Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Miðvikudagur, 30. september 2009
Takk Ögmundur.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að Ögmundur Jónasson sé okkar heilsteyptasti stjórnmálamaður.
Ég hef greinilega haft rétt fyrir mér þar.
Trú mín á mannkyninu hefur farið upp um nokkur "ögm" í dag.
Takk Ögmundur.
Ögmundur segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þriðjudagur, 29. september 2009
"Blame it on the Icelanders"
Íslendingar eru nýjasta riffraffið í heiminum.
Hið nýja botnfall svo ég skrifi það á mínu ástkæra.
Nú geta Bretar og Hollendingar leyft sér að kenna okkur um allt sem aflaga fer.
"We are the new boogie man" gott fólk.
Það er gott að þjóðin er aftur komin með hlutverk í útlöndum.
Núna þegar heimurinn hefur séð að við erum ekki fjármálaséní heldur þvert á móti.
En þau okkar sem fóru í útrás og stálu heiminum voru sjónhverfingameistarar, það verður ekki frá þeim tekið.
Verst að við nördarnir erum dregin alsaklaus inn í þetta forljóta mál með Icesave.
En núna erum við sem sagt þjóð með tilgang.
Það má kenna okkur um allan fjandann.
Alveg: Komin "blame it on the Icelanders" síson.
Enskur sjúkraflugmaður var tekinn fyrir of hraðan akstur.
Hann gaf þá skýringu að íslensk kona hafi keyrt bílinn en ekki hann.
Hann tók sérstaklega fram að hún væri af þessari þjóð.
Veit hins vegar ekkert um hvort maðurinn er að segja satt, enda ekki málið.
Skotleyfi á okkur hefur verið gefið út.
Súmí.
Íslendingurinn gerði það! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 28. september 2009
Pakkað niður
Ár frá hruninu - Guardian rifjar upp eftirfarandi (m.a.):
"Breska dagblaðið Guardian segir að ummæli Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, í sjónvarpsþætti fyrir tæpu ári, um að Íslendingar geti ekki og ætli ekki greiða erlendar skuldir ábyrgðarlausra manna og leggja skuldaklafa á börn sín og barnabörn, hafi verið ein ástæða þess að Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands beitti hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans, stofnanda Icesave reikninganna, í Bretlandi."
(Nehei, það getur ekki verið Davíð að kenna ha?)
Ég ítreka:
Ár frá hruni.
Hér er allt við það sama, svona næstum því. Afskapleg mikið í bígerð, unnið á öllum vígstöðvum við að gera upp hrunið - mikil ósköp - ekki kjaftur sætt ábyrgð sýnist mér, a.m.k. ekki í neinni alvöru.
Einu óþægindi útrásardólganna virðast fólgin í því að þurfa að láta hreinsa hús sín af rauðri málningu af og til - "þökk" sé fólkinu.
Í dag hefur Mogginn verðlaunað Davíð Oddsson með að setja hann í ritstjórastól blaðsins.
Við erum svo mikil krútt Íslendingar.
Ég er að pakka saman (ekki segja neinum, hamast við að taka öryggisafrit af blogginu mínu).
Á meðan ætla ég að vera með attitjút á Mogganum og rífa kjaft.
Þetta er Jenný Anna sem bloggar af fjandsamlegum slóðum.
(Líður eins og stríðsfréttamanni sem er staddur í miðri borgarastyrjöld - ímynda ég mér - veit ekkert um það en lái mér hver sem vill að ég skuli reyna að búa til smá drama í sambandi við yfirvofandi brottflutning minn af Mogganum).
Annars góð bara.
Guardian fjallar um hrunið á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 27. september 2009
Össur og hinir strákarnir
Hvað sem fólki annars finnst um Össur þá kann hann að koma fyrir sig orði.
Líka þegar hann bloggaði á nóttunni. Múha.
Núna ávarpaði hann alsherjarþing SÞ og mér sýnist hann ekkert hafa verið að skafa af því í púltinu.
Hjá mér hefur Össur alltaf framkallað sterk viðbrögð.
Krúttköst og pirring til skiptist.
Ég hef aldrei verið alveg: Já, já Össur, þú ert alltaf að segja sömu hlutina og síðan snúið mér yfir á hina hliðina og sofnað úr leiðindum.
Það eru bara móment sem maður á varðandi Össur.
Þess á milli reynir maður sitt besta til að gleyma honum.
Arg eða garg.
Já eða nei.
Brennandi heitt eða ískalt.
Ást eða hatur (ókei, ókei, ekki alveg en þið vitið hvað ég meina).
---
Svo að öðru: Vill minn kæri formaður Steingrímur J. (á engan formann en ég kaus flokkinn og ber þar með töluverða ábyrgð á Jóni Bjarnasyni) skipta út landbúnaðarráðherranum. Er enn að jafna mig eftir Kastljóssviðtalið við þennan flækjufót og afturhaldssegg núna í vikunni.
---
Og að lokum.
Svar við erfiðri gátu í færslunni hér fyrir neðan.
Lalalalalalala
Úje og kræ mí a riverrrrrrrrrrrrrrrr
Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 22. september 2009
Geðheilsa þjóðarinnar hangir á Icesave
Þá er það opinbert, leyndarmálið ógurlega sem allir þekkja til.
Afgreiðsla frá IMF kemur þegar við erum búin að undirgangast Icesave.
Ekki kjaftur lánar okkur krónu fyrr en það mál er komið á hreint.
Hvað segja Sigmundur garghænsni Davíðsson og Bjarni Ken við því?
Nú var það íhaldið ásamt Samfó sem leituðu til þessarar ógæfustofnunar sem aldrei skyldi verið hafa.
Nú stjórnar fjárans sjóðurinn landinu og það er ekkert öðruvísi.
Hér stendur að margt hangi á Icesave og er það haft eftir forsætisráðherra.
Sjaldan sannara orð verið talað.
Margt (allt) hangir á Icesave og þar á meðal geðheilsa þessarar þjóðar.
Í nafni góðra vætta gangið frá þessari ólukku svo hlutirnir geti farið að rúlla af stað.
Við sitjum einfaldlega í súpunni.
Því miður.
Margt hangir á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 15. september 2009
Jóhanna "okkar"
Ég taldi mig geta séð það fyrir og það ekki vegna meðfæddrar nú eða áunnar spádómsgáfu, að sá sem tæki við keflinu af Geir Haarde sem forsætisráðherra myndi ekki geta gert neitt rétt.
Það þarf ekki stjarneðlisfræðing til að reikna þetta einfalda reikningsdæmi upp á tíu plús.
Jóhanna er í glataðri stöðu verandi æðsta vald þjóðarinnar á slæmum tímum.
Nú veltir fólk sér upp úr því að það sé erfitt að fá viðtal við hana, einkum ef sá sem vill ná af henni tali er útlendur blaðamaður.
Það hefur auðvitað lítið að gera með málakunnáttu hennar ef nokkuð, hefur fólk ekki séð valdamenn heimsins (aðra en enskumælandi) nota túlka og það án þess að skömm þyki að?
Ég er viss um að ástæðan fyrir þögninni er ekki tungumálaörðugleikar.
Kannski bíður hún eftir því að hafa eitthvað að segja sem er að mínu mati ágætis tilbreyting frá símalandi jakkafötum sem blaðra um allt og ekkert, til hægri og vinstri, óábyrgari en blindfullur kókanínbarón á sterum.
Rannsóknir hafa sýnt að konur í pólitík eru varkárari en karlar og ég segi takk fyrir það.
Kannski að fólki vilji að Jóhanna taki "maby I should have" á útlendingana? Ha?
Ég kaus ekki Jóhönnu en ég ber virðingu fyrir henni og sú virðing hefur ekki minnkað.
Fólk kvartar yfir að hún sé ekki allra, hún sé þungbúin, þurr og lítið skemmtileg í samskiptum.
Fyrirgefið, er fólk að biðja um skemmtikraft í ráðuneyti forsætis?
Á að hafa forsætisráðherra sem er ábyrgur á daginn og grillar á árshátíðum landans á kvöldin og fer með gamanmál?
Nei, ég veit ekki um neinn stjórnmálamann sem ég vildi heldur hafa en Jóhönnu og það stendur alveg þar til einhver betri kemur fram á sjónarsviðið.
Og hættið svo þessu væli.
Gó Jóhanna.
Erfitt að fá viðtal við Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Mánudagur, 14. september 2009
Gamlar sálir minn afturendi
Ég myndi ráðleggja þeim í bandaríska þinginu að slaka á út af þessu framíkalli þar sem einhver þingmannanörd sagði Obama ljúga.
Þeir eru að fara á el límingós þarna í Whasington út af þessu.
Þeir ættu að horfa á eins og eitt myndband frá Alþingi Íslendinga á góðum degi þegar sársvekktir Sjálfstæðismenn, sem aldrei komast yfir að vera ekki við völd, fara á kostum við undirleik og bakraddir órólegu deildarinnar í Framsókn.
En eins og nánast allur heimur veit (þeir sem ekki hafa kynnt sér málið eru hálfvitar) þá erum við með elsta þing í heimi en það er ekki að sjá á hegðuninni innan dyra.
Ég ætla að snúa þessu við.
Þeim í USA er enginn greiði gerður með því að fara að kynna fyrir þeim barnalega hegðun á íslenska þinginu, gæti gefið þeim hugmyndir að óeirðum í þingsal heima hjá sér.
Einhver Michael-vera, sem mun vera alviskan holdi klædd úr eternum á að hafa haldið því fram að við værum svo gamlar sálir vér Íslendingar, en Bandaríkjamenn sem hefðu svo gaman af að leika sér og kaupa hluti væru ungbarnasálir.
Agú - versus fokkings alvitrir íslenskir sálaröldungar.
Michael hefur ekki séð nógu langt fram í tímann. Halló, hringja flatskjáir, sumarhallir, demantagemsar, jeppar, einkaþotur, græðgi, mont og oflæti einhverjum bjöllum?
Kannski væri gáfulegt að senda órólegu öldungadeildina á íslenska þinginu í námsferð til ungbarnasálnanna í USA.
Kannski þeir gætu lært eitthvað nytsamlegt.
Ónei, það gengur ekki.
Samkvæmt Michael þá eru gamlar sálir búnar að læra allt sem þarf að læra.
Eru bara að tjilla á jörðinni í síðasta sinn áður en þær verða eitt með alheiminum.
Úje.
Hart deilt um frammíkall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. september 2009
Ó Sara
Fyrrverandi tengdasonur Söru Palin segir hana eiga fátt sameiginlegt með ímyndinni.
Ég alveg: Sjúkkitt, þá er hún ekki fáfrótt "airhead" eftir allt konan, hugsaði ég.
Veit alveg hvar Rússland er á kortinu og svona og að það er til Asía og Evrópa líka.
Nebb, barnsfaðirinn vill meina að hún sé ekkert alltaf eldandi og alandi upp börnin sín.
Voðalegur skandall er það.
Ég sem hélt einmitt að kona í framboði til varaforseta Bandaríkjanna myndi hafa svo mikinn tíma í dúllerí heima í eldhúsi.
Og svona af því ég er byrjuð þá gæti mér ekki staðið meira á sama um Söru þessa og allt hennar slekti, bæði nú og fyrr.
Það sem gleður mig hinsvegar óendanlega mikið að þessi húsmóðir frá Alaska skuli ekki hafa komist nálægt valdabatteríi Washingtonborgar.
Vá hvað heimurinn væri ekki í góðum málum með Söru og Jón við stjórnvölinn.
Hvað varðar svo ímynd hins s.k. fræga fólks þá held ég að hún sé sjaldnast annað en heimagert plott hjá PR-fólkinu.
Úje.
Palin á fátt sameiginlegt með ímyndinni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Auðvitað skrifar maðurinn undir
Ég skrifaði ekki undir áskorun á forsetann um að samþykkja ekki Icesave-ríkisábyrgðina.
Það er bara svo út í hött að ætla að neita að borga hversu óréttlátt sem það nú er.
Málið er að Icesave er staðreynd, AGS er það líka.
Það er líka borðleggjandi að við fáum ekki krónu neinsstaðar frá nema að þetta andstyggðar mál sé afgreitt formlega.
Ekki að mér finnst það ekki fúlt, ónei, en kommon, raunveruleikinn er þarna krakkar mínir.
Það má sparka í sköflunginn á mér, I´m a big girl, en þetta er svona og ekki öðruvísi.
Cry me a river.
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 29. ágúst 2009
Hvað næst?
Ég hef alltaf haft illan bifur á Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Eftir að hann var kallaður til "hjálpar" hefur sú skoðun mín styrkst ef eitthvað er.
Þeir hafa hér töglin og haldir, það er nokkuð ljóst, þessi ógæfustofnun sem farið hefur með djöfulgangi um lönd í efnahagskrísu og ekki í eitt einasta skipti svo mér sé kunnugt um, hafa þeir lagað ástandið í viðkomandi löndum. Þvert á móti hafa þeir skilið eftir sig sviðna jörð.
Að halda að þeir séu með göfugri markmið og betri vinnubrögð hér á landi er barnaskapur svo ekki sé meira sagt.
Án tillits til þess álits sem fólk hefur á afrgreiðslu Icesave þá er það frá í bili skyldi maður ætla.
En er það svo?
Ég held að stjórnvöld hafi ekki haft annan kost í stöðunni en að samþykkja málið vegna þess að AGS heldur allri lánafyrirgreiðslu í gíslingu.
Nú segja þeir að seinni hluti lánsins verði að "líkindum" afgreiddur í september.
Ætli það séu ekki fleiri skilyrði sem þeir eiga eftir að draga úr pússi sínu?
Hvað með Magmamanninn, sem hefur verið með starfsemi sína í löndum þar sem AGS hefur farið með "aðstoð" sína?
Þessi sem lætur eins og Ésú endurborinn fullur kærleika og umhyggju fyrir náttúrunni og afkomu Íslands?
Getur verið að eignarhald þess félags á auðlindunum sé annað skilyrði?
Kannski fleiri?
AGS ræður nú þegar vaxtastefnunni og stjórna Seðlabankanum.
Nei, AGS er ólán sem aldrei hefði átt að kalla til.
Nú sitjum við hreinlega í súpunni og hér ráða þeir öllu.
Icesave losi lánastíflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 13
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 2987315
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr