Færsluflokkur: Lífstíll
Föstudagur, 13. apríl 2007
..ÞEGAR BLAÐAMENNIRNIR KOMA!
Þegar ég var krakki voru útvarpsleikritin á laugardagskvöldum toppurinn á tilverunni. Framhaldsleikritin voru mögnuðust. Ég man eftir leikritinu "Hulin augu" ekki svo mikið eftir efnisþræðinum reyndar, heldur spennunni, óttanum og martröðunum sem ég fékk nánast alltaf í kjölfarið. Ég klikkaði samt aldrei á þessu leikriti. Það var svo gaman að vera hræddur. "Lorna Doon" var líka skemmtilegt framhaldsleikrit sem ekki mátti missa af. "Kringum jörðina á 80 dögum" var geysispennandi eins og allir vita.
Svo voru það hin hefðbundnu leikrit sem voru alltaf einu sinni í viku. Þau voru skemmtileg. Ég man ekki eftir einu einasta leikriti sem mér fannst ekki gaman að. Sennilega stæðust sum þeirra ekki tímans tönn, það veit ég ekki, en ég naut þeirra allavega.
Eitt leikrit sem ég man ekki eftir en lokaorð þess eru jafn skýr í minni mínu og það sem ég gerði í hádeginu í dag. Þetta leikrit gekk út á að einhverjir tveir gaurar voru að reyna að meikaða í músik, minnir mig. Þeir náðu áfanga sínum og leikritið endar á launfyndnustu setningu sem ég hef heyrt bæði fyrr og síðar. Þessi setning hefur fengið vængi bæði í minni familíu og meðal vinanna. Gaurarnir sitja þarna sem sagt og eru að fara að halda blaðamannafund. Þeir eru að kíkja á klukkuna og rabba saman um ekki neitt. Annar þeirra segir skyndilega. "Árni það eru tvær mínútur í að pressan komi til að sjá okkur. Skrepptu út í sjoppu og keyptu vindla. VIÐ SKULUM VERA REYKJANDI ÞEGAR BLAÐAMENNIRNIR KOMA!"
Tjaldið fellur......
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
VÍGVÖLLUR Í ÞVOTTAHÚSINU
Úff ég er búin á því. Langar að fara að heiman einhvert þar sem ég get ekki átt á hættu að mæta könguló sem starir á mig hatursaugum. Muhahahaha! Ég var í þvottahúsinu áðan, sem er ekki í frásögur færandi undir venjulegum kringumstæðum. Þarna hugsa ég mikið þegar ég er að sýsla, finnst gott að vera þar í rólegheitunum með sjálfri mér og finnst EKKI leiðinlegt að brjóta saman þvott. Algjör hugarleikfimi í gangi og góður fílingur. Nú, þar sem ég stend þarna í kjallaranum (allir gluggar lokaðir) geng ég fram á hlussu könguló sem var bæði stór og loðin. Hún stóð þarna og glápti á mig með fyrirlitningu. Ég byrjaði á að hoppa inn í þvottavélina (mynd tekin af hjálparmanni á neðri hæðinni) en eftir að hafa dúsað þar í dálítinn tíma vissi ég að þar gat ég ekki hangið símalaus von úr viti. Ef ég þekki fólkið mitt rétt hefði verið auglýst eftir mér á mánudag eða þriðjudag í fyrsta lagi
.
Þar sem ég er að fikra mig út úr þvottavélinni og stari á kvikindið til að vera viss um að ég nái að stökkva ef hún ákveði að ráðast á mig (og þarna er blóðþrýstingurinn kominn upp úr öllu valdi, hjartað í hálsi og ég að niðurlotum komin vegna skelfingar og áfalls) kemur vinur minn af neðri hæðinni gangandi í rólegheitunum.
Hann: Er ekki allt í lagi góða?
Ég: Neiiiiiii sérðu kvikindið á gólfinu maður. Lófastór könguló!
Hann: Nei hvaða vitleysa þetta er örlítið kvikindi og gerir engum mein, hvernig getur þú verið hrædd við svona smádýr þú ert sko miklu stærri en hún og sterkari ef út í það er farið. (Hann hnussar fyrirlitlega).
Ég: (hugsa með ískaldri reiði til karlynsins sem alltaf heldur að stærð og styrkur skipti máli). Hún getur verið eitruð og svo er hún ógeðsleg og það er verst. Hún étur örugglega fugla. Dreptana fyrir mig, gerðu það.
Hann: Allt í einu orðinn verndari köngulóarbyggðar í kjallaranum. Nei ég drep ekki köngulær það veit á hamfarir.
Ég: (hamfarirnar eru nú þegar algjörlega borðliggjandi í mínu tilfelli) HENTU HENNI ÞÁ ÚT GERÐU EITTHVAÐ MAÐUR (nú er ég farin að öskra).
Hann: Bíddu hérna góða ég ætla að ná mér í græjur.
Hann labbar rólega, mjög rólega af stað og ég hendist inn í þvottavélina til öryggis á meðan. Eftir þrjá klukkutíma (ca) kemur hann aftur í hægðum sínum með fægiskóflu og pappír og beygir sig niður að kvikindinu sem ekki hefur hreyft sig úr stað allan tímann.
Hann: Þetta er ekki könguló!
Ég: (ekki í stuði fyrir skordýrafyrirlestur) Mér er nákvæmlega sama hvað kvikindið heitir. Taktu það bara. (ég er farin að gráta af ógeði og hræðslu).
Hann: Þetta er nú bara rykló úr þurrkaranum, meiriekkisens móðursýkin í þér kona.
Ég laut höfði þar sem ég sat í vélinni. Ennþá hrædd (er líka hrædd við svona rykrottur). Smeygði mér út og stökk inn hjá mér. Er enn í sjokki. Þetta hefði getað verið könguló og hún hefði getað drepið mig eða farið í eyrað á mér. Þá sæti ég ekki hér. Ég væri á geðdeildinni. Ég er ekki enn laus við þá tilfinningu að könguló þessi eigi eftir að koma aftanað mér og hefna sín. Karlinn hefur verið að ljúga þessu með rykrottuna. OMG
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
AF MÉR, KEITH OG MOGGANUM
Hér erum ég, Keith og Moggaritstjórinn að teygja okkur í stjörnurnar.
Vinkonur mínar og eðalbloggararnir Dúa Dásamlega og Ibba Sig. byrjuðu daginn á að leggja líf mitt í rúst með því að tilkynna mér að einn af pistlunum mínum væri í Mogganum í dag. Ekki misskilja mig ég hef ekkert á móti því að bloggið mitt sé lesið af sem flestum. Þeir sem halda því fram að þeir bloggi BARA fyrir sig ættu að skrifa dagbók og hafa hana læsta. Bloggið er þeirrar náttúru að það slysast inn á það fólk til að lesa. Nú en hvað um það. Mér var tilkynnt af þessum vinkonum mínum að fíflapistillinn minn um Keith Richards væri í Mogganum í dag. Ég sem skrifa um allan fjárann, bæði í gamni og alvöru, um pólitík og kvenfrelsi, fátækt og innflytjendamál og þessi pistill er valinn til birtingar. Er ekki í lagi heima hjá fólki? Mogginn prentar ekki broskarla og í pistlinum stendur "Keith var þá hættur í heróíni og "kominn yfir í kókaín og önnur heilbrigðari efni". Skelfingarkarlinn er ekki með í Mogganum. Hvað ætli vinir mínir hjá SÁÁ haldi ef þeir lesa Moggann sem ég veit náttúrulega ekkert um. Kona bara á því að Kókaín sé í heilbrigðu deildinni. Hm...
Myndin af mér er víst ekki til að hrópa húrra fyrir. Konu er ekki sama um útlitið. Ég þori ekki að kíkja á Moggann. Ég panta mér tíma hjá listrænum ljósmyndara sem er með meirapróf á "fótósjopp" strax í dag. Nú verður kona að blogga á hástemmdu nótunum alltaf, láta ekki eins og fíbbbl, hætta notkun broskarla og haga sér eins og verðandi Nóbelsverðlaunahafa sæmir. Í dag mun ég ganga með hauspoka.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
AÐ ÆTLA AÐ HÆTTA AÐ REYKJA
Ég hef tekið stórvægilega ákvörðun. Hinn óforskammaði, umhverfispestunarfrömuður og sígarettugötuhornabuxnavasahengilmæna eins og einn kennari hér forðum kallaði okkur unglinga sem vorum að fikta við reykingar ætlar að drepa í þ. 26. apríl n.k. (skráist hér svo ég geti ekki logið mig út úr þessu og frestað aðgerðum um 1 ár). Ég er búin að reykja í alveg svakalega mörg ár. Reyktjaldið hefur byrgt mér sýn svo lengi að þessi ósiður er orðinn jafn stór hluti af mér og hendurnar, sem hamast núna á lyklaborðinu. Einu sinni, aðeins einu sinni hef ég í alvörunni hætt að reykja. Ég var komin með einhverja stíflu í æð og varð að leggjast inn á spítala. Ég varð skelfingu lostin og húrraði mér á Reykjalund og drap í. Ég var sígóedrú í þrjá mánuði og ef ég hefði ekki verið þarna með sjálfri mér og upplifað það hefði ég sagt mig ljúga því. Húsbandið hætti svo eftir að ég féll og hann tók þetta með annari í 1-1/2 ár meðan ég var á svölunum og púaði mínar sígarettur.
Það var svona álíka frelsistilfinning að hætta að reykja (þó mér hafi heldur betur skrikað fótur) eins og þegar ég fór í meðferð og varð edrú (rosalegar fíknir hjá mér, út um allt bara). Nú þurfti ég/húsband ekki að hendast út í sjoppu fyrir lokun með tunguna lafandi af mæði eða hósta og hósta stundum þegar illa stóð á. Húðin breyttist, líðanin lagaðist ótrúlega fljótt. Ég ofmetnaðist. Hætti að hlusta á ráðleggingar og hélt að ég myndi aldrei aftur fá mér sígarettu. Hvílíkur og annar eins hroki. Það var eins gott að ég tók ekki edrúmennskuna mína með þessu hugarfari.
Þarna á reyklausa tímabilinu þá notaði ég mikið af nikótínlyfjum til að byrja með. Ég minnkaði þau síðan smátt og smátt en hélt eftir nefúðanum sem gaf svo mikið kikk í byrjun að ég fékk nikótínsjokk og nánast flattist út á vegginn og hárið á mér sagði sig úr lögum við mig, þe stóð sjálft upprétt á hausnum á mér. Þetta jafnaði sig svo.
Núna ætla ég að fara á nefúðan (hehe). Það tilkynnist hér með að á afmælisdegi húsbandsins mun ég vera á fyrsta reyklausa deginum í nýja lífinu mínu. Hverju á ég að hætta næst? Að borða kjöt? Aldrei í lífinu.
Síjúgæs
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
HÉR MEÐ SEGI ÉG MIG ÚR HÚSFÉLAGINU..
..vegna þess að í dag sá ég Stuart littla með henni Jenny minni og þar var Hús-læknirinn í hlutverki pabba Stuarts og Gina Davis í hlutverki móðurinnar. Gina er annars ekki til umfjöllunar hér. Hún er bara flott. Ég missti reyndar smá lyst á Húsa þegar hann keypti sér konu um daginn. Fannst hann fyrirlitlegur plebbi. Þetta þýðir ekki að ég muni ekki horfa á karlinn en ég mun gera það hlægjandi, ekki drekka í mig hvert orð sem handritahöfundarnir láta hann gelta yfir samstarfsfólk sitt (hef reyndar sagt áður að Húsi gefi mér enga sexappíl-strauma). Í dag fór maðurinn yfir strikið. Hann er svo væminn í myndinni Oggu-Stuart að ég varð græn í framan. Myndin er þar að auki með íslensku tali og það er eins og Húsið hvísli. Hann er algjörlega skaplaus luðra og geðdeyfa. Hann er velúrmaður, töffluhetja og artus phlebius orginale. Ég ráðlegg ykkur vinkonur mínar í Húsfélaginu að skoða ykkar gang. Við gætum tam stofnað félag um Guðna Ágústsson, bakað fyrir hann vöfflur, mokað úr fjósi og svona hluti sem halda honum frá kosningabaráttunni. En hann hefur bara verið í tveim þáttum í sjónvarpi nú á s.l. tveim dögum. Án gamans, voðalegt landbúnaðarfyrirkomulag er þetta á karlinum.
Segi mig hér með úr Hús-félaginu. Maðurinn er lufsa. Þið megið eiga hann og Hrönnsla nú eru læknisfræðilegar umræður úr sögunni hjá mér og því reikna ég með að hann geti staðið lengur við hjá þér í staðinn.
Síjúgæs
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
BARA FÓTUR Í ÞETTA SINN..
..en Richards glæsilegi og heimsins mesta krúttibúlla hefur einu sinni amk. dúndrað gítarnum í hausinn á Wood. En það var vegna þess að Wood var enn í heróíni en Richards var þá hættur í því dópi og kominn yfir í kókaín og önnur heilbrigðari efni. Honum var skiljanlega misboðið að Woods væri enn í svona "heavy" dópi. Erðanemavon að manninum hafi blöskrað. Nú er Woods refsað fyrir að vera edrú. Mér finnst að glæsilegasta mannflak í heimi sé farinn að linast í refsingageiranum. Bara smá spark í löpp, tertubiti og ekkert annað.
Sendi Woods samúðarkveðjur vegna brennivínsleysis á tónleikaferðum. Það getur ekki verið neitt grín að burðast um með sjálfa sig út um allan heim. Hann á samúð mína alla.
Keith Ritchard með sinn heilbrigða lífsstíl er áfram í uppáhaldi hjá mér. Ég er gjörsamlega blind á þennan draumaprins margra kvenna.
![]() |
Richards sparkaði í Wood á sviði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
AF TÓNLIST OG HLJÓÐFÆRUM
Hún Jenny er hjá okkur í dag vegna þess að hún er með "barnavírus" eins og hún segir sjálf. Læknirinn sagði í gær að Jenny ætti að vera heima í dag til að smita ekki hin börnin á leikskólanum. Jenny er afskaplega fljót til máls. Hún er núna 2ja ára og þremur mánuðum betur. Pabbi hennar og Einarrrr eru tónlistarmenn og Jenny því málið skylt. Nokkuð löngu áður en barn varð 2ja ára vildi hún hlusta á "tónlist" og spila á "hljóðfærrrri". Hún elskar að horfa á "Bleikí" en hann var svartur jazzisti frá N.Y. að ég held. Jenny elskar að horfa á myndband með "Bleikí" í svart-hvítu með pabba sínum. Það róar hana.
Í morgun heyrði hún smá harmonikkumúsik í útvarpinu. Hún sagði "amma tónlistin errr firrildi". Úff amman fékk kökk í hálsinn. Barnið talar í myndlíkingum. Ég er grínlaust viss um að hún sjái liti í tónlist eins og margar andlega sinnaðar manneskjur.
Jenny biður að heilsa. Hún er að borða ís og horfa á Ávaxtakörfuna sem sýnir jú bara hversu háan þolþröskuld barnið hefur þegar tónlist er annars vegar.
Ég spyr nú bara eins og Jenny! Hvað varð um handhægar neytendaumbúðirrr???
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 11. apríl 2007
JÁRNKJÁLKA ENGLARNIR (THE IRON JAWED ANGELS)
Bloggvinkona mín hún Katrín Anna minnti mig á yndislega mynd sem ég sá fyrir dálítið löngu síðan. Myndin um bandarísku Súfragetturnar sem börðust fyrir kosningarétti amerískra kvenna. Ég fór og keypti mér spóluna og horfði á hana í kvöld ásamt húsbandinu sem ekki hafði séð hana.
Það er skemmst frá því að segja að það helltist yfir mig allur tilfinngaskalinn og ég mundi hvers vegna mér þótti lífsnauðsynlegt að láta ekki einn einasta dag fara til spillis í kvennabaráttunni hérna í denn. Í raun enn þó á öðrum forsendum sé. Ég hló þegar ég heyrði vinkonurnar í baráttunni tala saman í myndinni, kaldhæðnina sem þær notuðu til að lifa með þessu réttindaleysi sem konur bjuggu við í byrjun síðustu aldar. Það var ekki fyrr en 23. ágúst 1920 sem kosningaréttur kvenna í Ameríku varð að raunveruleika. Ég grét þegar konurnar voru settar í fangelsi fyrir það eitt að hafa á hljóðlegan hátt mótmælt réttleysi sínu fyrir utan Hvíta Húsið og voru settar í 60 daga fangelsi. Ég varð ofsareið þegar Alice Paul ofl. fara í hungurverkfall og þær teknar með valdi, ólaðar niður og þvingaður ofan í þær matur á mjög ofbeldisfullan hátt. Ég gladdist þegar þær síðan ná þessu markmiði sínu að konur í USA fá kosningarrétt.
Ég er reyndar bölvanlega reið nú eins og oftar þegar ég hugsa um hversu langt í land við eigum enn. Bálreið út í andstöðuna við alla kvennabaráttu. Reiðust verð ég þegar ég heyri og sé kynsystur mínar agnúast út í feminista. Þær konur sem virðast halda að öll okkar réttindi hafi bara verið þarna frá upphafi vega. Öll leið réttindabaráttu kvenna er vörðuð blóði, svita og tárum þeirra kvenna sem á undan okkur komu. Nú eigum við hörku baráttukonur bæði ungar og eldri sem vinna af elju fyrir sjálfsögðum mannréttindum konum til handa. Í nútíðinni og ekki síst til framtíðar. Mikið rosalega eru þetta smart stelpur. Jess
Þessa mynd verða allar konur að sjá. Saga kvenna er og hefur verið þögguð. Okkur er í lófa lagið að lifa söguna afturábak og í núinu. Við þurfum bara að opna augun.
Lífstíll | Breytt 18.4.2007 kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
HINN VAFASAMA GULLMOLA DAGSINS HLÝTUR..
..Magnús Þór Hafsteinsson í Frjálslyndaflokknum fyrir að tala fyrir vægast sagt skelfilegri pólitík í málefnum innflytjenda í Kastljósinu í kvöld. Ég held að það séu öfgaelement þarna á ferð í flokknum og ég efast stórlega um að meðlimir Frjálslynda flokksins séu allir með það á hreinu hvar varaformaðurinn og hans nótar standa í þessum málum. Hvort þessi stefna er af hreinni og klárri umhyggjusemi við útlendinga eða til að vernda okkur gegn fjöldainnrás tugþúsunda manna og kvenna. Málflutningurinn er enda loðinn og Magnús Þór slær úr og í. Innflytjendamál verður að ræða að sjálfsögðu en ekki á þessum forsendum eins og ég hef margskrifað um hér á blogginu mínu. Þjóðernisflokkar hafa verið hafnir til vegs og virðingar tam í Danmörku og Austurríki og það fer um mig hrollur við tilhugsunina um að svona málflutningur nái flugi hér. Ég held samt að Íslendingar, flest allir amk., hafi óbeit á kynþáttamisrétti.
Magnús Þór þarna ertu málsvari hættulegrar mannvonskustefnu. Sem ég held að mistúlkist meira að segja í þínum eigin flokki. Þú mátt klæða það í hvaða búning sem er. Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því að hingað þyrpist fólk í tugþúsunda tali. "Getóverjorself". Get ekki ímyndað mér að við séum svona eftirsóknarverð. Við tökum ekki einu sinni við flóttamönnum eins og löndin í kringum okkur. Fólk má hins vegar koma hingað meðan við getum notað það í þennsluástandinu og það fólk fer beinustu leið heim aftur að verkefnum loknum. Íslenskt þjóðfélag hefur bara orðið ríkara og skemmtilegra vegna þeirra útlendinga sem hér hafa sest að. Ef gera á bragarbót á undirboðum og þrælahaldi á fólki þá skulum við snúa okkur að því að hreinsa upp hjá glæpafyrirtækjunum sem hafa flutt inn verkamenn til landsins, hýrudregið þá og farið með þá eins og hunda og gjörbrotið á þessu fólki mannréttindi. Þar er raunverulegt vandamál á ferðinni.
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
OG ÉG VISSI ÞAÐ..
..að megrúnarkúrar duga skammt og illa fyrir þorra manna. Nú hefur verið sýnt fram á þetta með nýrri rannsókn. Það mun sem sé ólíklegt að megrun leiði til langtíma þyngdartaps hjá fólki og að megrunarkúrar geti beinlínis verið heilsuspillandi.
Ég sem er með meirapróf á megrunarkúra sem ég ástundaði grimmt í fjölda ára samfara átröskun, veit að flestir þessara kúra eru allir undir sömu sökina seldir. Um leið og þeim er hætt þá kemur fyrrverandi kílóafjöldi nú ákveðnari en nokkru sinni um að vera komnir til langdvalar. Ekki það að ég hafi verið svona feit (er einhver að segja að ég hafi verið feit?) heldur "fannst" mér ég vera það.
Núna er ég grönn og fín og ég þakka það edrúmennskunni og breyttu mataræði vegna sykursýkinnar sem ég skarta nú með (nenni ekki að fara út í fílafitusöguna enn einu sinni) og það er komið til að vera. Nú er stærsti parturinn á disknum grænmeti, svo kjöt eða fiskur. Einfalt og gott. Gerir kraftaverk fyrir heilsuna
Ég á DÁSAMLEGA vinkonu sem bloggar á moggabloggi og heitir DÚA og hún skrifar þessa dagana um sig eins og það þurfi talíu (heitir það ekki talía þetta þarna sem lyftir vörum, gámum og sollis?) til að koma henni á milli staða. Kræst. Hvað um það hún gerir megrunina sína ævintýri líkasta en hún þarf að ná af sér nokkrum kílóum. Hún er að breyta mataræðinu og úðar í sig fæðubótarefnum (ætla sko ekki að auglýsa Herbalive) og hagar sér eins og sannur atvinnumaður í greininni þrátt fyrir að hún hafi alltaf verið í laginu eins og eldspýta.
Så var det med den saken mina vänner.
Einhver æstur í hamborgara?
![]() |
Megrunarkúrar þjóna litlum tilgangi fyrir meirihluta fólks að sögn vísindamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 2988132
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr