkur ekkert um það.
Ef fíkniefnalögreglan hefur eitthvað á fólk þá væntanlega taka þeir viðkomandi og setja í járn.
Ef ég hringdi í einhvern sem seldi landa og ætti við hann ruglaðar samræður (sem er ekki saknæmt síðast þegar ég gáði) ætti ég þá á hættu að röddin á mér kæmi fyrir dóm, væri skráð í dómsskjöl og ég missti svo vinnuna jafnvel í þokkabót?
Maður heyrir bara hringla í handjárnunum í fjarska.
Eins gott að passa sig á hvað mann segir og við hvern og ég er ekki að grínast.
Svona er fólk tekið af lífi á Íslandi.
Skamm.
![]() |
Nöfn tekin út úr dómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. febrúar 2009
Óskar; borga og kveðja
Það var merkilegt að horfa á Óskar Bergsson í Kastljósinu í gær.
Hann var svo rosalega 2007.
Honum var fyrirmunað að sjá að það væri eitthvað athugavert við að láta reykvískan almenning borga fyrir vín og meððí fyrir flokksbræður hans úr öðrum sveitarfélögum.
Þóra Arnórsdóttir reyndi hvað hún gat að fá hann til að skilja hvers vegna fólki gæti mögulega fundist eitthvað að þessu bruðli í kreppunni og Óskar náði ekki málinu.
Hann var hins vegar æstur í að fá að halda kosningaræðu um sjálfan sig og íhaldið í borginni, hversu sparsöm þau væru, búið að lækka laun og allt.
Siðlausum stjórnmálamönnum er ekki hægt að leiða neitt fyrir sjónir.
Framsóknarmennska af gamla skólanum, sem finnst örugglega í öllum flokkum ef grannt er skoðað, er eða á að vera liðin tíð.
En þarna í borginni má sjá hvað gerist þegar lítill flokkur með lágmarks fylgi kemst til valda, þökk sé íhaldinu og hegðar sér svo eins og olíufursti með fjármuni almennings.
Ég bið fólk að hafa þennan möguleika í huga þegar það gengur til kosninga í vor.
Ég vil ekki sjá lamaðan og fylgislausan flokk leiddan til áhrifa í landsmálunum.
Óskar, segðu af þér og borgaðu nótuna.
Hér má verða vitni að siðlausum Óskari Bergssyni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 2988394
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr