Færsluflokkur: Hamfarablogg
Föstudagur, 17. október 2008
Hamfarablogg
Ég var að horfa á fréttir. Það er orðið áhættuþáttur í heilsufari fólks að leggja þann andskota á sig, dag eftir dag, kvölds og morgna.
Það er hættulegt andlegri heilsu manna að horfa upp á ráðaleysi, yfirklór og leikaraskap þann sem hafður er í frammi af ráðamönnum þjóðarinnar.
Það eru haldnir blaðamannafundir þar sem akkúrat ekkert kemur fram annað en að allt standi enn í stað í besta falli en að hlutirnir hafi versnað í versta falli.
Framhaldssagan með gjaldeyrisvandamálin er orðin næstum kómísk eða væri það ef það bitnaði ekki á sárasaklausu fólki.
Mér finnst vont að láta ljúga að mér.
En viti menn. Í dag kom Össur, settur utanríkisráðherra, glaðbeittur af ríkisstjórnarfundi og hann hafði hluti að segja. Ég öðlast endurnýjaða trú á mannkyninu þarna í augnablik.
Við myndum ekki fá Bretana til að verja okkur í desember. Það myndi særa þjóðarstolt Íslendinga (sem er auðvitað helvíti rétt hjá karlinum).
Ég náði að hoppa hæð mína í fullum herklæðum (vopnuð svuntu með skúringafötu fulla af sápuvatni, í hönd) áður en það var drepið í gleði minni eins og vindli.
Dem, dem, dem.
Geir grautlini kom í hægðum sínum niður sömu tröppur og gerði að engu það sem Össur var að enda við að segja. Þetta má sjá á bandi í viðtengdri frétt.
Er einhver hissa þó fólk sé að fara í andlegt tjón hingað og þangað með þennan undirlægjuhátt?
Og Davíð situr enn í Seðlabankanum. Voruð þið búin að taka eftir því?
Í dag sendu bresk yfirvöld frá sér bréf sem átti að skýra frystingu þeirra á eignum Landsbankans í Bretlandi eitthvað betur.
Viti menn í sama bréfi er það undirstrikað að hryðjuverkalögin sem skellt var á Ísland séu enn í fullu gildi.
Hryðjuverkamenn eru morðingjar og illmenni, þetta er ekki neitt máttleysis skammistykkar krakkar mínir, við skulum halda því til haga.
Ætlum við að sætta okkur við að vera í samskiptum við land sem flokkar okkur með verstu illmennum nútímans?
Menn sem skirrast ekki við að drepa fjölda manns til að leggja áherslu á mál sitt?
Af hverju í fjandanum slítum við ekki stjórnmálasambandi við þessa þjóð?
Af hverju í fjandanum er enginn farinn að fjúka eftir þetta fjármálafárvirði sem hefur lamað þjóðina undanfarnar tvær vikur?
Af hverju eru eignir útrásarvíkinganna ekki frystar?
Hvað veldur þessum andskotan doða?
Enn ein helgin í óvissu er framundan. Við vitum hvorki haus né sporð á einu né neinu.
Er það nema von að það sé farið að fjúka í mann.
Amma mín hefði kallað íslenska ráðamenn bölvaðar ekkisens geðluðrur væri hún hér. En ég geri það fyrir hana alveg blákalt.
Á morgun munu vel flestir borgarar vænti ég mæta á Austurvöll til að kveðja fórnarlambshlutverkið, taka ábyrgð, krefjast breytinga. Sjá hér.
Ég vil að minnsta kosti vona að nýir tímar séu að renna upp en það er auðvitað undir okkur sjálfum komið.
Gerum ekki þau skelfilegu mistök að sitja heima, tuða og tauta og láta svo yfir okkur ganga.
Hristum af okkur slyðruorðið.
Sjáumst í bænum á morgun.
Annars tek ég Lúkasinn á ykkur, égsverða.
Vill ekki Bretana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Föstudagur, 15. ágúst 2008
Áföll í hita leiks
Jössess hvað maður er búinn að vera intúitt í pólitíkinni. Varla getað sofið, borðað eða hugsað. Eða svona næstum því.
Og þegar þannig er ástatt þá gerast hlutir og ég er að segja ykkur satt og alls ekki að ljúga.
Í gærkvöldi var ég á hlaupum, man ekki af hverju en sennilega hef ég verið að passa mig á að missa ekki af fréttum úr borginni í sjónvarpinu.
Og hendurnar á mér voru ó svo þurrar að það brakaði og brast í þeim vegna næringarskorts.
Ég stökk inn bað og makaði kremi á mínar fögru meyjarhendur og það sem umfram var af kremi fór í andlitið á mér.
Svo stökk ég inn í stofu mundi að ég var búin að lofa að hringja á ákveðinn stað, greip símann (eða það hélt ég) og það tók dálítinn tíma fyrir mig að fatta að það er ekki hægt að hringja með fjarstýringunni. Hm..
Og í morgun voru hendurnar á mér brúnflekkóttar og andlitið líka.
Hver í andskotanum fékk mig til að kaupa brúnkukrem?
Já og ekki orð...........
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Dagur núllsins
Jæja þá er það komið á hreint.
Þess vinnuþjakaða ríkisstjórn hefur sagt sitt síðasta orð fyrir sumarfrí.
Afrakstur dagsins er eitt stórr EKKERT.
Engin breyting á eftirlaunafrumvarpi, verður unnið að málinu í sumar. Hva? Nægur tími.
Engar bætur til Breiðavíkurmanna, kannski í haust. Auðvitað geta þeir beðið, þetta er búið að vera svoddan dans á rósum hjá mönnunum, ekkert liggur á.
Enginn andskotans afsökunarbeiðni dómsmálaráðuneytis fyrir persónunjósnirnar á íslenskum borgurum. Svo má geta þess að fólk er að tjá sig hér um víðan völl yfir að Björn Bjarnason þurfi auðvitað ekki að biðjast afsökunar fyrir hönd föður síns. Halló, Björn er ekki ríkið og pabbi hans ekki heldur, þeir eru handhafar valds og Birni væri réttast að hysja upp um sig í staðinn fyrir að brúka munn og viðhafa kaldastríðsáróður úr ræðupúlti Alþingis. Þetta hefur ekkert með persónur þessara manna að gera. En ég segi það satt, það kann ekki góðri lukku að stríða þegar embætti ganga í erfðir.
Sem sagt dagur núllsins. Frestun og almennur dónaskapur er afrakstur dagsins í dag.
Ég er svo hamingjusöm með íslensk stjórnvöld.
Því ég veit að þetta kemur allt saman, bara einhvern tímann seinna.
Djö sem ég er komin í öfluga stjórnarandstöðu.
Péess: Hvar er útlenda kjötið sem ég ætlaði að vera svo dugleg við að kaupa? Hélt ég í alvörunni að innflutningur á kjöti yrði leyfður? Nebb, I´ve been around too long.
Farið yfir eftirlaunalög í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 23. maí 2008
,,en það er gott að vera perri í Kópavogi
Björn Bjarnason hefur gefið grænt ljós á Geira Gold.
Geiri má halda áfram að versla með konur. BB elskar frelsið og haftalaus viðskipti, trúi ég.
Og þá er bara eitt að gera í stöðunni, en það er að rífa fram hreingerningargræjurnar og skúra viðbjóðinn, rykföllnu hugmyndirnar og fáfræðina úr ráðuneyti dómsmála.
Sjá:
"Í hádeginu í dag munu nokkrar konur taka að sér að hreinsa út skítinn úr dómsmálaráðuneytinu. Full þörf er að lofta rækilega út og þrífa út gamaldags viðhorf sem kemur í veg fyrir að ráðuneytið sinni skyldum sínum og berjist gegn mansali." Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Drífa Snædal og Sóley Tómasdóttir skrifa undir."
En mikið ósköp vildi ég mikið til vinna til að hafa orðið hissa þegar ég las fréttina um ógildingu Björns Bjarnasonar á ákveðun bæjarstjórnar Kópavogs varðandi bann við nektardansi í bænum. Þá hefði ég þó enn haft einhverja von um rættlæti frá ráðuneytinu og getað orðið fyrir vonbrigðum.
Það fyrsta sem ég hugsaði hins vegar var hvort Geirinn hefði eitthvað á Björninn, æi svona mafíósó eitthvað.
Svona er ég vænisjúk þegar heiðursmenn eiga í hlut.
..en það er gott að vera perri í Kópavogi
Sóley, Drífa og co. Áfram svona.
Boða tiltekt í dómsmálaráðuneytinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Af hverju ekki 20 vandarhögg?
Til að ná góðu andlegu jafnvægi væri kannski ráð að hætta að lesa blöðin.
Henda sjónvarpinu og útvarpinu líka.
Fá sér hauspoka og hoppa á tölvum heimilisins.
Verst að þeir eru ekki lengur með veðurathugunarstöð á Hveravöllum. Ég hefði getað sótt um. Þangað koma ekki margir stóran hluta ársins. Dem.
Ég er hætt að fá eitthvað út úr því að henda mér í vegg.
Fullt af börnum líður illa á Íslandi.
Enn á ný kemur í fréttum að maður sem vinnur með ungmenni og er auðvitað treyst fyrir þeim, hefur verið vikið úr starfi tímabundið meðan málið er rannsakað, vegna óeðlilegs sambands við stúlku undir lögaldri.
Úff.
Og að dómum.
Og svo koma brandaradómar fyrir nauðganir, sifjaspell og annað ofbeldi. Ekki í neinum tengslum við alvarleika glæpanna og svo sannarlega ekki þungir ef borið er saman við aðra dóma fyrir mismundi glæpi.
En einu sinni var fólk sent á Brimarhólm ævilangt fyrir að stela sér snærisspotta.
Sami hugsunarháttur virðist enn vera við líði.
5 mánaða fangelsi fékk maður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að borða súpu sem kostaði 250 kr. í verslun í miðborginni og stela matvöru fyrir 769 krónur úr annarri verslun.
Maðurinn er dæmdur til að greiða 185 þúsund í sakarkostnað.
Um að gera að refsa þessum mannfjanda. Hann rauf skilorð.
En af hverju fær hann ekki að minnsta kosti 20 vandarhögg?
Friggings bíts mí.
Ég ER stödd í fokkings Fellinibíómynd og ég kemst ekki út úr henni.
ARG
Stal súpu og fer í fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 28. apríl 2008
RIP
Ég sat hérna í rólegheitunum áðan og las. Jájá, bara lesandi á præm tæm, sko vinnutíma. Ég er hyskin og ömurleg húsmóðir, ég veit það.
En aftur að mér þar sem ég sat og las skemmtilega bók. Segi ykkur frá henni seinna. Ég var með kaffibolla í hönd, sígarettu í munnviki, dásamlega sjarmerandi en það voru engin vitni að því. Og ég heyrði suð, lágvært suð og ég hélt að Bördí Jennýjarson, sem hangir að venju uppi á bókaskáp, væri að prófa nýtt sánd. Þess vegna var ég agjörlega kúl.
Suðið ágerðist, ég varð öll óróleg innan í mér. Mér varð litið á jurtina ógnarstóru við stofugluggann og mundi eftir flökkusögu, sem kannski var ekki flökkusaga eftir allt saman. Munið þið eftir sögunni um tarantúlluna sem átti að hafa fundist við rætur drekatrés eða svipaðrar jurtar? Hérna í höfuðborginni sko? Djö.. sem það er óhugguleg saga.
En hvað um það. Ég magnaðist öll upp í geðveikinni við tilhugsunina um að ég væri með risakönguló í þessari einu jurt sem tekist hefur að halda lífi í hérna við hirðina. Ég var ein í húsinu, húsband við útréttingar út í bæ. Það mátti heyra saumnál detta, fyrir utan suðið auðvitað. Bördí var saklaus, því hann var sofandi upp á bókastafla. Bzzzzzzzzzzzzzzzzzz, heyrðist og það magnaðist og efldist.
Fæturnir voru við það að gefa sig. Átti ég eftir að deyja hér, fyrst kvenna í Norðurálfu sem finnst myrt á heimlii sínu og morðinginn viðbjóðsleg tarantúlla?
Ég gekk á hljóðið vopnuð glasi. Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz, bzzzzzzzzzzzzzz, heyrðist nú greinilega.
Ég gekk fram á viðurstyggilega Humlu eða hunangsflugu sem eru svo sætar í bókum og þegar þær blogga (fluva, ég elska þig), en í návígi eru þær martröð skordýrahræddrar konur. Flugan var 18 fermetrar á breidd og eitthvað svipað á lengd, og hún virtist ekki geta flogið.
Ég öskraði og hringdi í húsband og veinaði; komdu heim strax, það er Humla í stofunni.
Hann hélt nú ekki, var á bílaverkstæði að láta meta skemmdir á bíl sem komu á atvinnutækið um helgina. "sjáðu um þetta sjálf kona, hvaða óhemjugangur er þetta?".
Ég er að skrifa þetta í lappanum inni í eldhúsi. Ég er flúin þangað. Símalaus og allslaus. Mér segir svo hugur að ég hafi tapað fyrir skordýri.
Ég er gránduð á eigin heimili.
Bzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz færist nær.
Ég þakka ykkur skemmtunina. Lífi mínu er að ljúúúúúkkkkaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa.
Rest in pease.
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Hatur - spurning um svona lala
Hvað er hatur? Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið, þegar ég hef lesið um Englu litlu sænsku og svo nú þennan litla dreng Oliver, sem rænt var í gær.
Ég held að ég hafi aldrei hatað nokkurn mann, sem betur fer. Ég held að hatur sé stjórnlaus illvilji í garð annarrar persónu, þar sem sá sem hatar vill gera viðkomandi allt til miska., jafnvel saklausu fólki sem tengist þeim hataða. Svona sirkabát.
Ég hata engan, er misvel við fólk eins og gengur og ég held að ég þekki heldur ekki kjaft sem hatar.
Samt notum við þetta orð óspart. Orð missa bragðið, þegar tönglast er mikið á þeim. Þið munið að einu sinni var ágætt það allra besta. Nú er það orðið lala dæmi.
Sumir hata fisk, rigningu, flugvélar, flugur og köngulær. Ég nærri því skil þetta með köngulærnar en ég held samt að ég hati þær ekki þó ég hafi megna, gegnheila andstyggð á þeim.
Hata hvað?
Ég kemst næst hatrinu held ég, þegar ég heyri um illa meðferð á börnum, þá brestur eitthvað í hjartanu á mér. Mig langar virkilega að ná í rassgatið á þeim sem fremur verknaðinn. En sem betur fer eru það bara eðlileg viðbrögð. Vanmáttur alla leið.
Ég skipti mér alltaf af þegar ég sé illa farið með börn, þeim misboðið af fullorðnu fólki. Það er ekki vinsælt, en mér er slétt sama. Ég geri það samt.
Það er svona u.þ.b. það eina sem hægt er að gera til að leggja lóð sitt á vogarskálarnar, í heimi þar sem börn svelta, deyja úr sjúkdómum. eru seld mansali í stórum stíl.
Ég hélt einu sinni að við værum að þroskast svo hratt, mannfólkið. Á ógnarhraða, svei mér þá.
En ég hata engan. Ég hef hreinlega ekki heilsu í það heldur. Það hlýtur að taka skelfilega á.
Í almættisins friði, megi sjálfur Óðinn blessa ykkur.
Reynt að ræna bróður Olivers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Andskotans friðarspillir
Í gærkvöldi horfði ég á öfluga heimildarmynd um dópsölu, smygl og allan pakkann, sem heitir "The Cocane Cowboys". Mögnuð. Dóp er viðbjóður og þeir líka sem eru að hagnast á því. Afgreitt og tékk. Mæli með að þið takið hana á næstu leigu.
Og svo fór ég að sofa í höfuðið á mér. Og síminn hringir um miðja nótt. Ég rauk í símann, dauðhrædd auðvitað, um að eitthvað hefði komið fyrir sem varðar mína nánustu.
Rödd í síma; Máétalavigslrðk! Röddin var karlmanns, hann talaði í boðhætti og hann heimtaði skýr svör. Ekki að hann væri í skýrleikadeildinni sjálfur, blessaður. Ef friðarspillirinn hefur ekki verið búinn að innbyrgða meðal mánaðarskammt bjórframleiðslu á landinu, þá heiti ég Geir Ólafsson. Ég lagði á, skildi ekki manninn. Hann hringdi fjórum sinnum með sama erindið, og ég engu nær.
Og nú skilur engin neitt í því að ég skuli ekki bara hafa rifið símasnúruna út úr innstungu með rótum. En ég á erfitt með það. Ég er alltaf hrædd um að það náist ekki í mig ef eitthvað kemur fyrir. Þetta eitthvað, verður ekki sett í orð, en það má segja að ég sé fyrirfram aðvöruð og til eilífðarnóns hrædd um símtöl sem koma óvænt og innihalda váleg tíðindi svo ekki sé nú meira sagt.
Húsbandið spurði mig svo að því í morgun hvort ég teldi það ekki smá óheilbrigt að ganga út frá því að það versta mögulega geti gerst og ég verð að játa að mér brá við.Og ég fór að hugsa (það má á laugardögum). Hvað er að mér? Af hverju sé ég ekki þennan einfalda hlut? Það er ekki hægt að lifa lífinu með það í huga að eitthvað skelfilegt sé um það bil að henda, ef ég slaka á. Ég hristi mig ærlega til. Svona vil ég ekki vera. En það tekur stundum langan tíma fyrir fólk (lesist mig) að sleppa skelfingunni.
Nú hefur kærleiksheimilið tekið ákvörðun. Héðan í frá verður slökkt á síma á nóttunni um helgar. Svefninn er dýrmætur og ég nenni ekki að eiga orðastað við einhvern sem er svo víraður af neyslu einhverskonar hugbreytandi efna, að hann slær inn vitlaust símanúmer, hvað eftir annað.
Auðvitað gerast bara góðir hlutir. Ég lít svo að ég sé búin með minn vonda skammt. Arg. Nú fæ ég angist. Sjö - níu - þrettán.
Nú verður liff í lífinu.
Yfir og út.
Endurhæfingarnefndin
Hamfarablogg | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Jenfo and the Alcoholic's
Hún Jenný Anna áfengisfrömuður sendir trylltar stuðkveðjur frá Vogi.
Kella í svo góðum gír að hún hefur stofnað blandaðan kór á staðnum og fer þar fyrir fríðum flokki. Sjálfur Tyrfingsson er stjórnandi og sérlegur lagavals-ráðgjafi. Heyrst hefur að Bubbi ætli að troða upp með kórnum á planinu fyrir framan Vog á morgun kl. 13:30
Kórinn hefur fengið nafnið Jenfo and the Alcoholic´s. Eru mest í svona rokkuðum blús.
Jenný sagði mér í dag að hún situr á skólabekk. Endurmenntun í fíkn-málum og stefnir hún á BA próf í faginu.
Ég er auðvitað að fokka soldið í ykkur. En staðreyndin er sú að dísin er hress og líður vel og bað mig að senda ykkur knús, kossa og faðmlög fyrir fallegar hugsanir og góðar kveðjur.
Mun mæta öflugri en nokkru sinni áður, til leiks í bloggheimum sem og annars staðar í næstu viku.
Jóna Á. Gísladóttir, sérlegur upplýsingafulltrúi Jennýjar Önnu Baldursdóttur.
Laugardagur, 9. febrúar 2008
Hvað með að skera þá á háls?
Hæstiréttur í Nebraska hefur ákveðið að ekki sé leyfilegt að nota rafmagnsstólinn lengur til að myrða fólk. Aftaka í rafmagnsstól mun stangast á við ákvæði sjónarskrárinnar sem bannar grimmilegar og óvenjulegar refsingar. Nebraska var eina ríkið þar sem rafmagnsstólinn var eina aðferðin við að taka dauðadæmda menn af lífi.
Áður en lengra er haldið. Hver er það á Mogganum sem aftur og aftur kallar dauðadæmda menn "dauðamenn"? Þetta hljómar eins og á meðal okkar gangi full af dauðadæmdum mönnum sem hafa fengið þetta samheiti. Eins og öryrkjar, rafvirkjar, dauðamenn og Baadermenn. Er þetta eitthvað nýtt eða hefur þetta farið fram hjá mér? Það væri þá ekki það fyrsta.
Nú, þar sem ég er þekkt fyrir hjálpsemi þá vil ég koma hérna með nokkrar venjulegar aðferðir við að myrða fólk, sem hafa tíðkast t.d. í USA í langan tíma. Þær eru jafnvel minna "grimmilegar" en stólinn og alls ekki sjaldgæfar.
1. Stilla viðkomandi upp við vegg og láta nokkra valda byssumenn skjóta þangað til sá dauðadæmdi fellur dauður til jarðar. Löng hefð fyrir því í Bandaríkjunum og víðar.
2. Skera á háls, mjög vinsæl aðferð við útrýmingartilraun Bandaríkjamanna á Indíánum í denn.
3. Hengja. Stundað af USA í Írak, við að taka Hússein og kó til Allah, operation Hraðferð. Hengingar hafa alltaf verið óhemjuvinsæl skemmtan í USA. Minni á Ku Klux Klan.
4. Drekkja þessum dauðadæmda. Löng hefð fyrir því og tekur fljótt af, en er vont rétt á meðan það gengur yfir.
5. Taka Mafíuna á þetta og skjóta viðkomandi í hausinn við gagnaugað. Maður dauður áður en hann veit af.
Sko, það eru til alls konar aðferðir til að myrða fólk. Stundum er það löglegt og stundum ekki. Munurinn er enginn. Morð er morð. En tvískinnungur Bandaríkjamanna, sem vilja telja sig til menningarþjóða er slíkur, að það er að vefjast fyrir þeim, hvernig myrða megi fólk, án þess að blóð renni og viðkomandi sýni sársauka og mikil sársaukaviðbrögð, enda áhorfendur til staðar. Ef "dauðamaður" á skilið að drepast er þá bara ekki í fínu að gera það þannig að blóð fljóti, innyfli detti út um allt og áhorfendur æli?
Það er svo mikið af föngum sem eru að ræstitæknast. Þeir þrífa upp efir bróður sinn.
Þetta skrifa ég í þeirri vissu að ég sé ekki á leið til Nebraska.
God bless America
Úje
Rafmagnsstóllinn brot gegn stjórnarskránni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr