Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Jólafár

Villingarnir mínir

 jólagjöf

Það er þetta með að skila gjöfum.  Ekki mín sterkasta hlið.

Nú nema að ég fái fleiri en eina af sama hlutnum.  Þá stekk ég til og skipti.

Jólagjafir eru hins vegar viðkvæmt mál hjá mér, mér þykir svo vænt um þær vegna gefendanna.

Mér finnst eins og ég sé að vanþakklátt kvikindi ef ég fer og skila einhverju af því mér líkar ekki litur, áferð, tegund eða yfirhöfuð smekkur viðkomandi.

Þá er ég að segja; Rosalega ertu með auman smekk kæri gefandi.  Þú átt ekki að gefa hluti, þú átt að gefa gjafabréf.

En það er öðruvísi með bækur, þeim má skila.  Enda gaf ég eintómar bækur í ár svo allir gætu gert það sem þeir vildu með pakkana án þess að finnast þeir móðga mig.

Ég á einn náinn ættingja sem ég ætla ekki að skilgreina frekar og þegar ég hringdi í viðkomandi að morgni jóladags og var búin að þakka fyrir mig, spjalla um veðrið, jólamatinn, pólitík, ættingja á austur- og suðurlandi, möguleika bílaiðnaðarins í kreppunni, gæði jólahangikjötsins, líkur á vatnsþurrð á komandi árþúsundum, mögulegar kosningar á árinu, gæði ákveðinna kaffibauna og ljósleiðaralögn héðan og til Galapagoseyja gat ég ekki beðið lengur og spurði viðkomandi hvað honum hafi fundist um bókina sem hann fékk frá mér.

Ættingi: Ég hef engan áhuga á að lesa bók eftir þennan höfund.  Hann er á stöðugri sjálfshátíð og alltaf að segja frá sömu hlutunum og í leið hversu æðislegur hann er.

En hvernig fannst þér bókin sem ég gaf maka þínum?

Ættingi: Ekki skárri, hún fer beint í Eymundsson hvar henni verður skipt.  Okkur líst ekkert á hana.

Þessi ættingi minn hlýtur krúttverðlaun ársins.  Þvílík sannleiksdúlla og gleðigjafi.  Ég sagði honum það og það krimti í honum, alveg: Hehehe þú spurðir.

En í ár fékk ég bara hluti sem mig langaði í.

Jakka, sjal, tvennar peysur, maskara, handklæði, ullarsokka alveg þrælflotta og fleira sem upp verður talið seinna.

Falalalalala og nú er úti ævintýri.

Hangið góð á jólunum villingarnir ykkar ég er að blogga til að halda ykkur gangandi.

Ég er fokkings móðir Theresa bloggheima, égsverða.

 


mbl.is Jólagjöfum skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oliver

 Ollie

Oliver óskar ykkur gleðilegra jóla.

http://www.facebook.com/video/video.php?v=58870145024

Og Oliver býður upp á eitt í viðbót.

http://www.facebook.com/home.php#/video/video.php?v=58869860024

Krúhúttkrampi.

Sjáumst á morgun.

Jólakram og kreist.


Kjöt, nömm og köff

 jolasveldhus

Ef svo undarlega vildi til að mig myndi langa til messu á aðfangadagskvöld þá myndi ég steðja í Fríkirkjuna til Hjartar Magna.  Það er gott að vera í Fríkirkjunni og gott að vera nálægt þessum presti.

Ég veit þetta, þessi hálfgerði heiðingi sem ég er, vegna þess að hann hefur skírt tvö barnabarnanna minna.

En þrátt fyrir að ég sé algjör dragbítur á kollega guðs í þjóðkirkjunni og kaþólska fyrirkomulaginu þá viðurkenni ég það hér með að mér finnst jólamessan á aðfangadag afskaplega fallegt fyrirbrigði.  Svona eins og jólakveðjurnar, bráðnauðsynlegar á jólum.

Ég hef aftansönginn í bakgrunninum á meðan ég er að klára í eldhúsinu.

En samkvæmt fréttum er kirkjusókn að slá öll fyrri met, kannski hjálpar þetta fólki í kreppunni.

Við áttum yndislegt aðfangadagskvöld með Frumburði, Birni, og Jökli Bjarka, elsta barnabarninu mínu.

Draumur Jökuls um gítar nokkurn, að nafni Gibbson SG bærist honum eins og fyrir kraftaverk, rættist og svipurinn á drengnum var óborganlegur.

Jólin eru hátíð barnanna og við njótum góðs af.

Nú er ég á leiðinni í hálfgert náttfatajólaboð hjá Frumburði aftur.  Nú eru það Maya, Robbi og fallegi Oliver ásamt skádóttur minni henni Ástrós sem höldum jóladaginn saman.

Hlaðborð sem svignar undir hangiKJÖTUM, hamborgarahryggjum, nömmum og köffum.

Mikið gaman, mikil gleði.

Úff, það er full vinna að stöffa í sig á jólum en ykkur að segja þá er ég tiltölulega hófsöm í deildinni sem er eins gott ég er með sykursýki.

Sendi á ykkur mínar fallegustu hugsanir og ég óska ykkur fallegrar og friðsamrar jólahátíðar.

Við sjáumst í kvöld.

Þá verður síðueigandi kominn úr vemmilega jólahamnum og orðin forstokkuð með hvínandi attitjúd eins og hennar von og vísa er.

Við munum væmnijafna.

En ég elska ykkur í köku.

 

 


mbl.is Metaðsókn í Fríkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðfangadagur

 jol026

Dagurinn í dag er: Stund milli stríða, rjúpa, Nóakonfekt, kertaljós, lykt af kanil og eplum, marglit jólaljós, falleg föt, eftirvænting, meyr lund og tár í augum, fallegar minningar, söknuður, hamingjusöm börn, pakkar, greni, frönsk súkkulaðikaka, hátíðarkaffi, bið, hátíðleiki, falleg tónlist, mikið uppvask og angandi lín.

Ég vona elsku dúllurnar mínar að dagurinn ykkar feli í sér allt það sem ykkur finnst hámark gleði og hátíðleika.

Ég óska lesendum síðunnar minnar gleðilegrar friðarhátíðar og ég þakka ykkur öllum sem komið hér inn og lesið.

Ég kem svo tvíefld og mjög hversdagsleg, jafnvel rífandi kjaft um leið og hátíðleikinn bráir af mér.

Gæti orðið strax í kvöld.

Friður sé með okkur öllum, ekki mun af veita.

Jólin.


mbl.is Fréttaþjónusta um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól

 gj

Á morgun er minn uppáhaldsdagur á árinu.

Mikið skemmtilegri dagur en jólin sjálf.

Það er svo hátíðlegt að hlusta á jólakveðjurnar á Gufunni.

En þessi dagur hefur undanfarin ár verið mengaður fyrir mér af skötuétandi nágrönnum með sjúklegan smekk á illa lyktandi kvikindinu sem gerir skötu hins almenna manns að unaðslegum lyktargjafa.

Þið getið reiknað út líðanina.

Nú er ég flutt og mér sýnist að mínir eðlu nágrannar séu venjulegt fólk sem ekki nefi vill illt.

Ég bíð spennt að sjá hvort þau standi undir væntingum.

Annars er ég búin að klára eiginlega allt sem ég þarf að gera fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.

Ég segi ykkur þetta til að þið spyrjið mig ekki þessarar spurningar sem mér er verulega illa við.

Á morgun ætla ungir jafnaðarmenn að bjóða upp á súpu til að vekja athygli á stöðu ungs fólks í kreppunni. 

Takk ungir jafnaðarmenn fyrir að bjóða ungu fólki upp á mat en ekki hræ.

Fyrirgefið skötuelskandi Íslendingar en ég skil ykkur ekki og þarf heldur ekkert að gera það.

Ég er að dissa ykkur með þessu skötutali, ég veit það, en þetta er mín síða og ég er í baneitruðu jólaskapi.

Leik við hvern minn fingur og hjala eins og geðgóður vögguböggull.

Farin að reykja elskurnar.

Falalalalalala

 


mbl.is Súpa hjá jafnaðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir edrú í boðinu

FunnyChristmasWineCartoon 

Þetta er skömm og svívirða.  Jólabjórinn hefur hækkað um helming á milli ára.

Hvernig á maður að halda heimili búandi við þetta okurverð á þessari mjög svo nauðsynlegu neysluvöru?

Ha?

Við tökum þennan aftur.

Mikið rosalega er ég glöð að vera ekki í bjór- og vínkaupunum.

Þegar ég drakk sem mest um árið, sko fyrir meðferð þannig að það fari ekkert á milli mála, þá var ansi erfitt að láta líta út fyrir að ég væri hófdrykkjumanneskja farandi alltaf í sama útibú ÁTVR.

Þess vegna fór ég í dragtina, setti hnút í hárið.  Málaði mig eins og motherfucker og fór á hælana.

Svo hríslaðist ég um ríkið og týndi í körfu.

Ég var viss um að það stæði utan á mér að ég væri bjórþambandi gardínubytta sem ætti ekki annars úrkosta en að ná mér í mitt stass sjálf þrátt fyrir að vera skjálfandi á beinunum.

Þess vegna átti ég það til að gera mig upptekna og ábyrgðarfulla í framan, dingla leðurhanskanum léttilega framan í fésið á kassanum og segja frosinni égvinnífjármálageiranumogsýnduértilhlýðilegavirðinguröddu: Ætlarðu svo að gefa mér nótu -vinur.

Sko, kjarni máls er sá að ölkum er held ég nokkuð sama hvað efnið kostar, að minnsta kosti minnist ég þess ekki að hafa velt mér upp úr því.  Það eina sem truflar þá er að verða mögulega uppiskroppa.

Þau sem drekka í hófi mega alveg verða pirruð yfir þessu, ég skil þá, en það er samt ekki endir og upphaf alls hvort sem er hjá þeim.

Niðurstaða: Ég er edrú, ég kaupi ekki áfengi og þeir sem ég þekki gera það í svo litlum mæli að það skiptir ekki höfuðmáli.  Mér gæti því ekki staðið meira á sama.

Ekki frekar en að ég skenkti því þanka hvað bjór og rauðvín kostaði á meðan ég drakk.  Kommon þetta var nauðsynjavara í mínum augum.

Mér er hins vegar ekki sama um drápsverðið á matvöru og mér finnst eins og allt hafi hækkað um MEIRA en helming í þeirri deild frá því í fyrra.

Allir edrú í boðinu.

Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.


mbl.is Jólabjórinn hækkaði um allt að helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mínir fjölmörgu eiginmenn

 jólainnkaup

Ég var að tékka svona í hálfgerðu bríaríi á mest lesnu fréttunum á Mogganum.

"Gifta sig í janúar" sá ég að fyrirsögnin hét og ég hugsaði; Vá, þarna er einhver selbiti í útlöndum að gifta sig og hverjum er ekki sama?

Úbs hugsaði ég svo því mjög mörgum er greinilega ekki sama því hellingur af fólki veður inn á svona fréttir.

Það er þetta með fyrirsagnirnar.  Þær selja. 

Ég gat ekki stillt mig og ég kíkti.  Fergie einhver tónlistarkona sem ég þekki hvorki haus né sporð á er að fara að gifta sig í janúar.  Só?

Karl Lagerfeldt er að hanna á hana brúðarkjól og hann á að vera bæði dýr og dásamlegur því þau hjónaleysin hafa lýst því yfir að ætla bara að gifta sig einu sinni.

Halló, er ekki í lagi á heimilinu?

Hvaða nörd kemur með svona yfirlýsingar og það á fyrsta brúðkaupi?

Nú hef ég gift mig ótal sinnum og í hvert einasta skipti sem ég rauk upp að altarinu hugsaði ég; Þetta ætla ég að endurtaka eins fljótt og nokkur kostur er.

Og ég stóð við það.

Annars var ég að hugsa um að koma með jólabók á næsta ári.

Hún á að heita "Mínir fjölmörgu eiginmenn" hvar ég fer í saumana á því hvernig hægt er að giftast mörgum úrvalsmönnum og skipta reglulega yfir í nýjan þeim og mér til ómældrar gleði.

Hvaða konu dreymir ekki um að verða kvenlegur Kristmann Guðmundsson?

Ha?

Annars er ég góð bara.

Fór með Helgu minni í stórmarkaðsferð (við nefnum engin nöfn) og við höluðum inn birgðir fyrir jólahátíðina.

Fyrir jól, fyrir jól, fyrir jól.


mbl.is Gifta sig í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með jólaljós í hárinu

 christmas-lights-2

Ég skrapp niður á Laugaveg áðan til að kaupa eina jólagjöf og það var frábær stemming þessa stuttu stund sem ég stoppaði þar.

Það var kannski vegna þess að ég var þar, ég er ein risastór stemmingsbredda þegar hér er komið sögu og ég var með blikkandi jólaseríu í hárinu.

Ekki lítið augnayndi.

Ég var í kaffiboði heima hjá frumburði í dag og þar á meðal góðra gesta var Jenný Una að taka upp einn jólapakka frá Heggufrænkusín og Jöklafrændasín af því þetta var kveðjuveisla fyrir fjölskylduna hennar, þau eru að fara til Svíþjóðar að halda jólin.

Ástæða þessa kjaftavaðals í mér sko er tilkominn vegna þess að þegar ég horfði á barnið reyna að slíta sig í gegnum pakkninguna á leikfanginu og sá að það var ekki vinnandi vegur að það tækist hjá henni á þessum jólum, fór ég að hugsa um hvaða illgjarni nörd það var sem hannaði leikfangapakkningarnar sem notaðar eru í nútímanum.

Hafið þið lent í að taka upp svona fígúrur eins og t.d. leikfangabíla svo ég tali ekki um svona guðsvolaðar Barbie dúkkur með milljón litlum fylgihlutum?

Ekki?

Látið þá eiga sig að kynnast þeirri ömurlegu lífsreynslu.

Maður þarf að græja sig upp af alvöru verkfærum þegar tekin eru upp leikföng.

Fyrst ber að nefna hið bráðnauðsynlega hnúajárn.  Til að berja í gegnum þykkasta plastið.  Það gengur stundum.

Ef ekki þá þarf að hafa duggulítinn steinskeril (ekki heyrt það orð nei) og þeir fást í Ellingsen.  Þessir skerlar eru notaðir til að þrælast í gegnum tjöruborinn þakpappa og sníða til asfaltkanta og ég ráðlegg að varlega sé farið með þetta verkfæri og enginn nálægur í herbergi.

Svo þarf svona skæri eins og bændur nota til að klippa kindurnar sínar (Smile) til að freista þess að losa endalausar vefjur af nælonþræði sem er vafinn utan um hvern lítinn hlut (Barbie skór hefur tvær vefjur, eina á hæl og eina á tá).

Ef dúkka, bíll, smáfígúrur og annað slíkt hefur losnað án blóðsúthellinga og leikfang komist óskemmt úr pakkanum, má kalla á gjafaþegann sem gleðst örugglega þ.e. ef hann er ekki löngu sofnaður, vaxinn upp úr leikfanginu eða hreinlega fluttur að heiman og farinn til náms í útlöndum.

Hver er þessi manneskja sem hannaði pakkningarnar?

Ætli það sé sama fíflið og hannaði uppþvottavélar og ofna niður við gólf?

Eitthver álka sem veit ekki að það er vont að vinna niður fyrir sig og að smábörn ganga með innréttingum og geta brent sig á ofnum og slíku.

Alveg er ég viss um að þessir brjáluðu hönnuðir eru karlmenn.  Engin kona gerir svona.Halo

Rosalega væri ég til í að hitta svona fólk í fjöru.

Þetta er nú meiri andskotans verkunin.

En..

Annars bara góð


mbl.is Jólainnkaupin í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dimmar rósir, jólatrésskreytingar og bókakaup - allt á sama deginum

Ég fór með Dúu vinkonu minni í jólagjafaleiðangur og kom klyfjuð heim.  Með bækur ofkors.  Það er jólagjöfin í ár hér á kærleiks.

Ég eyddi of miklu en það verður að hafa það.  Ég mun lifa á roði og beinum (lesist hafragraut) alla hina dimmu og jólalausu vetrarmánuði sem framundan eru.

Svo tóku við önnur skemmtilegheit sem var jólatrésskreyting Jennýjar Unu, Jökuls og Ástrósar skádóttur minnar.

Við skemmtum okkur vel hérna stórfjölskyldan mínus María, Robbi og Oliver sem eru fjarri góðu gamni í London en koma um helgina.

Á sunnudaginn fara systkinin Jenný Una og Hrafn Óli til föðurlandsins Svíþjóðar og verða þar fram í janúar með foreldrum sínum.

Búhú.

En talandi um bækur.

dimmar rósir

Ég var að lesa Dimmar Rósir eftir Ólaf Gunnarsson.

Maðurinn er stórkostlegur höfundur og bókin heldur manni föngnum frá fyrstu blaðsíðu.

Mér finnst hann skrifa svo fallega hann Ólafur svo lýsir hann miklum örlögum fólks þannig að maður hrífst með.

Bókin gerist á árunum 1969 til 1971.  Ekki leiðinlegt fyrir mig sem var á sumum atburðum sem koma fyrir í bókinni eins og t.d. Zeppelíntónleikunum í Laugardagshöllinni 1970 og var fyrir marga eitthvað sem alltaf situr eftir sem stórkostleg lífsreynsla.

Dimmar rósir er ein af þeim bókum sem ég á ekki eftir að gleyma og líka ein af þeim sem ég mun lesa aftur og aftur af því orðunum er raðað saman á svo fallegan máta að ég fæ stundum kökk í hálsinn.

Það er milljónprósent skáldskapur.

Þið eruð auðvitað spennt yfir að fá að vita hvort ég mæli með bókinni er það ekki?

Nú notið höfuðið og reynið að finna það út.

Falalalalalala

 


"One down - many more to go"

Stundum finnst mér (þori varla að segja það) að á Íslandi ríki meiri lýðræðisást í orði en á borði.

Að minnsta kosti hjá þeim sem hafa keðjað sig og vinina við kjötkatlana.

Eftir að almenningur hóf að mótmæla og það ekki degi of seint, öllum þeim hörmungum sem yfir okkur dynja þá höfum við verið kölluð ýmsum nöfnum af þeim sem mótmælin beinast gegn og svo auðvitað frá undirlægjunum sem ekki þora að koma undan pilsfaldi valdsins.

Skríll, lýður, aumingjar, lúserar, ungmenni (skammaryrði hjá sumum), auðnuleysingjar og fífl.

Svo vorum við tekin á einu bretti þessi sem fylltum Háskólabíó út út dyrum á dögunum og okkur tilkennt af utanríkisráðherra að við værum ekki þjóðin.

Ég alveg: Vó hverjum tilheyri ég?  Tilvistarkreppa sko, biggtæm.

Nú er verið að mótmæla fyrir utan þá aumu stofnun Fjármálaeftirlitið sem gjörsamlega hefur brugðist hlutverki sínu.

Fólk var í Glitni sem á að heita Íslandsbanki og þar var þeim boðið upp á kaffi.

Enda við öll gott fólk á sama hripleka prammanum.

Og mikið rosalega er ljúft að mótmælin skuli vera farin að skila sér.

Tryggvi er hættur en það alvarlega er að skilanefndum og öllum ábyrgum aðilum hafi fundist það í lagi að ráða hann svona yfirleitt.

"One down- many more to go."

Nu går jag og handlar julkappar!

Jajamen.


mbl.is Mótmælt utan við Fjármálaeftirlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 2987144

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.