Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Gamlar syndir
Kannski er í lagi að veiða hval.
Ég veit það ekki, en ég er ekkert afskaplega spennt fyrir málinu, held bara að það kosti okkur helling í péerri að gera það.
Svo er alveg bráðfyndið að lesa sum blogg vegna þess að fundist hefur gömul mynd af Steingrími J. að skera hval. Fólk lætur eins og það hafi fundið sönnunargögn í morðmáli.
Steingrímur er sekur, hann myrti hval.
Ég vann einu sinni hálfan mánuð í frystihúsi þegar ég var 14 ára hjá Júpíter og Mars.
Var að snyrta karfa og pakka honum inn. Lyktin var ógeðsleg en félagsskapurinn skemmtilegur og við unnum fram á nótt.
Ég var rekin af því ég fór að leika mér með vatnsslöngu og sprautaði á hálfbrjálaðan verkstjóra sem hafði engan húmor fyrir því að fá vatn úr kraftslöngu framan í sig.
Reyndar hélt ég að hann myndi drepa mig.
Það sem ég er að segja ykkur hérna börnin mín sæt og góð er að ég borða ekki karfa en er sek um að hafa skorið í hann, pikkað úr honum hringorma og farið ómannúðlegum höndum um þessa matvöru sem seld var til Rússlands.
Ég hef karfadráp á samviskunni en ég er algjörlega með verndun fiskistofnanna við landið.
Sjálfstæðisþingmenn halda því allir fram sem einn að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá fyrrverandi Einari K. Guðfinnssyni að leyfa hvalveiðar þegar hann var starfandi sjávarútvegsráðherra.
Allir vita hins vegar að þetta var gert til að koma væntanlegum sjávarútvegsráðherra illa, nokkurs konar hefndarráðstöfun á lokasprettinum.
Nú þarf Steingrímur fyrrverandi hvalaskurðarmaður að taka á málinu og allir eru óðir í að fá að myrða hval í samlede verker.
Hvar er markaðurinn fyrir kjötið ef einhver getur sagt mér það?
En ég hef engar áhyggjur af stóra hvalamálinu, ég held nefnilega að Steingrímur leysi þetta mál þannig að allir geti vel við unað.
Sumir munu segja; mikil er trú þín kona.
Og við því segi ég; hvað er að, hafið þið eitthvað á móti bjartsýni?
Ég veit að hann gerir sitt besta og það er nógu gott fyrir mig.
![]() |
Vond stjórnsýsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Flott Katrín
Flottasti ráðherrann í ríkisstjórninni er auðvitað ekkert að tvínóna við hlutina.
Flott Katrín, að víkja stjórn L.Í.N.
Svo vænti ég þess að námsmenn erlendis fái úrlausn sinna mála, allir umsækjendur um neyðaraðstoð sem einn.
Annað er okkur til skammar.
Kata - go girl!
![]() |
Vék stjórn LÍN frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Ekki íslenskur
Obama er greinilega ekki af íslenskum ættum.
Nehei, ekki séns.
![]() |
Obama: Ég klúðraði þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Í bullandi meirihluta
Ef það kæmi skoðanakönnun í dag um ofboðslega fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins þá myndi ég hefja mótmælaaðgerðir við húsnæði Capacent og vera þess fullviss um að það væru allir á blindafylleríi þar innan dyra.
Auðvitað treysti ég þeim, ég er bara að segja EF.
Stundum er ég algjörlega úr takt við þjóðarviljann svo ég átti ekki að verða hissa á því að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur hvalveiðum, en ég ætla ekki að draga dul á að mér finnst það ógeðslega fúlt.
Hvað er að ykkur addna? (Ein dálítið tapsár - jájá).
En svona hefur líf mitt oftast verið.
Flokkarnir sem ég hef kosið hafa oftast verið í stjórnarandstöðu.
Málin sem ég hef stutt hafa oftast ekki náð fram að ganga.
Vitið þið hvað þetta gerir manni?
Maður verður hreinlega andfélagslegur - eða gæti orðið ef ég væri ekki svona vel af guði gerð.
Ég var að hugsa um það áðan þegar ég sá þessa asnalegu könnun (hohoho) að það væri nú gaman að vera í meirihluta til tilbreytingar.
En þá mundi ég allt í einu (og mikið gladdi það mig) að þessa dagana er ég í pjúra meirihluta.
Og honum ekki lítið frábærum.
Ég er mótmælandi, ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn, ég vill Davíð burt og ég vill róttækar breytingar á stjórnarskrá og öllum samfélagsgrunninum eins og hann leggur sig.
Halló, ekki leiðinlegt að vera ég akkúrat núna.
Enda kominn friggings tími til.
Jabb og ég segi það satt.
![]() |
Meirihluti fylgjandi hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Skyrp og hoj
Ég er enginn hvalaverndarsinni þannig að það standi mér fyrir þrifum.
En ég tel glórulaust að veiða þessi ferlíki og senda heiminum þar með fokkmerki og stríðsyfirlýsingar.
Fyrir utan að það eru tæplega markaðir fyrir hval, ja nema eina og eina Hrefnu fyrir þá sem hafa lyst á þeim - mat.
Það er ekki eins og við sitjum á gullnámu þegar orðspor okkar er annars vegar.
Að við höfum efni á að taka sénsa með hvítflibbann hér og þar um víðan völl.
Við erum í skammarkrók þjóðanna nú um stundir.
Hvað finnst mér um STARFANDI sjávarútvegsráðherra?
Mér finnst hann ekki stórmannlegur. Afar fallega orðað hjá mér sko.
En ég hef fordóma fyrir fólki sem talar sig blátt í framan fyrir hvalveiðum.
Ég veit það, skammast mín, en mér finnst þeir allir hljóta að vera neftóbaksmenn, sem þurrka af nefinu á sér í peysuermina, klóra sér í rassinum á almannafæri, ropa og fara á sveitaböll og segja haltu kjafti ef maður bíður þeim góðan daginn og senda slummu í næsta vegg.
Þetta eru menn sem telja hafragraut með lýsi toppinn tilverunni. Aktú.
Svo kom Hvalur sjálfur í Kastljósið og var einhvern veginn alveg eins og ég sé fyrir mér þessa tegund fólks.
Þarna myndbirtust fordómarnir í beinni í sjónvarpinu. Að vísu sá ég hann ekki klóra sér en appíransið smell passaði.
Ég er eiginlega komin á þá skoðun að ég er ekkert með fordóma fyrir þessum mönnum.
Þeir eiga ekki að hafa orðspor Íslands með höndum.
Þeir gætu gefið náttúruverndarsamtökum heimsins á kjaftinn bara, væru þau með múður.
Hinn íslenski karlmaður í merkingunni skyrp og hoj lifir enn góðu lífi.
Skammastu þín fyrir þessa löðurmannlegu gjörð EKG.
Kastljósið.
![]() |
Skýr skilaboð frá Svíum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Laugardagur, 17. janúar 2009
Af ófriðarhöfðingjum og hallærislegum hrópendum í eyðimörkinni
Ástþór Magnússon hefur öðrum fremur tengt nafn sitt við frið.
Ég efast reyndar ekkert um að hann hafi verið einlægur í þeirri baráttu að minnsta kosti svona framan af.
En miðað við hvað friður er honum hugleikinn þá lætur hann ófriðlegar en flestir.
Hörður Torfa er til að mynda á heilanum á Ástþóri.
Hörður er kommúnisti, einvaldur, segir hann.
VG, VG heyrist hrópað hásum rómi í eyðimörkinni en fáir ef nokkrir heyra í holum röddum hrópendanna.
Þetta eru áhangendur gamla Íslands, valdagírugs Sjálfstæðisflokks, fólk sem ekki vill horfast í augu við að hin ómanneskjulega græðisvæðing hefur beðið skipbrot.
Það trúir enn á kommagrýluna.
Almenningi er þetta ljóst og brosir blíðlega. Kjánarnir hugsum við, andófið í samfélganu nær langt út fyrir hið gamla og úr sér gengna flokkakerfi.
Félagsskapurinn "Nýjar raddir" hafa boðað til fundar í miðjum laugardagsfundinum á Austurvelli.
Ég segi við þá sem ekki kunna aðrar leiðir við að koma sér á framfæri en að skemma og eyðileggja eru ekki hótinu betri en þau stjórnvöld sem verið er að gagnrýna og þeir andskotar sem hafa verið á græðgisfylleríi og komið Íslandi í hóp þriðja heims ríkja.
Þeir eru ekki hótinu betur en þessir tveir hér.
Ég tel mig vita að Ástþór Magnússon standi fyrir þessari hvítliðasamkomu sem kallar sig "Nýjar raddir".
Ef ekki þá dundar hann sér við að stefna mér í friðarins nafni eftir helgi.
Og ég segi þá: "Sorrí Ástþór, en þetta var alveg í þínum nýja ófriðaranda".
Merkilegt hvað hvítliðarnir eru helvíti lífseigir.
En af því ég á það sameiginlegt með Ástþóri Magnússyni að þrá frið í sálu og sinni, úti og inni, heima og að heiman, þá ætla ég að vona að allir sem eiga heimangengt mæti á völlinn og sýni stjórnvöldum í þessu landi að það er engin uppgjöf í gangi.
Almenningur er með úthaldið í góðum gír.
Áfram Nýja Ísland.
![]() |
Nýjar raddir boða fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr