Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Mánudagur, 10. ágúst 2009
Hrollvekja
Það þarf svo sem engan vinnusálfræðing eða geðlæknir til að segja mér að Icesave-málið valdi gífurlegu þunglyndisálagi á þjóðina.
En það er ekki verra að það komi fram.
En varðandi Icesave þá hefur mig lengi grunað að andstaða gömlu valdaflokkana við málið sé vegna ótta þeirra við yfirvofandi uppljóstranir á því sem átti sér stað.
Með því að fella málið eru líkindi á að stjórnin springi.
Ég sannfærðist um þetta í gærkvöldi þegar ég sá Höskuld Þórhallsson þvertaka fyrir alla mögulega fyrirvara við samninginn.
Hann vill byrja upp á nýtt.
Svo sá ég þessa bloggfærslu hérna í gær og sá að ég er ekki sú eina sem hugsar á þennan hátt.
En ég fékk sting í hjartað þegar ég sá þetta.
Er nefnilega svo skíthrædd um að þetta sé málið.
Dásamleg tilhugsun eða þannig að fá íhald og framsókn aftur í valdastólanna.
Hrollvekjandi.
P.s. Rakst á þennan pistil Jóhanns Haukssonar á DV um málið.
Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 8. ágúst 2009
Loksins!
Loksins, loksins, eitthvað jákvætt.
Ég reikna auðvitað með að þetta tilboð Bretanna verði þegið með þökkum.
Svei mér þá ef það verður ekki til þess að maður fer að anda léttara.
Mér vitanlega á "Serious Fraud Office", enga frænda, klíkubræður, maka eða flokksbræður í bönkum og skilanefndum.
Ég treysti þeim.
Loksins eitthvað jákvætt segi ég enn og aftur.
Gleði, gleði, gleði og það á sjálfan gleðidaginn.
Úje.
Bretar bjóða aðstoð við rannsókn á bankahruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 7. ágúst 2009
Enginn stemmari fyrir Sigurði?
Bankaguðinn (guðisélof fyrrverandi) Sigurður Einarsson, sem var kvóteraður upp um alla veggi í Kaupþingi slær einfaldlega ekki í gegn nú um stundir.
Skrýtið!
Það er einhvern veginn enginn stemmari fyrir manninum.
Deutsche sagður hafna skýringum Sigurðar.
Þjóðverjar merkilegt slekti.
Sigurður Einarsson er með bullandi framboð á sjálfum sér og eftirspurnin er engin.
Merkilegt.
Deutsche sagður hafna skýringum Sigurðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Hver þarf eiginlega peninga?
Þar höfum við það.
Þá geta þeir slappað af sem mest hafa djöflast.
Nú bíð ég eftir að Bjarni Ken og Sigmundur Davíð ásamt fleirum mætum stjórnarandstæðingum fari að tala um að það sé ekki tenging á milli Icesave og AGS-lánsins.
Og hver þarf peninga eiginlega?
Ekki við sýnist mér
Bömmer.
En það er svo annað mál að við hefðum betur látið AGS eiga sig í upphafi.
Enda þeir algjörlega misheppnuð stofnun með eintóma bömmera á cívíinu.
Núna liggja nefnilega öll bjargráð í gegnum þá.
Landstjórnin á Íslandi er AGS.
Og gott fólk - við erum hér með í djúpum skít.
Afgreiðslu AGS frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 30. júlí 2009
Ég heyri í hurðum skellast
Ég vissi það!
Eða hélt mig vita.
Að meirihluti landsmanna (59%) styðji aðildarviðræður við ESB.
Ég styð þær líka heilshugar án þess að ég hafi hugmynd um hvort okkur sé betur borgið innan ESB eður ei.
Aðeins þannig komumst við að því og getum jafnvel tekið um það upplýsta ákvörðun þegar þar að kemur.
Annars held ég að ég og þessi 59% séum um það bil að verða fyrir vonbrigðum.
Ef það er rétt að ASG frestar fyrirtökunni einu sinni enn (þá vegna Icesave) þá fer allt lás allsstaðar.
Ég heyri í hurðum skellast.
Púmm heyrist í Norðurlandaútidyrunum.
Púmm, púmm, heyrist í stóru útidyrunum í Brussel.
Púmm, púmm, pang, heyrist í dyrunum þar sem lánsfjármagnið á heima víðast hvar.
Ég segi það enn og ég segi það aftur.
Við erum um það bil að verða óvinsælli en Castró er í Ameríku.
Frussssssss
Eins gott að það er hægt að borða íslenskar kótelettur í öll mál.
Hmprfm
Meirihluti styður viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 26. júlí 2009
Lausn er fundin á Icesave - Strákarnir reknir heim!
Ég held að ég sé búin að leysa Icesave deiluna.
Nei, ég veit að ég er búin að leysa hana fái ég mínu framgengt.
Þessi lausn kom til mín þar sem ég sat í auðmýkt minni og lítillæti hér í stofusófanum á kærleiks.
Málið er einfalt. Karlar eiga ekki að díla um svona mál.
Þeir eru alltaf í landvinningum mennirnir. Uppblásnir af eigin mikilfengleika.
Vilja vinna stóra sigra og sjást þá ekki fyrir.
Karlmenn eru glataðir í viðskiptum.
Við hóum saman venjulegum konum úr þeim löndum sem að Icesave-málinu koma.
Bretlandi, Hollandi og Íslandi.
Konur sem hafa þurft að reka heimili og sjá börnum sínum farborða af þeim peningum sem koma inn í heimilisreksturinn.
Við sýnum samkennd, viljum ekki leggja of þungar byrðar á hvor aðra.
Við leysum þetta á einum eftirmiðdegi yfir kaffibolla.
Og ég lofa að við stelpurnar komum til með að sættast á niðurstöðu sem allir geta lifað við.
Mér leiðist að segja það - en Icesave er einfaldlega ekki karlmannsverk.
Strákar!
Þið steinþegið á meðan. Hafið gert nóg nú þegar.
Capiss?
P.s. Og Darling þetta með þögnina á við um þig líka.
Darling varar við vaxtaokri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 27.7.2009 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sunnudagur, 26. júlí 2009
Fresta, frysta, bíða og hika, doka og draga.
Ég er orðin dauðþreytt á að fylgjast með þjóðmálunum.
Af því að ég verð bara ruglaðri en ég er fyrir vikið og er ekki á það bætandi get ég sagt ykkur.
Nú kemur Jón Bjarna og segist vilja fresta aðildarviðræðum við Evrópusambandið í ljósi beinna og óbeinna hótana Hollendinga, Breta og annarra aðildarríkja í garð Íslendinga.
Hluti af mér krullaðist upp. Fresta, frysta, bíða og hika, doka og draga.
Það er þetta sem er að fara í taugarnar á mér við stjórnarandstöðuna, eilíf frestunarárátta fyrir allan peninginn.
En hluti af mér er hjartanlega sammála.
Ein kunningjakona mín segist vilja slíta stjórnmálasambandi við kúgunarþjóðirnar.
Og fleiri sem ég þekki eru á þessari skoðun.
Ég er að hluta til sammála því líka.
Það stendur einhvers staðar að lendir þú í vandræðum fáir þú tækifæri til að þekkja vini þína.
En annars staðar stendur líka að vinskap skilji við peninga.
Mig langar ekki til að fara á hnén og láta undan kúgunum.
En líf í bið er óþolandi spennuvaldur.
Svei mér þá hvað það er vont að geta ekki bara verið eins og trúarnöttari sem er búinn að finna hinn eina sannleika og leit þar með lokið.
Sjitt.
Vill fresta umsóknarferli ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Hinn risavaxni ránsfengur
Ókei, Breska heimsveldið farið að skrifa um reiði Íslendinga.
Langar í þeim leiðslurnar en ég held svona persónulega að ég muni seint fyrirgefa hryðjuverkalöggjöfina.
Ekki að það skipti einu einasta máli hvað mér finnst, er bara sandkorn í eyðimörkinni.
Ég held samt að það sé ekki einn einasti Íslendingur sem ekki sýður á vegna svínslegrar framkomu Browns og Darling.
Málið er að eins og Einar Már segir í þessu viðtali við Bretana, þá held ég að fáir ef nokkrir á meðal almennings hafi vitað um tilvist Icesave, þessa risavaxna ránfengs sem við erum nú að kljást við og er að kljúfa þjóðina í herðar niður.
Fasistataktar Bretanna í þessu máli eru ófyrirgefanlegir.
Og enn réttlæta þeir gjörðir sínar.
Svo er það önnur saga og skelfilegri að enn bætast við óvissuþættir í Icesave málinu.
Ég veit svei mér ekki hvað ég á að halda lengur.
Hafi ég nokkurn tímann vitað það.
Úff.
Fjallað um reiði Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Óttaáróðursmeistarar af guðs náð
Birgitta Jónsdóttir talar um að í áliti meirihluta utanríkismálanefndar í Icesave málinu sé óttaáróður þess efnis að ef ekki verði gengist við Icesave-samningnum hafi íslenskt efnahagslíf verra af.
Ég held að það sé ekki óttaáróður. Ég held að það sé raunsætt mat. Við verðum ekki látin komast upp með að neita ábyrgð á uppáskrift íslenskra stjórnvalda á hegðun Landsbankaglæpamannanna.
Þar fyrir utan þá brosi ég með sjálfri mér (full umburðarlyndis, jájá) þegar þingkonan talar um óttaáróður.
Þar hittir skrattinn ömmu sína.
Heilagri þrenningu Borgarahreyfingarinnar tókst nærri því að hræða úr mér líftóruna með stöðugum óttaáróðri sínum um eitruð leyndarmál þessa samnings.
Eins og samningurinn sé ekki alveg nógu skeflilegur í sjálfu sér.
En nú er þess víst stutt að bíða þar til þau gera grein fyrir leyndóinu. Vika sagði einhver í fjölmiðlum.
Það er heldur ekki langt síðan að Þór Saari stóð í ræðustól Alþingis og talaði um að fólk myndi deyja, svelta og guð má vita hvaða hörmungum hann lofaði í umræðum um kreppuna og það var þá sem ég kveikti á að þarna var kominn óttaáróðursmeistari Alþingis númeró únó.
Hvað um það ég bíð eftir umræðum um Icesave í þinginu á morgun, með öndina í hálsinum offkors og það ekki af tilhlökkun.
Gott er það ekki. Það er óhætt að segja.
Hvað sem manni annars finnst um hvaða leiðir eigi að fara.
Óttaslegin utanríkismálanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Bullandi pólitískt Icesave
Það lyktaði allt af brenndu gúmmíi þegar ég vaknaði í morgun.
Mér datt helst í hug að einhver væri að brenna dekk í nágrenninu eða alveg þangað til að það rann upp fyrir mér að heilinn á mér væri að gefa sig vegna þráhyggjuhugsana minna um Icesave.
Auðvitað eigum við ekkert að láta kúga okkur...
En..
Ég reyni að einfalda hlutina fyrir mér þegar ég þarf að komast til botns í einhverju máli.
Sko, þegar fólk skrifar upp á lán fyrir aðra og þarf að borga þá fylgir því rosalega mikil reiði og frústrasjón.
Við vitum að við ábyrgðumst greiðslu en reiknuðum hins vegar aldrei með því að þurfa að borga krónu.
Sama með Icesave.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn skrifuðu upp á fyrir útrásarvíkingana í umboði þjóðarinnar en þeim láðist auðvitað að spyrja okkur hvort við værum game. (Reyndar fóru þeir líka í stríð fyrir okkar hönd og létu hjá líðast að bera það undir okkur enda almenningur aldrei verið neitt nema atkvæði í þeirra augum).
Nú hafa útrásarvíkingarnir stungið af frá skuldinni og eftir sitja ábyrgðarmennirnir með sárt ennið.
Við þurfum að borga.
Svo eru lögfræðingarnir saga út af fyrir sig.
Það má sennilega skilgreina Icesave eingöngu út frá lögfræðilegu sjónarmiði og leiða líkum að því að við gætum sloppið við að borga.
En það eitt og sér segir ekki alla söguna.
Málið er nefnilega bullandi pólitískt.
Það væri frábært að geta með lögfræðilegum rökum komist hjá því að borga krónu og senda almenningi í þessum löndum fingurinn.
En þá erum við að gera það sama og útrásarræningjarnir sem skrifa eignir sínar á vini og vandamenn og senda OKKUR íslenskum almenningi fokkmerkið.
Ég vil að við skrifum undir Icesave með fyrirvara.
Við látum það koma skýrt í ljós að þetta sé nauðungarsamningur sem við höfum verið neydd til að skrifa undir.
Svo tökum við málið upp aftur.
Þegar helvítis stjórnvöld í þessum löndum hafa jafnað sig á móðursýkiskastinu.
Eða?
Svei mér þá ef ég veit það.
P.s. Svo eitt að lokum. Þessar upphrópanir um að Steingrímu J. sé að undirgangast þessa samninga til að halda völdum eru svo ósanngjarnar sem frekast má vera.
Það er ekki vænlegt til pólitísks langlífis að taka að sér fjármálaráðuneyti á þessum skelfilegasta tíma í íslenskri efnahagssögu.
Hugsa!
Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 13
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 2987144
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr