Færsluflokkur: Jólafár
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Mig vantar kraftaverk
Það gerðist kraftaverk í Austurríki, lamaður drengur fór að ganga.
Flott.
Mér veitti ekki af eins og einu slíku af himnum ofan.
Það er nefnilega þannig að óttinn við framtíðina, hvað bíður á nýja árinu, malar í bakgrunninum alveg frá því ég vakna á morgnanna.
Ég er svo heppin að vera frekar glaðsinna frá náttúrunnar hendi þannig að ég hristi þetta af mér þó þessi lamandi tilfinning hverfi aldrei alveg.
Þetta er eins og að vera óléttur af steini. Þung meðganga sem tekur á.
Þegar ég er stressuð þá verð ég gleymin. Ég týni hlutum, man ekki hvað ég ætlaði að gera næst, er komin inn á mitt gólf einhverra erinda og þar sem ég stend eins og þvara átta ég mig á að erindið er mér gjörsamlega horfið.
Ég þarf því að bakka aftur á upphafsreit og stundum, bara stundum rennur upp fyrir mér ljós.
Sumir segja að þetta sé aldurinn og við því segi ég; Bölvað ekkisens kjaftæði.
Mitt fólk verður gamalt og það man eins og nýsmurð róbót með ofurheila.
Ég man nærri því of mikið undir eðlilegum kringumstæðum.
Ég týndi geymslulyklunum, líka varalyklinum, reyndar voru þeir á sömu kippu sem má teljast óheppilegt en hvernig gat ég vita að þeir myndu týnast?
Smekklásinn var þykkur og nú reyndi á innbrotshæfileika eiginmannsins sem aldrei hafa fengið að njóta sín fyrr en núna. Á meðan horfði ég á Kiljuna.
Jú ég skammast mín smá.
Erindið í geymsluna var akút, þar er flotta gervijólatréð sem minn heittelskaði fékk mig til að kaupa fyrir tveimur árum. Ég var reyndar dálítið góð með mig í haust þegar talað var um að vegna kreppu yrðu kannski ekki til alvöru tré. Hugsaði alveg: Hohoho, ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Nananabúbú.
Mér var nær. Inn í geymsluna komumst við á endanum og sjá; Jólatréð var þar fyrir en fóturinn ekki.
Ég hef sennilega hent honum í flutningunum.
Ég hreinlega man ekki hvað ég gerði af bévítans fætinum, nú er ég í vondum málum. Samt minnir mig að ég hafi gengið kyrfilega frá þessum fæti svona líkt og lyklunum. Þannig að ég myndi örugglega finna hvorutveggja.
Ég gæti sagt að kreppan gerði mér hluti en það er of einföld og hversdagsleg lýsing á líðan minni.
Ég er hreinlega ekki með sjálfri mér og það er ekkert grín.
Eftir að ég horfði á Kastljós kvöldsins þá hélt ég að ég væri að fá fyrir hjartað, svei mér þá.
Þetta er farið að verða líkamlega hættulegt ástand.
Og það sér svo sannarlega ekki fyrir endann á því.
En eins og skáldið sagði forðum.
Á morgun kemur nýr dagur og ég vona svo sannarlega að sá verði reglulegur falalalala-dagur.
Mér veitir ekki af ég sverða.
Lamaður drengur gengur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jólafár | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Veiting sokkabandsorðu
Ég elska skammdegið. Hef alltaf gert. Ég held að ég elski veturinn og myrkrið af því að ég er vetrarbarn. Fædd í janúar í hríðarbyl, ekki að því að spyrja.
Heilbrigðiskerfið byrjaði á að mismuna mér um leið og ég skaust í heiminn. Ég fæddist á klósettinu á Lansanum og eyddi svo fyrstu dögum ævinnar á ganginum.
Ég hef ekki beðið þess bætur.
En að skammdeginu. Það er svo gott að sitja í myrkrinu á morgnanna við kertaljós og hugsa.
Svo tek ég partíið út í skýli þar sem ég reyki mínus kertaljós. Held áfram að hugsa með sígóið en það kemur ekkert stórkostlegt út úr þeirri þankahríð. Ég er hálf dofin í hausnum.
En það er notalegt.
Ég hef tekið óvísindalega könnun á þeim sem ég þekki og það kom í ljós að fólk er hrifnast af þeirri árstíð sem það fæðist inn í. Tilviljun?
En þið?
Ég er í stjörnumerki með ISG, Dabba og fleirum. Merkilegt, eins og ég er ljúf. Nánast luðra. Dettur hvorki af mér né friggings drýpur.
Misheppnað eintak ég en ekki ef þið spyrjið foreldra mína. Þeim finnst ég frábær.
Talandi um það. Öllum mínum fjölmörgu eiginmönnum í gegnum tíðina finnst ég frábær.
Líka systrum mínum og vinkonum. Nú og dætrum mínum.
Ef ég held áfram svona þá verð ég búin að veita mér sokkabandsorðuna fyrir hádegi.
Ég á hana svo helvíti mikið skilið.
Ég er hætt að hugsa, það gerir mér hluti.
Farin í smók.
Falalalalalala
Jólafár | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Falalalalalala í boði hússins
Ég sem er þekkt fyrir jólamaníu til margra ára er nú ekki svipur hjá sjón.
Fólkið mitt hefur þungar áhyggjur af þróuninni og sumir hafa heyrst muldra eithvað um aðstoð fagaðila, jafnvel samtaka.
Mitt falalala virðist vera á miklu dýpi.
Ég vakna á morgnanna og held út í daginn með þá einbeittu ákvörðun að skora stig hjá jólasveininum.
Ég les blöðin og hviss bang - ásetningurinn er floginn út í veður og vind.
Húsband spurði mig áðan hvort ég væri búin að senda jólakortin.
Ég: Jólakort, um hvað ertu að tala, hér eru engin jólakort.
Hann: Whattttt?
Ég: Nei og verða ekki, má ekki vera að því. Algjör óþarfi að spæna upp heilu rjóðrunum á þessum krepputímum.
Hann: Enn að jafna sig.
Þannig að mínir elskuðu vinir, kunningjar og ættingjar;
Gleðileg jól og farsælt komandi ár. (Notist eftir þörfum).
Þá er það frá.
En ég er búin að baka smá. Fékk smá falalalalala-fíling þarna tvisvar og skvísaði inn tveimur sortum á meðan það gekk yfir. Var aktjúallí skemmtilegt.
Ég er búin að skreyta helling, gerði það bölvandi og ragnandi svona eftir því sem tóm gafst frá spillingarumræðunni.
En ég á eftir að kaupa jólagjafir. Dúa vinkona mín og frumburður ætla að flytja mig í það verk.
Halda á mér ef þörf krefur. Til þess er fólk.
Svo er það maturinn. Tek hann um helgina. Jájá.
Er til of mikils mælst þarna pólitíkusar, bankamerðir og fjölmiðlafólk að þið gefið okkur það í jólagjöf að segja satt fram yfir áramótin?
Andskotans verkun og fyrirkomulag.
Falalalalalala
Hmrpfm
Jólafár | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr