Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Mánudagur, 28. september 2009
Þarf að hitta mann vegna manns
Ég hef alltaf gaman af því að lesa um tæki sem eru algjörlega ónauðsynleg en eru í leiðinni sönnun þess að fólk er alltaf að hugsa út fyrir rammann.
Gaman að því.
Sturtuútvarp var nýlega valið sem versta heimilistæki allra tíma.
Halló, af hverju var ég ekki spurð?
Hefði getað sagt þeim sögur!
Eins og t.d. af "sneiðaranum" sem ég keypti mér á markaði í útlöndum.
Þetta var plastgræja sem sneiddi dásamlega agúrkur, lauka og því um líkt.
Ég ætla ekki að fara nánar út í það en í annað skipti sem ég sneiddi gúrku sneiddi ég fallegar sneiðar framan af fingri í leiðinni. Tók sig vel út á áleggsdisknum ef við undanskiljum blóðbaðið.
Tölum svo um eggjasuðutækin. Þvílíkur viðbjóður.
Til hvers í ósköpunum þarf eggjasuðutæki?
Ég var beitt eggjasuðutækjaofbeldi á tímabili. Mínar eigin dætur fóru þar fremst í flokki.
Tvær af þremur glöddu móður sína með uppfinningunni - Ég kunni þeim engar sérstakar þakkir fyrir.
Síðan fékk ég það þriðja þegar ég með lagni hafði látið hin fyrri hverfa. (Frá ættingja sem hefur örugglega hatað mig, ég sé það núna - fari hann og veri).
ARG.
Ég nenni ekkert að tala um ljósálfalampa og fótnuddtæki. Hvorutveggja er klassík.
Poppkornspottar, er ekki í lagi? Örugglega karlmaður sem hefur hannað þá snilld, ekki vitað að poppkorn má poppa í öllum alhliða pottum.
Fótastyttir (já frá Ameríku, krem sem styttir á þér lappirnar um heila 4 cm. að lokinni meðferð - eins gott að þingmenn Hreyfingarinnar komist ekki yfir það fyrirkomulag og beiti því á sjáfa sig lóðrétt til helvítis! Nógu mikið hafa þau orðið sér til "minnkunar")
Eyrnaklóra sem þjónar umfram tilgang og getur slegið á pirring í heilaberki ef maður gætir sín ekki.
Rafknúinn kaffibolli sem heldur skörpum hita á bolla og skaðbrennir á þér lúkurnar í leiðinni og ég get haldið áfram en ætla ekki að gera það.
Þarf nefnilega að hitta mann vegna manns.
Eða þannig.
Úje.
Sturtuútvarpið versta græjan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 5. september 2009
Ég þekki fólk
Ég þekki slatta af fólki sem litlar líkur eru á að deyji fyrir aldur fram af völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
Jamm og sjúkkitt.
Hættulegt að vera með mjó læri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
"Hvað eruð þið að fara með mig spikfeita á ball"?
Það er auðvitað snarklikkað að brosa út í annað við lestur þessarar "fréttar".
Sérsök sæti hafa verið sett upp í neðanjarðarkerfi Sao Paulo í Brasilíu fyrir offitusjúklinga.
Auðvitað er ekkert fyndið við þetta heilsufarsvandamál en ég fór bara að hugsa um allan fitumóralinn sem hefur verið landlægur hjá mér, systrum mínum og vinkonum í gegnum tíðina oftast án minnstu ástæðu.
2 kg. yfir og konur leggjast í þunglyndi. Skilaboðin hafa náð okkur. Konan skal vera grindhoruð.
Svo fór ég að hugsa um alla orkuna sem hefur farið í fitubömmera.
Ég tók þetta ansi langt, átröskun og allan pakkann.
Mjóslegin átti ég til að ráðast að systrum mínum þegar við vorum á leið í Klúbbinn í denn og hrópa ásakandi röddu:
"Hvað eruð þið að fara með mig spikfeita á ball"!
Eða allar pælingarnar hjá okkur stelpunum; er ég feit í þessu? Er rassinn á mér ógeðslega stór?
Er ég feitari en sóandsó? Svarið var alltaf nei. Þá braust út móðursýki: Ég er víst feit þú villt bara ekki segja mér það og áfram og áfram og endalausar fitupælingar.
Þetta gekk síðan yfir til dætra okkar.
Ein dóttir kom heim úr skóla og spurði systur sína sakleysislega hvort kexið væri búið.
