Færsluflokkur: Trúmál
Þriðjudagur, 22. september 2009
Tímaskekkja dauðans
Ég þjóðkirkjuandstæðingurinn (ég er kurteis og til baka í notkun lýsingarorðs hér) greip andann á lofti þegar ég las viðtengda frétt.
Jón Valur og félagar vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk!
Halló, Jesú hefði orðið brjálaður ef hann hefði verið beðinn um að fara í framboð.
Vei yður þér farísear bara.
Án gríns, þá hræðist ég kristilega stjórnmálaflokka og best að taka fram að ég tel slíka lítið sem ekkert hafa með trú að gera en allt með trúarbrögð.
Trúarbrögð eru skelfileg, sjáið heiminn.
Kristilegir stjórnmálaflokkar eru íhaldssamari en andskotinn sjálfur.
Þeir hamra á kristilegum gildum sem er heimatilbúið kúgunartæki þróað til fullkomnunar í gegnum aldinnar.
Kristilegur stjórnmálaflokkur er bigg tæm tímaskekkja.
Þeir eru á móti fóstureyðingum.
Skilnaðir eru ekki vel séðir.
Samkynhneigð skulum við bara ekki ræða.
Í raun eru kristilegir flokkar últra hægriflokkar sem gerir íhaldið að hreinræktuðum kommaflokki svo ég kalli nú skóflu bara skóflu.
Í raun á ég ekkert að vera að tjá mig um Jón Val og hans skoðanabræður - ég skil einfaldlega ekki þennan hugarheim sem þeir dveljast í og það er mín takmörkun - ekki þeirra.
En ég get ekki stillt mig (get ég nokkurn tímann stillt mig? Ekki svara).
Ég er nefnilega skíthrædd við "kristna" harðlínumenn.
Svo myndi ég vilja að það væri ekki alltaf verið að beita Jesús Jósepssyni frá Nasaret fyrir skoðanavagninn.
Halló - hoppa inn í nútímann og megi guð blessa börnin.
Vilja stofna kristilegan stjórnmálaflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
Þriðjudagur, 8. september 2009
Óframinn glæpur
Skelfilegt ef þetta plot hefði tekist hjá þessum þremur karakterum.
En þeir urðu engum að bana.
Síðast þegar ég vissi varð að fremja glæpinn til að hægt væri að sakfella.
En kommon, setjirðu múslíma, hryðjuverkaógn og flugvélar saman á pappír.
Þá fríka allir út.
Sama gerist ef þú setur Landsbanka - Icesave og Ísland í umræðuna.
Þá fáum við sömu meðferð.
Sjitt.
Hefðu orðið 10.000 að bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Mánudagur, 7. september 2009
Minna sárt?
Séra Gunnar Björnsson gerðist sekur um siðferðisbrot gagnvart ungum stúlkum í sókninni sem hann hefur með höndum.
Siðferðisbrot en ekki agabrot.
Gagnvart guði þá?
Af því að brotið telst siðferðisbrot en ekki agabrot þá má presturinn í raun halda áfram að messa og sinna prestverkum eins og ekkert hafi í skorist.
Ætli það sé minna sárt og minna meiðandi að verða fyrir kynferðislegu agabroti en siðferðisbroti?
Er Gunnar öðruvísi prestur í fjólubláum kjól en svörtum?
Hvað er að í þessu klikkaða batteríi sem þjóðkirkjan virðist vera?
Siðferðisbrot en ekki agabrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Hvar voru allir?
Ég tengi algjörlega við Katy Perry hérna.
Hún lá á bæn þegar hún var barn og grátbað guð um að gefa sér stór brjóst.
Ég var að vísu að biðja um aðra hluti þegar ég var lítil (minni).
Í fyrsta lagi bað ég heitt og innilega um að guð myndi láta einhvern vilja giftast mér en ég var alveg viss um að enginn maður vildi þekkjast mig út af freknunum.
Vá hvað guð svaraði og svaraði og svaraði. Vona að hann sé hættur að bænheyra. Ég kæri mig ekki um fleiri eiginmenn.
Þess vegna segi ég, "be careful what you wish for" guð gæti verið í stuði.
En svona í framhaldi af því þá fékk ég bakþanka eftir að hafa talað við guð um eiginmannsvandræði framtíðarinnar.
Af því ég var níu ára og vissi að hjón sváfu í sama herbergi þá stóð ég frammi fyrir ógnarstóru vandamáli.
Hvernig átti ég að skjótast úr fötum í náttföt?
Maðurinn myndi örugglega vera á sama tíma í herbergi og gera mér það ókleyft.
Vá, hvað þetta vafðist fyrir mér.
Ég henti mér því á bæn aftur og bað hann um stórt baðherbergi sem ég gæti skotist inn í.
Ég var alveg búin að teikna þetta í höfðinu á mér.
En það sorglega er að ég hafi verið svona uppfull af innrætingu strax í barnæsku.
Það hvarflaði ekki að mér eitt augnablik að það væri hægt að lifa lífinu án eiginmanns.
Ha?
Ég var sorglegt barn.
Hvar voru allir sem áttu að kenna mér að hugsa?
Hmrpf....
Bað Guð um stærri brjóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 29. júní 2009
og jörðin er þríhyrningur
Einhver galeiðuþræll var hálshöggvinn í Róm og páfinn heldur því fram að vísindalegar sannanir liggi fyrir því að þetta sé sá armi og húmorslausi siðapostuli, Páll frá borginni Postul.
Ég er reyndar dedd á því að galeiðuþrællinn hafi verið notaður sem uppfyllingarefni í kirkju heilags Páls í Róm.
Ég er einnig sjúr á því líka að Páll postuli hafi verið með "temporal lobe epilepsiukast" þegar hann fékk vitrunina í eyðimörkinni eða á fjallinu, man ekki hvort.
Sko, er það nema von að páfinn sé eins og barn í skoðunum ef hann trúir á þetta rugl.
Það er hægt að ljúga að öllu að karli.
Er það nema von að hann sé svo barnalegur að halda að guð sé á móti getnaðarvörnum.
Eða að guði sé uppsigað við skilnaði þegar hjónabönd eru farin út um þúfur.
Nú eða að guð sé með skoðanir á því hvernig fólk elskar hvort annað á sam-, gagn- og allan mátahátt.
Að maðurinn trúi því að þú farir lóðbeint til helvítis ef þú ert ekki guði þóknanlegur?
Það er örugglega hægt að ljúga því að páfanum í Róm að jörðin sé þvíhyrningslaga.
En af því að páfaveldið er svo mikið fyrir leyndó, sem er ekki skrýtið miðað við þau myrkramverk sem það hefur framið í gegnum aldir, þá er hann kannski með nafnskírteini Páls postula, sem fannst á persónu líksins.
Er það nema von að maður hafi enga trú á kirkjum.
Farin í morgunbænir.
Later.
Leifar Páls postula fundnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 22. júní 2009
Búrkur og skótau
Ég hélt ekki að ég ætti það eftir að verða algjörlega sammála Sarkozy, þeim smávaxna uppskafning og monthana.
En jafnvel það vígi er hrunið.
Sarkozy sagði á franska þinginu í dag, að búrka, klæðnaður múslímakvenna sé ekki velkominn í Frakklandi þar sem klæðnaðurinn sé ekki táknrænn fyrir trú heldur undirgefni kvenna.
Búrka er ein af skelfilegum uppfinningum múslímskra karlmanna til að hafa hemil á konum sínum.
Þær mega ekki sjást.
Horfa í gegnum net.
Ég hef lesið viðtal við konur þar sem þær lýsa upplifun sinni þegar þær byrja að nota búrkuna.
Jafnvægisskynið hverfur, þær sjá bara beint fram fyrir sig.
Kona í svoleiðis viðjum er ekki líkleg til að hlaupa mikið útundan sér eða vera með attitjúd.
Ekki að það séu ekki lagðar hömlur á konur út um allan heim.
Eins og gert var í Kína á árum áður þegar fætur kvenna voru reirðir.
Geisurnar hlupu ekki langt heldur á töfflunum með plattforminu.
Og við vestrænar konur sem erum búnar að kaupa hugmyndina um að það sé flott að ganga á háum hælum.
Þó maður hafi skögrað um fyrstu mánuðina.
Ég t.d. féll algjörlega fyrir þessu farartæki vestrænna kvenna og bruna áreynslulaust á þeim út um allar koppagrundir þegar sá gálinn er á mér.
Er t.d. núna að prufukeyra eina sem yngsta dóttir mín gaf mér á laugardaginn.
Ég veit ekki með ykkur, en ég gæti gert byltingu á 10 sentímetra hælum.
Konur eru droppdeddgjorgíus í flottum skóm.
Hvað sem upprunalegri kúgunarhugmynd líður.
Ha?
Meiri andskotans verkuninni.
Sarkozy: Búrka tákn undirgefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Mánudagur, 1. júní 2009
Þoli ekki lifandi sjálfshjálparbækur
Verð að orða þetta upphátt.
Það er eitthvað við þetta Dalai Lama æði sem pirrar mig.
Fyrir nú utan þá staðreynd að persónudýrkun gerir mig fráhverfa öllum málstað, hversu góður hann annars má vera.
Þegar ég heyrði að hann vildi senda hina stríðandi aðila í Palestínu og Ísrael í lautarferð saman til lausnar ástandsins þar á bæ, þá hugsaði ég; vó, rólegur á spekinni maður góður.
Ég er höll undir búddisma.
Ég styð Tíbet í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði og óska helvítis setuliði Kínverja veg allrar veraldar.
En..
Ég þoli ekki lifandi sjálfshjálparbækur.
Bara alls ekki.
Svo vona ég að fólk telji upp á tíu.
Hari Kristna með dassi af pís lof and happíness.
Samtrúarleg friðarstund í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 15. maí 2009
Af því af því bara
Ég er í krúttkasti yfir þinghópi Borgarahreyfingarinnar.
Að tala um ferska vinda!
Þrír þeirra ætla að bíða á Austurvelli á meðan afgangurinn situr stilltur og prúður, án tillits til trúar eða afstöðu til Þjóðkirkjunnar, undir sálmum og predikunum, af því að það er hefð. Hefðin ræður.
Ef þessi athöfn væri á Hótel Borg, á Þingvöllum eða bara í einhverju mötuneyti, þá væri þetta í lagi, þe ef Þjóðkirkjan væri ekki sérskipaður yfirblessari og þingstartari.
Af hverju beygir svona stór hluti fólks sig undir óskráðar reglur?
Annars ætti ég ekki að segja mikið, bullandi sek eins og vanalega. Held að ef ég væri í sporum þessara þingmanna sem eru að koma nýir inn þá hefði ég mætt í kirkjuskriflið af því mér hefði trúlega ekki dottið þessi snilldar möguleiki í hug.
Skammastu þín Jenný segireittgerirannað Baldursdóttir.
Annars eru hefðir mér hugleiknar þessa dagana.
Formaður Framsóknar reytir þetta örfylgi sem flokkurinn hefur af þeim á sama hraða og það tekur að segja; "Búhú ég vil hafa OKKAR þingherbergi áfram, áettamáetta".
Þetta er sjúklega tragi-kómískt með tilliti til þess að stór hluti fólks er búinn að henda öllum hégóma í ruslið, hégóma eins og hollum máltíðum, afborgun af lánum, nú eða tannlæknaheimsóknum fyrir börnin sín.
Það er pjúra lífsbarátta upp á líf og dauða.
Á meðan er Framsóknarformaðurinn vælandi, tuðandi og tautandi um þingherbergi sem hann þykist eiga vegna hefðar.
Svo rökstuddi hann mál sitt líka með því að þetta væri tímabundið ástand með lítinn þingflokk, hann yrði ekki svona lítill næst.
Okei, VG geta þá beðið um þingherbergi Sjálfstæðisflokksins núna af því að VG verða stærri en þeir næst.
Hvernig ættu VG að vita það?
Af því af því bara.
Á að myrða mann hérna?
Cry me a friggings river og það fyrir hádegi.
Aldrei fyrr hafa jafnmargir nýliðar sest á þing og í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Skelfilegar fréttir
Við erum í Nató, illu heilli.
Ef við látum þessi nýju lög Hamid Karzai, forseta Afganistans, sem banna konum að fara út úr húsi og lögleiða jafnframt nauðgun í hjónabandi, sem felst í því að kona megi ekki neita eiginmanni sínum um kynmök, sitjum við uppi með skömmina.
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skráðu okkur í stríðið í Írak í skjóli nætur, sú skömm verður aldrei af okkur máð.
Sá gjörningur hefði haft alvarlegar afleiðingar í för með sér í siðmenntuðum löndum.
Við megum ekki láta þetta gerast án þess að sporna við fæti.
Ofbeldi á konum og börnum er ærið fyrir í landinu.
Þetta eru skelfilegar fréttir.
Karlar fá meiri völd yfir konum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 28. mars 2009
Samanhristingssamkomurnar í guðs nafni
Siðrof er stórt orð sagði einhver nýlega í fjölmiðlum.
Man ekki hver.
En siðrof er orð sem kveikir engar tilfinningar hjá mér, ég þekki það ekki að því marki að það komi við mig.
Og nú hef ég tilfinningu fyrir því að þetta orð verði notað í annarri hverri setningu þangað til það verður gatslitið og fólk verður farið að biðja sér vægðar.
Svona eins og gegnsæið. Gegnsæisorðið er orðið svo útjaskað að það hefur misst merkingu sína.
Einkum og sér í lagi vegna þess að þeir sem hafa unnið gegn öllu gegnsæi og opnum vinnubrögðum nota það eins og það sé eina orðið í eigu þeirra.
Svo að lokum, áður en ég fer og sef í hausinn á mér þá fer það ofboðslega fyrir brjóstið á mér þegar landsfundir og aðrar samanhristingssamkomur pólitískra flokka eiga sér stað, að þátttakendur koma því endalaust á framfæri hvað stemmingin sé dásamleg.
Svo mikið af nýju fólki.
Samkenndin algjör.
Baráttuhugurinn í algleymingi.
Stemmingin svooooo frábær.
Og ekki má gleyma landsfundarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem að þessu sinni skunduðu til fundar með Guð í farteskinu.
Sem þýðir það eitt að það þýðir ekki að biðja bænirnar sínar á meðan.
Guð er upptekinn með íhaldinu.
Nigthy, nigthy.
Siðrof í íslensku samfélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr