Leita í fréttum mbl.is

Af ófriðarhöfðingjum og hallærislegum hrópendum í eyðimörkinni

Ástþór Magnússon hefur öðrum fremur tengt nafn sitt við frið.

Ég efast reyndar ekkert um að hann hafi verið einlægur í þeirri baráttu að minnsta kosti svona framan af.

En miðað við hvað friður er honum hugleikinn þá lætur hann ófriðlegar en flestir.

Hörður Torfa er til að mynda á heilanum á Ástþóri.

Hörður er kommúnisti, einvaldur, segir hann.

VG, VG heyrist hrópað hásum rómi í eyðimörkinni en fáir ef nokkrir heyra í holum röddum hrópendanna.

Þetta eru áhangendur gamla Íslands, valdagírugs Sjálfstæðisflokks, fólk sem ekki vill horfast í augu við að hin ómanneskjulega græðisvæðing hefur beðið skipbrot. 

Það trúir enn á kommagrýluna. 

Almenningi er þetta ljóst og brosir blíðlega.  Kjánarnir hugsum við, andófið í samfélganu nær langt út fyrir hið gamla og úr sér gengna flokkakerfi.

Félagsskapurinn "Nýjar raddir" hafa boðað til fundar í miðjum laugardagsfundinum á Austurvelli.

Ég segi við þá sem ekki kunna aðrar leiðir við að koma sér á framfæri en að skemma og eyðileggja eru ekki hótinu betri en þau stjórnvöld sem verið er að gagnrýna og þeir andskotar sem hafa verið á græðgisfylleríi og komið Íslandi í hóp þriðja heims ríkja.

Þeir eru ekki hótinu betur en þessir tveir hér.

Ég tel mig vita að Ástþór Magnússon standi fyrir þessari hvítliðasamkomu sem kallar sig "Nýjar raddir".

Ef ekki þá dundar hann sér við að stefna mér í friðarins nafni eftir helgi.

Og ég segi þá: "Sorrí Ástþór, en þetta var alveg í þínum nýja ófriðaranda".

Merkilegt hvað hvítliðarnir eru helvíti lífseigir.

En af því ég á það sameiginlegt með Ástþóri Magnússyni að þrá frið í sálu og sinni, úti og inni, heima og að heiman, þá ætla ég að vona að allir sem eiga heimangengt mæti á völlinn og sýni stjórnvöldum í þessu landi að það er engin uppgjöf í gangi.

Almenningur er með úthaldið í góðum gír.

Áfram Nýja Ísland.


mbl.is Nýjar raddir boða fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það var það eina sem mér datt í hug, að þetta væri fyrrverandi friðarpostulinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.1.2009 kl. 12:37

2 identicon

ófríður 2009

heidistrand (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 12:41

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Skrýtið af Ástþóri að velja þennan dag og þennan tíma. Ber ekki vott um mikinn friðarvilja, miklu frekar athyglissýki. Svo er ferlega bjánalegt að klína þessum mótmælum alltaf á Vinstri græn. Alls konar fólk mætir á mótmælin, flokksbundið í hinum ýmsu flokkum eða óflokksbundið. Bara fólk sem vill breytingar og spillinguna burt.

Guðríður Haraldsdóttir, 17.1.2009 kl. 12:50

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Æ það á að skemma friðinn á Austurvelli

Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 12:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli hann sé ekki þarna með góðfúslegu leyfi stjórnvalda?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2009 kl. 13:03

6 Smámynd: Hulla Dan

Æ afhverju geta bara ekki öll dýrin í skóginum verið vinir?

Hulla Dan, 17.1.2009 kl. 13:09

7 Smámynd: AK-72

Þið hin sem verðið niðurfrá að mótmæla, gerið eins og ég. Takið með myndavélar og videó-kamerur ef ske skyldi að einhverjir liðsmenn "Nýrra Radda" 'Astþórs og Eiríks reiða Stefánssonar, skyldu ætla að egna upp læti. Það eru vopn okkar, að mynda framferðið, og koma því á framfæri við fólk í máli og myndum.

AK-72, 17.1.2009 kl. 13:28

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sá áðan á dv.is að hin mótmælin kl. 15.15 eru ólögleg.

Guðríður Haraldsdóttir, 17.1.2009 kl. 13:34

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að lesa á dv.is að Ástþór segist ekki standa fyrir þessum mótmælum.

Það kemur væntanlega í ljós.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 13:35

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ástþór stendur fyrir þessu, sjálfur friðarspillirinn.

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:01

11 identicon

Ástþór ætlar ekki að tala þarna. Það merkir ekki að hann standi ekki á bak við þetta. En eina leiðin til að Ásþót eða einhver annar geti spillt svona fundi er sú að einhver sé tilbúinn til að hlusta á hann eða hans fólk. Ég sé nú ekki að það sé að fara að gerast.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:12

12 Smámynd: AK-72

Er þá ekki bara gott ráð að snúa baki í svona friðarspilli og hunds? Það gefur ákveðin skilaboð.

AK-72, 17.1.2009 kl. 14:13

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vonandi verður þessi hópur baulaður út af Austurvelli.

Sigrún Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:14

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vona einmitt að enginn verði baulaður út af Austurvelli.  Ég vona að það verði horft fram hjá þessari kjánalegu uppákomu eins og hún sé ekki þarna.

Umfram allt þá vona ég að fólk láti friðarspillirinn ekki fá vilja sínum framgengt en mig grunar að hann óski þess innilega að allt verði vitlaust.

Á visi.is stendur "Mótmælendur komnir í hár saman".

Látum það ekki rætast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 14:24

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Maðurinn er með athyglisýki það er á hreinu.  Ég vona bara að það komi ekki til illinda þarna á eftir.

Ía Jóhannsdóttir, 17.1.2009 kl. 14:26

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að hann var komin með bíl og hátalarakerfi að sögn, þannig að það hefði verið erfitt að þegja hann út.  Hann hefði yfirgnæft ræður hinna mótmælendanna.  Auðvitaðhefði hann átt að hafa sinn fund kl. 16.15, það hefði verið besta mál.  En nei tilgangurinn var að eyðileggja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2009 kl. 14:30

17 identicon

Hann lét ekkert sjá sig. Enda hefði bara verið klippt á kaplana ef hann hefði ætlað að þagga niður í atvinnulausu konunni.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 16:29

18 identicon

Hvað er að ykkur? Það er ljótt að leggja aumingja í einelti.

Ástþór er ekkert með athyglissýki. Hann er heldur ekkert þroskaheftur.

Hann er bara sjálfstæðismaður.

(Á kannski sjálfstæðismaður að vera með stórum staf?)

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 17:57

19 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Lögleg og ólögleg mótmæli?? Sækir madur um einhversstadar hjá yfirvöldum ef madur vill mótmæla?  Ég var einmitt svo hrifin af svona spontant mótmælum eins og hafa verid.  Skil ekkert í öllum thessum sofandi fundum sem ekkert mark er tekid á.  Finnst Íslendingar fá falleinkunn í mótmælum mida vid adrar thjódir.  Franskir bændur hafa alltaf átt alla mína addáun!! Mótmælendum væri nær væri ad meina thingmönnum inngöngu í althingishúsid - enda virdast their ekkert hafa thangad inn ad gera.    

Birna Guðmundsdóttir, 17.1.2009 kl. 18:20

20 identicon

Birna. Ég skal koma með þér að Alþingishúsinu næsta þriðjudag og meina þingmönnum inngöngu. Þú hefur örugglega mætt í aðgerðirnar gegn fundum ríkisstjórnarinnar hingað til er það ekki?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 18:48

21 Smámynd: Huld S. Ringsted

Hann á bágt blessaður maðurinn

Huld S. Ringsted, 17.1.2009 kl. 18:50

22 identicon

Held að Ástþór rekist frekar illa í flokki og hef litla trú á því að hann sé yfirleitt í einhverjum stjórnmálaflokki. Það eru nú margir sem taka þátt í þessum mótmælum sem eru sjálfstæðismenn og ég held raunar að þar megi finna fólk úr öllum stjórnmálaflokkum. Tel engum til framdráttar að vera alltaf að reyna að spyrða mótmælin við VG eða vinstrimenn yfirleitt og þá sem reyna að eyðileggja þau við Sjálfstæðismenn (en aldrei Samfylkingarfólk sem þó eru líka í stjórn?)

Það ofbýður öllum ástandið og allir eru reiðir útrásarforkólfum, bankastjórunum, andlausum stjórnmálamönnum og skilja lítið í því hvað allt gerist hægt - og trúið mér: það á líka við um Sjálfstæðismenn (með stóru S !).

Held að það sé engum til gagns að standa í þessum flokkadráttum sí og æ.

Soffía (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:13

23 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

Eva mín - ég verd med thér í anda!  Hef einungis fylgst med blada og sjónvarpsfréttum af hruni Íslands og mótmælum. Er búsett í DK sem setur manni vissar skordur- kem ekki heim fyrr en á midvikudaginn. Veit ad thú stendur fhig vel á thridjudaginn --- ég  kveiki á Heillaljósa kerti fyrir thig og thína á thridjudaginn  og ykkur heilla af heilum hug!!

Birna Guðmundsdóttir, 17.1.2009 kl. 20:20

24 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það þarf leyfi til að halda mótmæelafund..Hörður hefur leyfi ekki Ástþór..eða Eiríkur Stefáns sem mér skilst að hafi pantað hinn ræðubílinn. Er Ástþór á eigin vegum með þessa gjörninga sína sem virðast hafa það eitt markmið að skapa úlfúð milli mótmælenda...og er það satt að fréttablaðið hafi kostað heilsí'ðu auglýsingu hans þegar mótmélin voru að byrja og Nýir tímar og Raddir fólksins voru sveitt við að halda Ástþóri fyrir utan nöfn sín...en Ástþór auglýsti samt mótmælin með heilsíðu og mynd af sjálfum sér í fréttablaðinu. Það er eitthvað ekki eins og það sýnist í þessu öllu..og Ástþóri er frjálst að efna til sinna eigin mótmælafunda og uppákoma..þó það mæti enginn eins og á lýðveldiskaffið hans á hressó um daginn. Bara asnaskapur að reyna að ræna annarra manna mótmælum..og þeim sem þeim fylgja.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.1.2009 kl. 20:33

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jenný.

Mikið rétt að þeir sem studdu þetta kerfi með atkvæðum sínum, eru þeir sem hnýta í Hörð.  Hvernig var það með kjósendur Þýsku þjóernissinnana.  Sögðu þeir ekki að hörmungar Þýsku þjóðarinnar væri gyðingunum að kenna og líka álitshnekkurinn sem fólst í Auswitch. 

Allt er öllum að kenna nema mér.  Ég má ana áfram í mínum asnaskap og fordómum.  Þeir sem bentu á vandann eru mínir andstæðingar.  Vogi þeir sér að mótmæla, þá eru það þeir sem báru ábyrgð á hruninu.  Íslensk þjóð er ekki til.  Aðeins vinstrigrænir mótmælendur.  Hún Ingibjörg mælti rétt þegar hún sagði að þið væruð ekki þjóðin.  Og hvað geti þið svo gert.  Ekki eru þið eins gáfuð og glæsileg og Geir og Ingibjörg.  Og hann Steingrímur er alltaf á móti.  Og hann Ögmundur, vildi hann ekki ofurlaunaliðið úr landi.  Koma okkur aftur á steinöld.  Og mótmæla, enn hallærislegt!!!!

Fyrirgefðu Jenný.  Hún Kolbrún Bergþórs andsetti mig og þannig getur hið besta fólk ruglast.  Skömm að hún Kolbrún hefur andsett miklu fleiri því margir munu ekki skilja alvöru málsins fyrr en Geir og Co hafa öllu í rúst komið.  Kaus fólk ekki hana Jóhönnu, manneskju ársins.  Vel valið því heil er hún í baráttu þeirra sem minna mega sín.  En hún Jóhanna okkar ákvað samt að trúa Gylfa forseta en ekki foreldrum þessa lands sem spurði hana hví hún vildi færa Mammon börn þeirra að fórn á altari verðtryggingarinnar.  Og hver er að mótmæla því í dag?????????

Kanski jólasveinninn.??????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.1.2009 kl. 20:51

26 identicon

Það er hægt að skera úr um hvort Ástþór eða Hörður eigi að leiða mótmæli á einfaldan hátt:

Ef Nýjar raddir tilkynna um mótmæli á laugardaginn kemur þá tilkynni Raddir fólksins að þær ætli ekki að standa fyrir fundi þann dag.

Ef það koma aðeins fáeinar hræður á fund hjá Nýjum röddum er alveg ljóst að Ástþór nýtur ekki trausts til að geta leitt fjöldamótmæli.

Ef Austurvöllur hinsvegar fyllist þá vitum við að Ástþór nær fólkinu saman og þá hefur hann fullan rétt til að vera í fararbroddi mótmæla.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 20:54

27 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Er það ekki besta mál að eitthvað sé á heila Ástþórs , því ekkert er í - ?  Ég fór inn á bloggið hanns í dag og sendi honum  "hlýjar" kveðjur . Guð blessi Ástþór , Geir , Gordon B , og Bush , ég ætla að koma mér hjá því .

Hörður B Hjartarson, 17.1.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.