Hún fékk örvæntingaróp til svars og var spurð hvort það væri verið að gefa í skyn hvort hún væri feit!
Þegar við skoðum síðan myndirnar af okkur aftur í tímann sjáum við okkur til mikillar furðu að ef eitthvað var þá vorum við í grennra laginu.
Innrætingin skelfileg.
En af hverju blogga ég um þetta?
Jú ég get svarið það að á þessum árum hefði ég tekið það algjörlega til mín ef offitusjúklingasæti hefðu verið sett upp í strætó svo ég taki dæmi.
Ég hefði verið þess fullviss að sætin væru framleidd með mig í huga.
Djísúss.
Blá sæti fyrir feita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Áfram stelpur!
Kona sem skarar fram úr á ótrúlegan hátt í íþróttum getur auðvitað ekki verið kona í alvörunni.
Hún bara hlýtur að vera karlmaður í dulargerfi.
En karlmenn eru hæfara kynið samkvæmt sumum sem hafa fáfræðina og fordómana að leiðarljósi og lifa samkvæmt þessum eiginleikum.
Þeir segja að íþróttakonan Caster sé svo karlmannleg.
Halló, hafa þeir ekki séð fimleikamenn og aðra karlmenn sem stunda fínlegri íþróttir?
Þeir eru engar testesterónhetjur dragandi karlmennskuna eftir sér í druslum.
Á fólk nú að fara að rífa niður um sig fyrir framan dómarana?
Skemmtilegt eða hitt þó heldur.
Hvað með þennan náugna sem hleypur hraðar en hljóðið, þessi sem heimurinn stendur á öndinni yfir þessa dagana?
Er hann ekki bara dama í dulargerfi?
Caster, gó görl.
Fordæmir rannsóknir á kynferði hlaupakonu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 16. ágúst 2009
Niður með skeifuna
Vei, nú getur allt þráhyggjuliðið sem neitar að horfast í augu við að það er búið að dömpa því glaðst ógurlega.
Allir þekkja ábyggilega einhvern sem getur ekki sætt sig við að sambandið sé búið.
Æi, þið vitið, eins og vinkonan sem hringir í þig á laugardagskvöldum og hefur gert síðast liðinn 15 ár eða svo til að velta sér upp úr því af hverju eiginmaðurinn fór frá henni.
Notar sömu dramatíkina, upphrópanirnar og ekkasogin sem hún var með þegar það gerðist.
Hún sefur enn með speedo-sundskýluna hans undir kinninni sem er glæpur út af fyrir sig enda þær löngu komnar úr tísku.
Hún grætur ósiðina sem hún hataði þegar þau voru saman. Hana verkjar eftir fatahrúgunum, brauðmylsnunni á gólfinu og opnum tannkremstúbum til að trampa á þegar hún kemur fram á morgnana með stírurnar í augunum.
Hún hefur engu gleymt.
Og þú, sem ert með þá skoðun að vinkonan ætti enn að vera að halda upp á að hafa losnað við helvítið, með blöðrum, kampavíni, rellum og fánum getur gargað úr leiðindum en hlustar samt vegna þess að þú elskar hana þrátt fyrir helvítis þráhyggjuna.
Þetta dæmi um að geta ekki sleppt hörmungunum í lífinu, að halda þeim á lífi, vökva og vernda þær til að geta haldið áfram að þjást:
Það getur drepið mig.
Ég hef svo sem verið þarna en ég tek það fram að allt svona hefur gengið hratt yfir hjá mér enda nóg annað að skoða og lífið er svo skemmtilegt.
Svo er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að ég sé tilfinningalaus og ekkert bíti á mig. Jamm.
Auðvitað ætla ég ekkert nánar út í það að fara að gefa færi á eigin heimsku þannig að hér tölum við í staðinn um annarra manna vitleysisgang sem er mun skemmtilegra offkors.
Núna er hægt að fara inn á vefsíðu og þar geturðu lært að vinna hjarta þíns fyrrverandi aftur.
Er ég að blogga um þetta?
Langar mig til að gubba og rífa af mér hárið svona beisíklí núna?
Það lítur út fyrir það. Mikið rosalega er ég skemmd en fallega skemmd eins og mér var tjáð um daginn.
Jæja, ég ætla að opna vefsíðu.
Fyrir þá sem nenna ekki að vera stöðugt með skeifuna uppi.
Meira um það á morgun.
Úje og súmítúðebón.
Fróðleg heimasíða: Að vinna hjarta þíns fyrrverandi aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 16. ágúst 2009
Eins og hver önnur beinagrind
Ég hef komið mér upp lífsreglu nýlega (ókei, fyrir þremur árum þegar ég varð edrú) og hún er sú að reyna að lifa í núinu og njóta lífsins á meðan ég lífsandann dreg.
Ekki láta ykkur detta í hug að nú ætli ég að fara að hljóma eins og sjálfshjálparbók sem gæti heitið;
"Lifðu lífinu lifandi" nú eða "Elskaðu sjálfa þig".
Eða eitthvað annað viðurstyggilega væmið og ofnæmisvekjandi yfirborðssnakk.
Ónei, fyrir mér þýðir núið og lífið að vera glöð, reið, spennt, óróleg, pollróleg, hrygg og í banastuði.
Sem sagt allur tilfinningaskalinn svona beisíklí.
En þegar ég dey, sem ég á sterklega von á að ég geri þá er mér sama hvar afgangurinn af mér lendir.
En ég myndi gjarnan vilja verða í jarðaförinni minni til að taka status á mætingu og sjá hverjir af vinum mínum eru grátandi og svona.
Til að bústa egóið.
Svo finnst mér dapurlegt að geta ekki lesið minningargreinarnar um mig því ég er viss um að þær hljóta að verða mergjaðar.
Af hverju?
Jú af því að ég er svo bilaður persónuleiki.
Þið sem enn eruð að lesa verðið að fara að drífa ykkur á bókasafnið og ná ykkur í almennilegt lesefni þetta gengur ekki lengur að láta mig fokka svona í ykkur.
En aftur að alvöru málsins.
Hver nennir að eyða milljónum í að kaupa grafreitinn við hliðina á afganginum af Marilyn Monroe.
Ég kann mína anótómíu og ég get fullvissað ykkur um að Marlilyn er jafn óspennandi og hver önnur beinagrind af Jónu Jóns.
Það hringlar jafn hátt í báðum.
Þið megið grafa mig við hliðina á Jóa á hjólinu þess vegna.
Þið megið jafnvel dreifa ösku minni yfir Morgunblaðshúsið til minningar um bloggtímabil mitt sem ég ástundaði áður en ég fór að skrifa bækur og verða heimsþekktur rithöfundur á Íslandi.
Ég bið bara um eitt.
Aðeins eitt.
Ekki láta Framsóknarmann við hliðina á mér.
Það myndi ég ekki afbera.
Ég gengi aftur.
Lagst til hvílu hjá Marilyn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Cappíss?
Þessi skemmtilega frétt, sem er auðvitað mjög undarleg í "laginu" er um Sáda sem fékk sér typpaframlengingu úr gulli.
Skreytta með demöntum og rúbínum.
Sko, það sem er merkilegt við þessa frétt, fyrir utan það að Sádinn er með ofnæmi fyrir stáli, er að það er tekið fram að fólkið á meðfylgjandi mynd tengist ekki fréttinni.
Sjúkkitt segi ég nú bara. Eins gott að taka það fram.
Væri ömurlegt fyrir konuna á myndinni að verða uppvís að því hverslags lífi hún lifir í rúminu.
Höfuð myndu snúast í hvert skipti sem hún færi út úr húsi.
En um typpaframlengingu með eðalsteinum er ekki mikið hægt að segja, að minnsta kosti ekki við helmingur mannkyns sem erum ekki með apparat sem þarfnast framlengingar við.
En fyrir hönd kvenna í öllum löndum sko varðandi eðalsteinana er bara eitt að segja:
Áts.
Djöfull getur fólk verið bilað.
En ég minni á einu sinni enn og fæ ekki undirstrikað það nógsamlega að fólkið á myndinni tengist ekki fréttinni.
Eru bara saklausir arabar að koma úr Mollinu á laugardegi í Sádí.
Capíss?
Reður úr gulli og demöntum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. júlí 2009
Ábyrgð sjáenda er mikil - úje
Við erum ótrúleg við Íslendingar.
Ég og fleiri hafa krullast upp yfir álfastimplinum sem við höfum fengið á okkur og ég varð fyrst vör við í útlendu pressunni eftir leiðtogafundinn forðum.
Síðan hefur því verið haldið fram bæði hátt og í hljóði að Íslendingar séu einhverskonar hálfvitar sem trúi á tröll og forynjur, álfa og sjáendur.
Hlaupi um fjöll og hraun í einhverskonar Bjarkardressi veifandi höndum í séríslenskri tjáningu við ósýnilega vætti.
Við þolum ekki þennan álfastimpil flest okkar en erum samt alveg að uppfylla goðsögnina.
Kommon.
Ég trúi einu og öðru og ekki öllu fallegu en fjárinn hafi það að ég trúi því að það sé hægt að sjá jarðskjálfta fyrirfram upp á dag.
Þið takið eftir að ég trúi því alveg að það sé hægt að sjá fyrir svona skjálfta sem gerir það auðvitað að verkum að ég smellpassa inn í mýtuna, en ég trúi því ekki að það sé hægt að sjá hann fyrir upp á punkt og prik.
Hehemm.
Skal éta uppáhaldsskóna mína óeldaða ef það kemur stór skjálfti í dag.
(Háu hælarnir eiga eftir að standa í mér, ég lofa ykkur því).
Sjáandinn verður í vondum málum ef sýnin gengur eftir.
Maður á eftir að verða bálillur út í hana og heimta að hún standi skil á bankahruninu.
Alveg: Varstu í fríi frá sjáendastörfum fyrri part árs 2008 eða hvað?
Bankahrunið verður samstundis henni að kenna.
Ábyrgð svona sjáenda er mikil.
Súmí.
Spurt um jarðskjálftaspádóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Morð takk fyrir kærlega
Nú er ég bálill.
Haldið þið ekki að Neanderdalsmaðurinn hafi verið myrtur.
Sko M-Y-R-T-U-R!
Af okkkur offkors.
Ég hef alltaf huggað mig við að Nelli karlinn hafi látist úr hárri elli.
Þeir kunnu ekki að telja nema upp að tíu og ég held að þeir hafi eflaust ekki fattað að þeir gætu dáið.
Ekki frekar en fuglarnir.
Þarna hefur hann setið þessi elska og verið að matreiða steina í kvöldmatinn og ekki átt sér ills von.
Þá kom helvítis prómagnum og myrti hann með köldu blóði..
Með spjóti. Ekki að spyrja að hugmyndaauðginni og blóðþorstanum á þeim bænum, nú sem fyrr.
Icesave hvað?
Aumingja dúllurassgats Neanderdalsmaðurinn.
Aumingja fjölskyldan hans.
Ó, hann var síðastur, fjölskyldan örugglega fallin fyrir morðingjahendi líka.
Skammist ykkar þið öll og ég líka. Morðingjar.
Engu eirt. Engu.
Neanderdalsmaður féll fyrir kastvopni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 25.7.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Ástfanginn af bótoxi
Ein af dætrum mínum (að minnsta kosti) er skotin í Simon Cowell.
(Þú veist hver þú ert).
Hún hitti hann í fyrra þegar hún var úti að borða í London, þau töluðu saman og hann blikkaði hana.
Því miður þá náðist þetta sögulega atvik ekki á mynd.
En Simon á sama afmælisdag og yngsta stelpan mín, það hlýtur að gera það að verkum að honum er ekki alls varnað, því fólk á þessum degi er með hjartað utan á sér.
Spurningin er hvort Simon sem er bótoxaður frá enni og niðurúr, sé búinn að láta eiga við hjartað líka.
Svo hræddur við að eldast karlinn, hlýtur að vera skelfilegt að óttast hið óumflýjanlega.
Núna á sem sagt að halda afmælisveislu fyrir þennan krúttfrömuð í tilefni þess að hann verður fimmtugur 7. október n.k.
Um að gera að taka afmælið snemma og halda óslitnu fjöri fram á árs afmælisdag íslenska hrunsins.
Sautján fyrrverandi kærustur munu mæta í partíið.
Hvað með ALLAR hinar?
Sautján stykki er lítill og aumingjalegur afrakstur fyrir bótoxhöfðingjann.
Karlinn hætti við að giftast í fyrra.
Skíthræddur við að bindast öðru en bótoxinu og sjálfum sér.
Hann á eftir að enda aleinn og fokkings skíthræddur, ég er að segja ykkur það.
Djók.
Hvað er ég að fabúlera um Simon Cowell?
Jú, ég nenni ekki að vera alvarleg um helgar.
Og frá og með nú er mín helgi hafin.
Úje.
Sautján fyrrverandi kærustur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr