Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Ég hætti á toppnum

Hér hef ég bloggað frá því í mars 2007.

En nú ætla ég að kveðja Moggabloggið.

Fór inn á vinsældarlistann áðan og sá að ég sit í efsta sæti.

Flott - ég hætti á toppnum í orðsins örgustu.

Mér þykir vænt um Moggabloggið, hér hefur verið gott að blogga.

En...

Ég get ekki hugsað mér að blogga hér, lesa eða kitla teljara Moggans með nýja ritstjórann Davíð Oddsson við stjórnvölinn.

Ég trúði því ekki að slíkt gæti gerst eftir allt sem á undan er gengið.

En svo fór sem fór.

Á Moggablogginu er brostinn á fjöldaflótti.

Við eftirlátum aðdáendum Davíðs að blogga hér.

Sjáumst á eyjunni krakkar.

Hér er ég og takk fyrir mig.


Takk Ögmundur.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Ögmundur Jónasson sé okkar heilsteyptasti stjórnmálamaður.

Ég hef greinilega haft rétt fyrir mér þar.

Trú mín á mannkyninu hefur farið upp um nokkur "ögm" í dag.

Takk Ögmundur.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirfram aðvöruð - fyrirfram vopnuð

Ég er alltaf að missa af allskonar.

Fleyg orð verða til, fólk finnur upp hluti, deyr og fæðist og ég hef ekki hugmynd um það.

Svona líður mér líka gagnvart bókum.

Það eru trilljón meistaraverk skrifuð um allan heim og ég kem aldrei til með að kynnast þeim.

Ég gæti grátið, þetta er einn af mínum stóru hörmum.

Mannskepnan er of takmörkuð segi ég og skrifa.

Við kunnum ekki að ferðast í afturábak í tíma, tölum bara örfá tungumál, þetta er glatað.

En eitt af því sem ég vissi ekki um en hefur nú borist mér til augna er að Agnes Bragadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir hafa ástundað kappræður í Íslandi í bítið.

(Ég vissi ekki einu sinni að Ísland í bítið væri til enn - enda hlusta ég ekki á Bylgjuna).

Svo gekk Agnes fram af Björgu Evu og í gær mætti sú síðarnefnda ekki til að takast á við kerlinguna Agnesi.

Ég skil hana Björgu Evu svo vel.

Hvaða manneskja sem er áttuð á stað og stund fer með opin augun í gin ljónsins?

Agnes er strigakjaftur og eyrnamengandi svo ekki sé meira sagt.

Hún er líka fínn blaðamaður en það er varla að ég þori að lesa hana - er skíthrædd við konuna.

Ég get sagt ykkur að á góðum degi myndi ég gefa frá mér ríkisborgararéttinn fremur en að eiga orðastað við aðdáenda Davíðs númeró únó.

Fyrirfram aðvöruð - fyrirfram vopnuð offkors.

Súmí.


Allir steinhissa - einhver hissa á því?

Það vakti athygli mína þegar ég las um það í denn að fólkið í Kóreu legði sér hunda til munns og þætti lostæti.

Ég varð satt best að segja gapandi hlessa um leið og ég var hætt að kúgast.

Það vekur líka athygli mína og annarra þegar maður heyrir um fjölkvæni í nútímanum, við teljum okkur flest vera einkvænisfólk (jájá, ég hef átt fjölmarga eiginmenn en bara einn í einu).

Allt sem maður heyrir og er manni framandi vekur áhuga manns og furðu.

Þess vegna er ég ekki hissa að ráðning Davíðs Oddssonar veki athygli í útlöndum.

Ekki að ég sé að líkja honum við "fjölkvænung" né heldur matreidda hunda en þið skiljið hvert ég er að fara er það ekki?

"Telegraph segir, að á 13 ára valdatíma sem forsætisráðherra hafi Davíð stýrt einkavæðingu íslensku bankanna þriggja, sem hrundu í október sl. Hafi fréttatímaritið Time sett hann á lista yfir þá 25 einstaklinga, sem helst beri ábyrgð á fjármálakreppunni."  

Þeir eru sem sagt hissa í útlöndum á að Davíð sé kominn í ritstjórastólinn á Mogga.

Ég er ekki hissa á því að þeir séu hissa!

Er alveg standandi hissa sjálf.

Súmítúðebón. 


mbl.is Ráðning Davíðs vekur athygli ytra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pakkað niður

Ár frá hruninu - Guardian rifjar upp eftirfarandi (m.a.):

"Breska dagblaðið Guardian segir að ummæli Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, í sjónvarpsþætti fyrir tæpu ári, um að Íslendingar geti ekki og ætli ekki greiða erlendar skuldir ábyrgðarlausra manna og leggja skuldaklafa á börn sín og barnabörn, hafi verið ein ástæða þess að Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands beitti hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans, stofnanda Icesave reikninganna, í Bretlandi."

(Nehei, það getur ekki verið Davíð að kenna ha?)

Ég ítreka:

Ár frá hruni.

Hér er allt við það sama, svona næstum því. Afskapleg mikið í bígerð, unnið á öllum vígstöðvum við að gera upp hrunið - mikil ósköp - ekki kjaftur sætt ábyrgð sýnist mér, a.m.k. ekki í neinni alvöru.

Einu óþægindi útrásardólganna virðast fólgin í því að þurfa að láta hreinsa hús sín af rauðri málningu af og til - "þökk" sé fólkinu.

Í dag hefur Mogginn verðlaunað Davíð Oddsson með að setja hann í ritstjórastól blaðsins.

Við erum svo mikil krútt Íslendingar.

Ég er að pakka saman (ekki segja neinum, hamast við að taka öryggisafrit af blogginu mínu).

Á meðan ætla ég að vera með attitjút á Mogganum og rífa kjaft.

Þetta er Jenný Anna sem bloggar af fjandsamlegum slóðum.

(Líður eins og stríðsfréttamanni sem er staddur í miðri borgarastyrjöld - ímynda ég mér - veit ekkert um það en lái mér hver sem vill að ég skuli reyna að búa til smá drama í sambandi við yfirvofandi brottflutning minn af Mogganum).

Annars góð bara.


mbl.is Guardian fjallar um hrunið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð, ekki út eftir myrkur!

Ég hef alltaf verið skelfingu lostin við tilhugsunina um uppvakninga.

Æi þið vitið eins og maður hefur séð í bíó, þegar dauða liðið veður rykfallið með köngulóarvef í andlitinu upp úr gröfunum, gengur spastískum skrefum áfram, alveg dedd (í orðsins örgustu) á því að fara og drepa einhvern.

Úúúúúú - ég fæ hroll.

Þegar ég horfði á fréttirnar í kvöld um nýja formanninn hjá SUS, sem lét sér ekki muna um að leigja flugvél undir eitthvað lið til að kjósa sig, þá upplifði ég svona uppvakningsmóment.

Þessi náungi sem er ungur að árum er uppvakningur nefnilega.

Hann er úr Davíðsarminum sko.

Krípí?

Þeir eru að koma aftur - úúúúúú!

Davíð er kominn til að ryðja brautina - fylgismennirnir skipa sér á póstana.

Varúð, ekki út eftir myrkur!

Múhahahahaha!


mbl.is Smölun í tengslum við SUS kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur og hinir strákarnir

 p

Hvað sem fólki annars finnst um Össur þá kann hann að koma fyrir sig orði.

Líka þegar hann bloggaði á nóttunni. Múha.

Núna ávarpaði hann alsherjarþing SÞ og mér sýnist hann ekkert hafa verið að skafa af því í púltinu.

Hjá mér hefur Össur alltaf framkallað sterk viðbrögð.

Krúttköst og pirring til skiptist.

Ég hef aldrei verið alveg: Já, já Össur, þú ert alltaf að segja sömu hlutina og síðan snúið mér yfir á hina hliðina og sofnað úr leiðindum.

Það eru bara móment sem maður á varðandi Össur.

Þess á milli reynir maður sitt besta til að gleyma honum.

Arg eða garg.

Já eða nei.

Brennandi heitt eða ískalt.

Ást eða hatur (ókei, ókei, ekki alveg en þið vitið hvað ég meina).

---

Svo að öðru: Vill minn kæri formaður Steingrímur J. (á engan formann en ég kaus flokkinn og ber þar með töluverða ábyrgð á Jóni Bjarnasyni) skipta út landbúnaðarráðherranum.  Er enn að jafna mig eftir Kastljóssviðtalið við þennan flækjufót og afturhaldssegg núna í vikunni.

---

Og að lokum.

Svar við erfiðri gátu í færslunni hér fyrir neðan.

thor-saari-alftanesi

Lalalalalalala

Úje og kræ mí a riverrrrrrrrrrrrrrrr


mbl.is Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áts!

Ef ég héti Ásgeir H. Ingólfsson, væri blaðamaður á Lesbók Moggans, með hugrekki upp á þrjár hæðir og þurrkloft væri ég samt skíthrædd við að mæta ritstjóranum á mánudaginn.

Áts..


Kallarnir samvaxnir á mjöðm

 parið

Enn ein fréttin um að það sé betra að vera á atvinnuleysisbótum en að vinna!

Mér finnst svona málflutningur oft hafa það að markmiði að gera það fólk sem hefur ekki vinnu að letingjum sem vilji sitja heima og hafa það náðugt í staðinn fyrir að fara og afla sér tekna.

Ég veit að það er örlítill hluti fólks sem ekki nennir að vinna.

Og á hverju byggi ég þá vitneskju?

Jú, við Íslendingar höfum ýmislegt í fari okkar sem betur má fara en leti er ekki einn af löstum þessarar þjóðar.

Það er þá að minnsta kosti nýtilkominn breyskleiki.

Við erum vinnusöm, svo vinnusöm að lengi vel hefur fólk neitað sér um að lifa.

En..

Svona fréttir segja mér samt heilmikið.

Sú staðreynd að strípaðir taxtar eru lægri en atvinnuleysisbætur, sem mér er sagt að séu rúmar 130 þúsund krónur á mánuði og enginn getur lifað sómasamlega af, sýnir bara svo ekki verður um villst hvers lags aumingjans vesalingar það eru sem fara fyrir mörgum verkalýðsfélaganna í þessu landi.

Enda sést það í fréttum og hefur gert undanfarinn ár.

Maður sér þessa verkalýðsforkólfa, hönd í hönd í eilífum knúsorgíum með fulltrúum atvinnurekanda.

Þessir kallar eru samvaxnir á mjöðm.

Þessi "samvinna" andstæðra póla er ekkert annað en ónáttúra.

Enda getum við séð launastatusinn í landinu sem er afrakstur þessarar líka frábæru samvinnunnar.

I rest my case

Og íslenskir launþegar líða fyrir.

Það þarf byltingu.

Frusssssssssssssssssssssssssssssss


mbl.is Betra að vera á bótum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sjúkt" þjóðfélag

Ég er svo sannarlega ekki hrifin af Davíð Oddssyni.

Það hefur komið fram, ég þarf ekki að tíunda þá skoðun mína.

En....

Þegar Margrét Tryggvadóttir sendi Alzheimerbréfið til varaþingmanns Þráins Bertelssonar þá blöskraði mér að því marki að ég hef ekki getað litið konuna réttum (?) augum síðan.

Svo kom Birgitta Jónsdóttir (sem hefur lokað á mig í athugasemdakerfinu sínu væntanlega af lýðræðisást nú eða beint upp úr hugmyndafræði Dalai Lama)og mælti þessum ógeðslega gjörningi bót, kallaði hann umhyggjusemi og þá missti ég endanlega trú á þessu fólki.

Ég get lifað með því.

Jafn ógeðslegt finnst mér af Jóhannesi í Bónus að sjúkdómsvæða Davíð Oddsson eins og hann gerir hér.

Jóhannes segir að Davíð sé óheilbrigður maður.

Bíddu, bíddu, hvað hefur hann fyrir sér í því?

Ég hef megnustu skömm á því þegar fólk grípur til þess ráðs að sjúkdómsgera þá sem þeim er í nöp við.

Hvaða aumingjaskapur er þetta?

Það er ekki hægt að leggjast lægra.

Af hverju segir maðurinn ekki að honum líki ekki skoðanir Davíðs?

Það er mál sem ég skil.  Þoli ekki Davíð sjálf og það sem hann stendur fyrir og ég þarf ekkert að gera hann að sjúklingi til að ljá orðum mínum vægi.

Þetta þjóðfélag er sjúkt (djók).

Ætli maður verði ekki settur í bönd einn góðan veðurdag og færður á geðdeild vegna þess að maður er með skoðanir sem sökka?

Ésús minn á galeiðunni.


mbl.is „Fortíðin til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.